Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.04.2008, Qupperneq 14

Bæjarins besta - 03.04.2008, Qupperneq 14
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 200814 lengri og merkilegri sögu en bara það sem gerðist á allra síðustu árum. Engin sanngirni væri í því að henda nafninu og lógóinu vegna þess, heldur væri það verðugt verkefni að rétta ímyndina við. Ég féllst á þetta en mér sýndust ekki miklar líkur á því að það tækist. Mér var sagt að hags- munirnir væru miklu meiri DV-megin en Mannlífsmegin og mér fannst ég ekki geta skorast undan þessu viðfangs- efni. Hins vegar hef ég aldrei orðið fyrir neinu ónæði frá eigendunum eða orðið þess var að þeir vilji ritstýra þessum miðlum. Skiljanlega er það samt þeirra áhugamál að þetta sé rekið með hagnaði. Síðan hafa málin þróast þannig að við höfum náð að minnka tapið mikið. Fram- kvæmdastjóri DV og tímarita- útgáfunnar er Elín G. Ragn- arsdóttir, kraftaverkakona í rekstri, sem hefur tekist að gera tímaritaútgáfu arðbæra, og hún er mjög einbeitt í því að ná rekstri DV á réttan kjöl.“ Sparkað til baka og sparkað fast „Núna er ég á því að þetta geti gengið. Tónninn í garð DV hefur lagast mikið og það er miklu síður en áður sagt að þetta sé sorpblað og svo fram- vegis. Enda höfum við ekki unnið til þess að fá slíkt yfir okkur. Við höfum ekki lent í neinum stórvægilegum óhöpp- um í fréttaflutningi í mjög langan tíma. Auðvitað búa allir fjölmiðlar við það að menn geti gert mistök og það mun ekki breytast. DV mun gera mistök alveg eins og Morgunblaðið eða Sjónvarpið eða hver annar. Málið er þá að bregðast rétt við mistökunum og vera ekkert að draga lapp- irnar heldur klára málið og hreinsa strax út það sem kem- ur upp á. Það er regla hjá okkur að viðurkenna það sem okkur verður á og leiðrétta það sem leiðrétta þarf. Það er líka algerlega skýr regla, að ef einhver sparkar í okkur að ósekju, þá er sparkað til baka og þá er sparkað fast. Það voru einhverjar ófriðar- klíkur komnar í gang vegna þess að afstaða mín til olíu- hreinsistöðvar á Vestfjörðum er hin sama og afstaða mín til fyrirhugaðrar ratsjárstöðvar á Barðanum, sem ég nefndi áð- an. Olíuhreinsistöð er sam- kvæmt minni persónulegu skoð- un ekkert annað en skemmd- arverk á Vestfjörðum. Þetta yrði til lýta og myndi skapa mengunarhættu og allt það. Mín afstaða er sú að þetta sé ekki það sem yrði Vestfirð- ingum til bjargar. Þessi skoðun mín varð til þess að ég fékk á mig dembur vegna þess að ég skrifaði leið- ara sem hét Portkonur Pútíns. Svo var einhver bæjarfulltrúi á Ísafirði sem reis upp á aftur- endann og ég varð fyrir hálf- undarlegu aðkasti sem er reyndar iðulega notað. Ég fékk það frá Þorsteini Jóhannessyni yfirlækni á Ísafirði að ég væri trausti rúinn. Ég skildi nú ekki hvernig hann gat úrskurðað það einn og sér. Svo mátti ég ekki hafa skoðun af því að ég var brottfluttur. Ef út í það er farið, þá hef ég varla minni rétt á því að hafa skoðun á málefnum Vestfjarða heldur en hann. Ég gaf Vestfjörðum 25 ár og stundaði sjómennsku og var auk þess lengst af í mínu eigin húsnæði. En ég kannast alveg við þetta viðhorf, ég var svona sjálfur á tímabili, að helvítis Sunnlendingarnir ættu ekki að vera að rífa kjaft, þeir kynnu ekki einu sinni að keyra í snjó. Það ætti bara að saga Vest- fjarðakjálkann frá. En síðan hafa viðhorfin breyst. Ég held að allir hafi rétt til að hafa skoðun á hverju sem er. Þannig held ég til dæmis að Ísfirðingar hafi fullan rétt til að hafa skoðun á því hvort heppilegt sé að hafa flugvöll- inn áfram í Vatnsmýrinni eða ekki. Á sama hátt á ég fullan rétt til að hafa skoðun á því hvort það eigi að vera olíu- hreinsistöð á Vestfjörðum. Þetta er reyndar mesta aðkast sem ég hef orðið fyrir lengi. Það er einkenni á ákveðnum hópi Vestfirðinga, að það megi ekki skrifa um nema sumt. Þegar ég var nýbyrjaður á DV gerði ég úttekt á Vest- fjörðum í nokkrum hlutum um það hvernig togararnir væru að fara þaðan, hvernig kvótinn væri að fara. Það þótti alveg svakalegt að vera að setja þetta á prent. Sagt var að ég hefði skrifað illa um Vestfirði og Vestfirðinga. Ég hef oft beðið um dæmi en aldrei fengið neitt raunhæft dæmi. Kannski er það bara hinn napri sannleikur sem er svo erfiður. Þetta svæði er á undanhaldi og það er mjög sorglegt. Ég hef skrifað allar mínar bækur vestur á fjörðum og mér líður mjög vel á Flat- eyri. Atvinnu minnar vegna get ég ekki búið þar en hins vegar get ég alveg hugsað mér að búa þar aftur í fyllingu tímans þó að allt sé gjör- breytt.“ Skrifar í Ömmuhúsi – Þú grípur sem sé ekki í bókaskrifin á kvöldin og um helgar heldur tekurðu frá tíma til þeirra hluta ... „Ég tek þetta venjulega í fimm til sjö daga skorpum. Þá fer ég einn vestur. Ég hef reynt að skrifa heima hjá mér fyrir sunnan en ég næ engri hugarró til þess. Ég hef ekki skrifað neina minna bóka fyrir sunnan. Ég verð að fara vestur. Þar er kyrrðin og umhverfið og ekkert að glepja mann heldur er bara setið fast við. Við eigum hús á Flateyri sem heitir Ömmuhús og þar skrifa ég sextán til átján tíma á sólarhring ef því er að skipta. Er þá auðvitað búinn að viða að mér efni og allt það. Þá er aldrei dregið frá gluggum og enginn kemur í heimsókn nema hvað læknirinn Lýður Árnason vinur minn lítur inn öðru hvoru. Hann virðir engin svona mörk og kemur alltaf og heimtar að ég fari út að labba svo að ég verði ekki geðveikur.“ – Ertu með bók í takinu núna? „Nei, öll orkan fer í DV og veitir ekkert af. En ég mun auðvitað skrifa fleiri bækur og það er á teikniborðinu barnabók sem ég lofaði Hörpu dóttur minni að við myndum skrifa. Draumurinn er sá að fá stórvin minn, Reyni Torfason á Ísafirði, til að myndskreyta bókina. Ég hef aldrei skrifað eftir pöntun. Ég hef alltaf getað valið mér bókarefni sjálfur og skrifað bækurnar vegna þess að mig hefur langað til þess. Það er gríðarlegur munaður að þurfa ekki að kreista fram úr sér einhverja bók eftir pönt- un. Ég hef fengið mörg tilboð um að skrifa ævisögur en það hefur einfaldlega ekki heillað mig á þeim tímapunkti.“ Gagntekinn af blaðamennskunni – Þegar þú byrjaðir á DV á sínum tíma, þá varðstu fljót- lega fréttastjóri ... „Ég var nú bara sjóari sem kom þarna og varð heltekinn af starfinu. Eftir humartúrinn sem ég nefndi mætti ég á mánudegi. Síðan keyrði ég daglega á milli í eitt ár meðan við áttum heima í Þorláks- höfn. Ég varð svo gagntekinn af því sem ég var að gera að ég keyrði líka í vinnuna á sunnudögum þó að ekki væri til þess ætlast. Mér fannst ein- faldlega svo asnalegt að vera ekki með efni í blaðinu á mánudögum líka. Þetta var bara svo skemmtilegt að ég sleppti aldrei úr degi og skrif- aði líka um jól og áramót ef ég var í einhverju sérstöku efni. Þessi mikla þörf hjá mér að skrifa þótti mjög skrítin en þetta skilaði sér í því að ég fékk fljótlega meiri ábyrgð. Ég var gerður að fréttastjóra einu eða tveimur árum eftir að ég byrjaði en var síðan dá- lítið lengi fastur í þeim spor- um. Ætli ég hafi ekki verið fréttastjóri í ein átta ár, en alltaf án formlegs titils. Ég stóð alltaf vaktina aðra hverja viku á móti Jónasi Haraldssyni, sem var fréttastjóri blaðsins en skrifaði fréttir hina vikuna. Ég bar mig ekkert eftir frétta- stjóratitlinum því að þetta var svo gaman að mér var eigin- lega sama um alla titla. Það var síðan árið 2001 minnir mig sem ég fékk titilinn rit- stjórnarfulltrúi en hætti á DV fljótlega eftir það og færði mig yfir á Fréttablaðið. Útgáfufé- lag Fréttablaðsins keypti síðan DV eftir niðurlæginguna miklu þegar Óli Björn Kárason og félagar áttu þetta og DV fór að ganga erinda Sjálfstæðis- flokksins og hálfu ári seinna fór ég aftur þangað yfir sem fréttastjóri.“ Þegar DV fór fram af brúninni „Það var margt gott sem ritstjórarnir Mikael Torfason og Illugi Jökulsson voru að gera á þeim tíma en samt sem áður fannst mér einsýnt að þeir færu fram af brúninni fyrr eða síðar. Fréttastjórastaða mín þar var ekkert annað en nafnið innantómt, því að það var bara Mikael sem stjórnaði þessu. Ritstjórinn var allt í blaðinu og það er mjög hættu- legt þegar menn treysta bara á sína eigin dómgreind og ekk- ert annað. Í tíð Jónasar á DV tóku ritstjórar og fréttastjórar ákvarðanir sameiginlega og þegar efasemdir komu upp voru þær látnar gilda. Mikael gerði mjög gott blað ef þú byrjaðir að fletta aftan frá, en svo þegar þú sást for- síðuna var viðbúið að þú feng- ir taugaáfall. Forsíðan var æst upp úr öllu valdi og iðulega farið langt fram úr fréttunum og enginn annar hafði neitt um það að segja. Mér fannst líklegra en ekki að einn góðan veðurdag yrði farið fram af brúninni með blaðið. Ég hætti í desember 2004 og tók því fegins hendi að verða ritstjóri Mannlífs. Ég skrifaði leiðara í Mannlíf sum- arið 2005 þar sem þemað var á þessa leið: Þú getur verið strangheiðarlegur og lifað góðu lífi en svo lemurðu eitt högg og ert um leið orðinn morðingi. Ég benti þessum gömlu félögum mínum á DV á það að sama gilti um fjöl- miðil. Eitt vanhugsað högg gæti orðið til þess að miðillinn væri búinn að vera. Þetta var tónninn í leiðaranum en auð- vitað sá ég ekki fyrir það sem átti eftir að gerast hálfu ári síðar, þegar þjóðin snerist gegn blaðinu út af einni for- síðu frá Ísafirði. Þá kom það fram sem sagt hafði verið í þessum leiðara. Það er gott að hafa nokkrar meginreglur til leiðsagnar eins og ég gerði þegar ég varð rit- stjóri DV í fyrrasumar. Svo sem að uppnefna ekki fólk í fréttaflutningi, að búa ekki til skrímsli úr þeim sem eru til umfjöllunar, hversu alvarlega sem menn virðast hafa brotið af sér, að fjalla um alla með sömu virðingu undir nafni án þess að afskræma þá. Við höf- um alveg haldið þessari línu og það er betra að stíga eitt skref til baka og selja fimm hundruð eintökum minna heldur en að ganga of langt. Helsta boðorð okkar hefur einmitt verið að ganga aldrei of langt. Það gengur ágætlega. Þetta er samstilltur hópur og allir með sama skilning á blaðamennsku, held ég, og við höfum ekki lent í neinum stór- um áföllum. Þetta er vissulega erfiðasta blaðamennskan að vera á miðli eins og DV sem verður að halda sig nálægt brúninni.“ Lífslíkur DV og fleiri blaða ... – Starfsfólkið á DV núna er frekar ungt og frekar óreynt, a.m.k. ef miðað er við Morg- unblaðið og fleiri dagblöð ... „Jú, þetta er ungt og létt- leikandi fólk. Sumu af því kynntist ég á Ísafold en flest þekkti ég ekki áður. Ég lít svo á að hér séu kynslóðaskipti, að það þurfi einfaldlega ungt fólk sem maður getur þá mót- að að einhverju leyti. Án þess að ég sé neitt að gera lítið úr reynslu, þá er DV einfaldlega þannig miðill að hann þarf fólk sem er ungt og áhugasamt og með brennandi þrá eftir að skúbba. Þannig er ritstjórnin á DV. Auk mín er aðeins einn yfir fimmtugu, Kjartan Gunnar Kjartansson, sem er gríðar- legur burðarás í blaðinu með ættfræðina. Hún var hvorki fugl né fiskur þegar ég kom að blaðinu í fyrra en ég lagði mikla áherslu á að hafa eina síðu á dag og fleiri um helgar bara með ættfræði. Þessi grunnur er allur til frá fyrri tíð og Kjartan Gunnar kann utan að hvernig á að gera þetta. Ég held að þetta sé gott í bland við poppið. Það er ákveðin kúnst að reyna að blanda saman því besta sem var í DV einu sinni og vera með þessar tabloid-fréttir, sem kallaðar eru, eða götufréttir, að vera með snarpar fréttir og hrein- skilnina í öndvegi. Úr því að þú spurðir um lífslíkur DV, þá held ég að okkar staða ætti að geta verið betri en staða Morgunblaðs- ins. Við erum alveg sér á báti. DV er af þeirri gerð blaða sem lifir bestu lífi á Norður- löndum, þ.e. blaða sem gera út á human interest eða mann- legar fréttir, en Mogginn er eiginlega í óbærilegri stöðu með fríblöð til beggja handa sem gera út á sömu frétta- miðin. Kannski má segja að DV geri út á lífið en Mogginn geri út á dauðann. Við gerum út á ættfræðina en þeir gera út á minningargreinarnar. Það er gríðarlega erfiður tími fram- undan hjá Morgunblaðinu. Það er líka erfiður tími fram- undan hjá okkur, en við erum léttleikandi, við erum með kraftmikla, snarpa ritstjórn en Mogginn er gömul stofnun sem á ekki hægt um vik í nútímanum. Ef við höldum rétt á spilunum og umhverfið verður okkur hagstætt, þá eig- um við alla möguleika. – Hlynur Þór Magnússon. Reynir ásamt einum blaðamanna sinna, Dóra DNA, dóttursyni Laxness.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.