Bæjarins besta - 03.04.2008, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 15
Safn um Stein Steinarr á Nauteyri
Áhugamenn um kveðskap og minningu Steins Steinars vilja að stofnað verði sérstakt safn
eða menningarsetur um Stein. Safnið yrði þá staðsett á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi. Frá því
var greint í fréttum Svæðisútvarpsins að sveitarstjórn Strandabyggðar hafi tekið jákvætt í
erindi áhugamanna um verkefnið um að láta eftir eignarhluta sveitarfélagsins í félagsheim-
ilinu á Nauteyri. Haft var eftir Þórarni Magnússyni, eins áhugamannanna, að tímabært sé
að heiðra minningu Steins. Aðalsteinn Kristmundsson, sem síðar tók sér nafnið Steinn
Steinarr, fæddist á Laugalandi í Ísafjarðardjúpi og ólst upp í Skjaldfannardal.
KFÍ semur við tvo heimamenn
KFÍ hefur samið við tvo leikmenn til tveggja ára. Það eru Ísfirðingarnir Jón
Kristinn Sævarsson og Leó Sigurðsson. „Þeir eru báðir uppaldir hjá félaginu og
hafa verið að banka á dyrnar hjá meistaraflokki í vetur og eru menn framtíðar-
innar“, segir á vef KFÍ. Eins og greint hefur verið frá komst liðið ekki í úrslita-
keppnina í ár þótt litlu munaði en KFÍ lék í 1. deild karla á tímabilinu sem nú
var að ljúka. Auk þess að ræða við íslenska leikmenn hefur KFÍ hafið viðræður
við erlendu leikmennina sem hafa leikið með liðinu undanfarin tvö tímabil.
Blaðamaður tónlistatíma-
ritsins Clash lýsir upplifun
sinni af Aldrei fór ég suður
sem einstakri og hvetur alla
til að koma sér vestur hið
fyrsta til að njóta undarlegrar
blöndu af nautnalífi og tón-
listarfjölbreytni. Þar komi
saman Indie-tónlist, ghetto
rapp, trance-pop, færeysk
þjóðlagatónlist, ska, blús og
pungsvita rokk og ról.
„Þessi hátíð er nú á sínu
fimmta lágstemmda ári og
skilgreinir sjálfa sig sem
tveggja daga ókeypis tónlist-
arveislu innlendra listamanna,
gerða af einum af guðföður
bransans, Mugison – og pabba
hans“, segir í umfjöllun blaðs-
ins. Blaðamaður blaðsins
heldur áfram og segir hátíðina
vera hinn fullkomna elexír
fyrir alla þá sem hafa fengið
leið á þráðlausum hljóðkerf-
um og ofur markaðssetum
tónleikaferðum U2.
Því næst fjallar blaðamaður
um framkomu nærri allra
þeirra listamanna sem komu
fram á hátíðinni sem hann
gleymir seint.
– thelma@bb.is
Undarleg blanda af nautna-
lífi og tónlistarfjölbreytni
Ástand vega milli Ísafjarðar
og Brúar í Hrútafirði er lélegt
á köflum og hafa nokkuð
margar kvartanir borist af
ástandinu, enda hefur mikil
umferð verið um þá undan-
farna daga. Geir Sigurðsson,
rekstrarstjóri Vegagerðarinnar
á Ísafirði, samsinnir því að
ástandið sé dapurt á nokkrum
stöðum og aðstæður erfiðar.
„Á köflum eru malarvegirnir
lélegir, við viðurkennum það
alveg“, segir Geir. Aðallega
er um að ræða vegkafla þar
sem hafist hefur verið handa
við lagningu nýs vegar, eins
og t.d. í Mjóafirði og milli
Hólmavíkur og Brúar. Segja
má því að til lengri tíma litið
horfi vissulega til betri vegar,
í orðsins fyllstu merkingu.
„Þeir mættu alveg vera betri
þessir malarkaflar. Þeir fóru
mjög illa út úr þíðunni fyrir
páska og síðan þá hefur frostið
í raun og veru komið í veg
fyrir að hægt sé að gera mik-
ið“, segir Geir. „Í Mjóafirði
erum við að skoða málið á
hverjum degi og ef aðstæður
breytast þá reynum við að
hefla þetta. En eins og er get-
um við lítið gert, því miður.“
Aðspurður segir Geir að
vissulega spili auknir þunga-
flutningar á vegum inn í.
„Þessir veiku malarvegir þola
illa þungaumferð í þessari veðr-
áttu.“ – halfdan@bb.is
Vegir í slæmu ástandi
Umhverfisnefnd Ísafjarðar-
bæjar hefur lagt til að deili-
skipulag við Lónið á Suður-
eyri verði samþykkt óbreytt
en auglýsinga- og athuga-
semdafrestur vegna þess er
liðinn. Á fundi umhverfis-
nefndar kom fram að ein at-
hugasemd barst vegna aðal-
skipulagsins og hefur henni
verið svarað. Umrædd tillaga
tekur til breytinga á svæði
austan við Túngötu og Sæ-
túns.
Umhverfisnefnd bendir á að
svæðið innan Túngötu er að
stórum hluta á hættusvæði
vegna ofanflóða og ekki
heppilegt byggingarsvæði
fyrir íbúðabyggð, þó er gert
ráð fyrir íbúðarsvæði á reit D
sem er utan hættusvæðis. Af
þessum ástæðum hefur um-
hverfisnefnd verið að skoða
miðbæinn/hafnarsvæðið með
það að markmiði að koma
fyrir íbúðarsvæði á kostnað
iðnaðarsvæðis/hafnarsvæðis.
Umhverfisnefnd vill
samþykkja deiliskipulag
Suðureyri. Ljósm: Mats Wibe Lund.