Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.04.2008, Síða 16

Bæjarins besta - 03.04.2008, Síða 16
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 200816 Fræðasetur á heimsklassa Kristinn Schram, þjóðfræð- ingur, hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns Þjóð- fræðistofu á Ströndum sem Strandagaldur hefur undan- farið unnið við að koma á laggirnar á Hólmavík. Krist- inn er með meistarapróf í þjóðfræði og er að ljúka dokt- orsnámi í greininni. Helstu verkefni Þjóðfræðistofu sem er nýtt fræðasetur, verða rann- sóknir og miðlun menningar- arfsins í samvinnu við fjölda ólíkra aðila, mennta- og menn- ingarstofnana. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 10 milljón króna framlagi til stofunnar. Stofan er ein af tillögum Vestfjarðanefndar- innar. Strandagaldur var stofnaður árið 1999 og frá upphafi var markmiðið að setja upp fræða- setur í tengslum við galdra og þjóðtrú. Galdrasýning var opnuð á Hólmavík árið 2000 og önnur sýning í Bjarnafirði, Kotbýli kuklarans sumarið 2005. Markmiðið er að opna þriðju sýninguna í Trékyllis- vík. Strandagaldur hefur tekið þátt í margskonar verkefnum og þangað berast fjölmargar fyrirspurnir árlega frá nem- endum og áhugafólki um þjóðmenningu erlendis frá. Með stofnun Þjóðfræðistofu verða þær upplýsingar að- gengilegar á einum stað auk þess sem unnið verður að rannsóknum tengdum þjóðtrú og sagnfræði. Kristinn mun hefja störf fljótlega og ákvað blaðamaður Bæjarins besta að fræðast að- eins betur um Þjóðfræðistof- una og starfið sem er fram- undan. – Hvernig leggst nýja starf- ið í þig? „Það leggst mjög vel í mig. Þetta er framsækið verkefni. Um er að ræða fræðasetur þar rannsóknir og miðlun þjóð- fræðiefnis verður aðalatriðið. Við munum vera í samstarfi við fjölda aðila, mennta- og menningarstofnanir. Þar má nefna þjóðfræðideild Háskóla Íslands og vonandi sem flestar stofnanir á Vestfjörðum og Norðurlandi og raunar um landið allt. Vonast er til að verkefnið eigi eftir að styðja við uppbyggingu menningar- og menntatengdrar ferðaþjón- ustu á svæðinu og stuðla að metnaðarfullum rannsóknum. Til dæmis verður unnið að skráningarverkefni tengt þjóð- fræði og sagnfræði auk nám- skeiðshalds og kennslu. Síðan er áætlað að Þjóðfræðistofa muni hafa umsjón með upp- lýsingamiðstöðum um íslenska þjóðtrú. Áhersla verður lögð á að þjóna landinu öllu sam- hliða því að vinna að nærtæk- um verkefnum og nýta sér þá staðbundnu menningu sem er til staðar á Vestfjörðum. Ég verð að viðurkenna að ég á mikið ólært um Vestfirði þótt ég þykist stundum vera ættaður þaðan, en það er aftur um nokkra ættliði. Ég á því eflaust eftir að læra mikið á þessari dvöl.“ Svarar fyrirspurn- um utan úr heimi – Hversu víða mun starf- semin teygja anga sína? „Jafnt og við munum nýta staðbundna menningu viljum við hugsa í hnattrænu sam- hengi. Við ætlum að verða fræðasetur á heimsklassa og vera í samskiptum við erlend- ar menntastofnanir og svara fyrirspurnum sem berast utan úr heimi. Það hefur verið nokkuð álag á mörgum stofn- unum, svo sem þjóðfræði- deildum og söfnum, að svara fyrirspurnum frá útlending- um. Það er ákveðið hlutverk sem Þjóðfræðistofan gæti tekið að sér. Strandir eru tilvalið svæði til að styðja að baki svona stofnun og Hólmavík er öflugt kauptún með margvíslega menningarstarfsemi, þar má nefna Sögusmiðjuna og Stranda- galdur. Starfsemi Þjóðfræði- stofunnar á að geta teygt sig um land allt frá Ströndum, bæði með aukinni tækni og góðu samskiptaneti um land- ið. – Strandagaldur sem ýtir verkefninu úr vör er menn- ingar- og fræðslustofnun. Tilgangur hennar er að standa að rannsóknum og draga sam- an vitneskju um galdraöldina á Íslandi, þjóðsagnir, hug- myndaheim og menningararf Strandasýslu sem tengist göldrum, á eigin vegum eða í samstarfi við aðra. „Strandagaldur hefur verið að undirbúa stofnun Þjóð- fræðistofu í talsverðan tíma. Starfsemin fær framlag frá fjárlögum og verður síðan lík- lega rekin með sjálfsaflafé. – Verður Þjóðfræðistofan þá tengd starfsemi Stranda- galdurs? „Að einhverju leiti að minn- sta kosti. Strandagaldur mun sinna hlutverki stjórnar sem forstöðumaður Þjóðfræði- stofu hefur á bak við sig. – Hversu mörg stöðugildi verða við stofuna? „Búist er við að það verði fjögur stöðugildi. Það mun taka einhvern tíma að byggja stofuna upp en vonandi ekki alltof langan. Og búast má tveimur ef ekki þremur stöðu- gildum á þessu ári. Vonandi á þeim eftir að fjölga þegar á líður og hver veit nema þau verði fleiri en fjögur.“ – Hvernig hafa viðbrögðin verið gagnvart stofnun stof- unnar? „Það er mjög mikill áhugi í fræðaheiminum og mikill vel- vilji frá mörgum fræðastofn- unum sem tengjast þessu sviði. Við búumst því við góðu samstarfi við fræða- heiminn á Íslandi.“ Gaman að flytja á Vestfirði – Kristinn er kvæntur Kötlu Kjartansdóttir þjóðfræðingi og þau eiga tvö börn. Fjöl- skyldan flytur búferlum svo Kristinn geti sinnt nýja starf- inu. „Við ætlum að flytja til Hólmavíkur og hlökkum mjög til þess. Við stefnum á að fara með haustinu norður á Strand- ir. Það er svolítill partur af pakkanum að persónulega leitinu til að það er gaman að koma á Vestfjarðakjálkann og enn skemmtilegra fá að prófa að búa þar. Ég verð að viður- kenna að ég beit endanlega á öngulinn þegar Sigurður Atla- son, framkvæmdastjóri Stranda- galdurs, sagði í framhjáhlaupi að ég þyrfti að fá mér bát og seinna frétti ég að á svæðinu væri þekktur skotveiðimaður sem byði upp á jóganámskeið. Þá sá ég greinilega það væri nóg að gera í frístundum á svæðinu“, segir Kristinn og Bæjarins besta óskar honum góðs gengis í nýja starfinu og býður fjölskyldu hans vel- komna á Vestfirði.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.