Bæjarins besta - 03.04.2008, Síða 18
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 200818
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Smáauglýsingar
Þriggja kvölda spilavist byrjar
laugardaginn 5. apríl kl. 20:00.
Hvetjum alla til að mæta. Spila-
nefndin!
Vantar sætishest fyrir Sodiak.
Uppl. í síma 698 6198.
Fimm manna fjölskylda óskar
eftir einbýlishúsi/raðhúsi til
leigu á Ísafirði frá 1. júní. Um er
að ræða langtímaleigu. Uppl. í
síma 856 0808.
Til sölu eru öll helstu húsgögn
úr búslóð ásamt vönduðum
græjum s.s. rafmagnspíanó og
gítar, magnarar (gítar og bassa)
og mixer. Uppl. í síma 865 5615.
Til sölu er 10 hestafla snjóblás-
ari. 80 cm breiður. Er í mjög
góðu ástandi. Verðhugmynd kr.
180 þús. Uppl. í síma 867 2647.
Vil kaupa skíðaklossa nr. 39-
40 og ca. löng skíði. Uppl. gefur
Guðbjörg í síma 898 3305.
Linhai fjórhjól, 300cc, ekið 800
km til sölu. Yfirbreiðsla, farang-
ursgrind að framan og aftan og
stórfarangurstaska á afturgrind.
Uppl. í síma 551 9801 og 860
9801.
Til sölu er tveggja hesta stía og
hluti í sameign að Kaplaskjóli
1 í Engidal. Uppl. gefur Magnús
í síma 862 6097.
Ungt par í námi óskar eftir íbúð
til leigu á stór Reykjavíkursvæð-
inu. Helst langtímaleigu. Erum
með hund. Uppl. gefa Geiri í
síma 867 6046 og Arna í síma
848 3449.
Hnífsdælingurinn Guðrún
Hafdís Thoroddsen varð Ís-
landsmeistari í módelfitness
á Íslandsmótinu sem fór fram
föstudaginn langa í íþrótta-
höllinni á Akureyri. Alls
kepptu 15 keppendur í módel-
fitness og keppnin var afar
jöfn í flokknum. Í þessum
keppnisflokki eru aðrar áhersl-
ur hjá dómurum heldur en í
fitness. Minni áhersla er lögð
á að keppendur séu skornir,
vöðvastærð verður að vera
mjög hófleg og framkoma og
fegurð skiptir miklu máli.
Bæjarins besta heyrði í Guð-
rúnu Hafdísi skömmu eftir
mótið.
– Hversu langan tíma tók
undirbúningurinn fyrir mótið?
„Ég byrjaði undirbúning í
janúar var samt í nokkuð góðu
formi frá því á bikarmótinu í
nóvember þannig að undir-
búningurinn var auðveldari í
þetta skipti.
– Varstu sigurviss eða kom
þetta þér á óvart?
„Ég vissi að mér myndi
ganga vel og reiknaði með að
komast á pall ef ég héldi áfram
að æfa vel. Maður getur nú
aldrei stjórnað því sem dómur-
um finnst eða hverjir aðrir
mæta til leiks en auðvitað
lagði ég mig alla fram til að
ná titlinum.“
– Hvað tekur við núna, ætl-
arðu að taka þátt í næsta móti?
„Ég er ákveðin í að halda
áfram að keppa. Mig langar
að fá meiri samkeppni og
áskorun svo ég held að ég fari
í fitnessið næst og hvort það
verður á bikarmótinu í haust
eða næsta Íslandsmóti. Fer allt
eftir því hversu vel það gengur
að bæta sig.“
– Hvað varð til þess að þú
ákvaðst að taka þátt í módel-
fitness til að byrja með?
„Þegar ég fyrst kom á mótið
á Akureyri um síðustu pásk-
anna sá ég að þetta væri eitt-
hvað fyrir mig. Ég var búin að
vera að æfa reglulega og mig
langaði að stefna að einhverju
í því. Bara gaman og spenn-
andi að sjá hversu góður mað-
ur getur orðið.
Þess má geta að Ísfirðing-
urinn Þór Harðarson varð í
öðru sæti í vaxtarrækt.
– thelma@bb.is
Hnífsdælingur Íslands-
meistari í módelfitness
Alls svöruðu 1.086.
Já sögðu 974 eða 90%
Nei sögðu 78 eða 7%
Alveg sama sögðu 34 eða 3%
Spurning vikunnar
Á aðal flugvöllurinn fyrir
innanlandsflugið að vera
áfram í Vatnsmýrinni?
Rokkstjórinn kveður og þakkar fyrir sig
Rokkstjóri Aldrei fór ég suður vill koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu sem komu að fram-
kvæmd fimmtu Rokkhátíðar alþýðunnar. Í tilkynningu segir að hátíð sem þessi verði ekki að veruleika
nema með aðkomu góðra manna og vilja skipuleggjendur þakka kærlega sínum aðal styrktaraðilum;
Flugfélagi Íslands, Símanum og Glitni, aðstandendum Eyrarrósarinnar, Menningarráði Vestfjarða,
AÓÁ útgerð eigendum skemmunnar, poppurum sem komu fram og þeim fjölmörgu einstaklingum,
fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum sem komu að hátíðinni. Hægt er að nálgast myndir af
hátíðinni meðal annars á monitor.is/aldrei, og innan tíðar verður það einnig hægt á ljósmyndavef bb.is.
Tileinkaði Dorrit lagið I wan´t you
Popparinn og hafnar-
stjórasonurinn Örn Elías
Guðmundsson tók tvö lög
fyrir forseta Íslands þegar
hann kom í heimsókn í
3X-technology á Ísafirði í
síðustu viku. Aðspurður
segist hann halda að forset-
inn hafi verið að fíla lögin
ágætlega. „Já, mér sýndist
það. Ég tileinkaði Dorrit
konu hans lagið I wan´t you.
Hún var að vísu ekki á staðn-
um en hann ætlaði að skila
þessari kveðju frá mér“,
segir Örn Elías.
Eins og fram kom í síðasta
blaði var forsetinn að heim-
sækja fyrirtækið sem fékk
útflutningsverðlaun em-
bættisins árið 2006. „Annars
eru ég og forsetinn mjög
góðir vinir. Ég sendi honum
einu sinni hálfklárað Toble-
rone og bol sem stóð á You
make me sleep on the wet
spot. Hann mundi meira að
segja eftir gjöfinni og þakk-
aði mér seinna“, segir Örn.
Aðspurður um það hvers
vegna Toblerone-stykkið
hafi verið hálfétið segir
Örn að hann hafi verið svang-
ur, en samt viljað senda
forsetanum eitthvað gott.
Þeim Erni Elíasi og Ólafi Ragnari er vel til vina. Mynd: Þorsteinn Tómasson.
Óku of hratt
Tuttugu ökumenn voru
kærðir fyrir of hraðan akstur á
Vestfjörðum í nýliðinni viku.
Flestir voru stöðvaðir á Djúp-
vegi í Ísafjarðardjúpi á mánu-
dag er fólk var á heimleið eftir
páskahelgina. Af þessum 20
voru sex stöðvaðir innanbæjar
á Ísafirði. Lögreglumenn frá
Patreksfirði stöðvuðu öku-
mann á 119 km. hraða á Barð-
astrandavegi þar sem há-
markshraði er 90 km/klst.
Sýslumaður-
inn vill suður
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
Kristín Völundardóttir, og
staðgengill og fulltrúi sýslu-
manns, Ólafur Hallgrímsson,
eru bæði meðal umsækjenda
um embætti sýslumannsins í
Kópavogi. Kristín var fyrir
hálfu öðru ári skipuð í embætti
sýslumannsins á Ísafirði til
fimm ára. Alls sóttu 13 um.