Iðnaðarmál - 01.01.1955, Blaðsíða 9

Iðnaðarmál - 01.01.1955, Blaðsíða 9
Stjórnun og skipulagning iðnaðarstarfsemi Eftír BRAGA ÓLAFSSON Meðalstærð fslenzkxa iðnfyrir- tækja hefur vaxið mjög á sfðasta ára- tug. Mörg hinna stærstu eru þegar orðin svo umfangsmikil og fjölþætt, að þau eru ekki lengur "eins manns meðfæri", og þegar munu hafa gert vart við sig f mörgum þeirra veru- legir erfiðleikar í stjórnun ogskipu- lagningu. Svo sem sýnt mun verða framá, eru slfkir vaxtarverkir óhjá- kvæmilegt fyrirbrigði á þróunarferli allrar iðnaðarstarfsemi. Iðnrekandi, sem óskar að stækka og þenja út starfsemi sína, svo sem aðstæður leyfa, verður jafnframt að hafa hug- fast, að á hverju þróunarstigi starf- seminnarumsigverðurhann— nauð- ugur viljugur — að breyta um starfs- aðferðir og skipulagshætti. Skortur ávfðsýni fþessum efnum getur alger- lega staðið eðlilegum vexti og við- gangi fyrirtækis fyrir þrifum. Nefna mætti mörg dæmi, sem sýna, að skortur á stjórnun og skipulagi hefur beinlínis valdið lömun og jafnvel algerri upplausn starfsemi, sem annars hafði öll skilyrði til að vaxa og blómgast. Algengt er, að fyrirtæki vaxi og dafni undir handleiðslu eins manns. Ef þessi eini maður æt'.ar sífellt að ráða fram úr öllum vandamálum, jafnt stórum sem smáum, og getur aldrei hugsað sér að deila skyldum FYRSTA GREIN sfnum með hæfum aðstoðarmönnum né framselja hluta af valdi sfnu f hendur þeirra, kemur að þvf, að hann verður ofhlaðinn störfum og getur fáu eða engu sinnt á viðunandi hátt. Með þessum hætti hlýturvöxtur fyrirtæk- isins að staðna á ákveðnu stigi, sem er bundið við getu og heilsu þessa einamanns áhverjum tfma. Mörgum kann að virðast sem of djúptsé tekið í árinni, en ég er þeirrar skoðunar, að gaumgæfileg íhugun leiði hið gagn- stæða í ljós. Iðnaðarstarfsemi, hverju nafni, sem hún nefnist, verður stöðugt flóknari og margþættari eftir þvf, sem tækni og iðnaðarþróun fleygir fram. Hún verður sffellt háðari vfsindalegri og sérfræðilegri kunn- áttu, og verksvið hvers sérfræðings verður þrengra og nákvæmar af- markað. Þessi þróun einkennir allan stóriðnað og fjöldaframleiðslu. Sér- hæfing er skilyrði fyrir fjöldafram- leiðslu, og fjöldaframleiðsla er skilyrði fyrir lágu vöruverði og gnótt vörunnar. Sá tfmi, að einn og sami handiðnaðarmaður smfði stól eða borð eða klukku eða farar- tæki að öllu leyti, fjarlægist óðum, enda væri með þeirri vinnuaðferð algerlega ókleift að framleiða hið gífurlega magn vöru, sem nútfma- þjóðfélag krefst. Verksvið handiðn- aðarmannsins verður smfði verkfæra til fjöldaframleiðslu, viðgerðir og þjónusta, sem verður ekki með góðu móti framkvæmd á grundvelli fjölda- framleiðslu. Þótt vér fslendingar séum enn skammt á vegkomnir f iðnaðarþróun og séum bæði fáir og smáir, getum vér enguaðsfður notfærtoss aðferðir oglögmál vfsindalegrar stjórnunar og skipulags fiðnaðarstarfsemi. Sátfmi nálgast óðum, að vér óskum ekki aðeins, heldur verðum að nýta auðlindir landsins og koma áfótstór- iðnaði, ef vér eigum f framtfðinni að geta lifað menningarlífi f landi voru. Eitt af verkefnum IMSf er að gangast fyrirog stuðlaað fræðsluum rekstur fyrirtækja. Fyrsta skrefið f þessa átt verða nokkrar greinar um undirstöðuatriði og skýrgreiningar á helztu hugtökum þessarar fræði- greinar. Þykir nauðsynlegt að byrja á þennan hátt, þvf að fram að þessu hefur lítið verið skrifað um þessa hluti á íslenzku. Vonum vér, aðsfðar meir verði tækifæri til þess að efna til námskeiða f þessum greinum. Mun IMSf gangast fyrir þeim, strax og ástæður leyfa. Iðnaðarstarfsemi. I ðna ða r s tarf s e mi er margþætt, og verða þættir hennar að vera samstilltir, svo að þeir vinni allir sameiginlega að þvf marki, sem keppt er að. Fjárhagslega má þvf líta á skipulagningu sem tæki til þess að setja f vinnuhæft ástand eða koma á laggirnar einhvers konar starfsemi, sem felur f sér samvinnu margra manna, sem vinna allir að sameiginlegu marki. Nútfmavfsindi leitast stöðugt við að finna upp og fullkomna vélar og tæki, sem framkvæma hin flóknustu störf og athafnir. En vélar gagna ekki endalaust án mannlegrar umönnunar. Þess vegna er talað um menn f skýrgreiningunni að yfirlögðu ráði. Iðnaði má skipta f tvo þætti, hinn mannlega og hinn vélræna. Fyrri þátturinn er fólginn f hóp af mannlegum verum, sem hugsa og finna til og ráða að miklu leyti lífsskilyrðum umhverfis sfns. Samstilling er nauðsynleg, af þvf að manneskjur hugsa og hegða sér ekki allar eins, og svo getur verið, að einhver ein manneskja hugsi og hegði sér ekki rökrétt. Æðsta vald, iðjuhöldurinn. Sameiginlegt takmark allrar iðnaðarstarfsemi er að framleiða góða og gilda vöru eða veita góða og gilda þjónustu viðsem hagstæðustu verði jafnframt þvfað skila hsefilegum arði. Hvað sem formi skipulagsins lfður, er ávallt og ófrávfkjanlega f þvf falið æðsta vald, oger það f höndum iðjuhöldsins (entre-preneur). Hann er vinnuveitandinn, og hann er sá, sem tekur á sig hina fjárhagslegu áhættu, sem fólgin er f þvf að sameina f eina heild fasteignir, vinnuafl og fjármagn til þess að framleiða verðmæti. Laun hans felast f arði, ef fyrir- tækið heppnast. Ef það misheppnast, tapar hann og þeir, semviðskiptihafa áttviðhann, ogef töpinverða óbærileg, leiða þau til gjaldþrots. Af þvf að iðjuhöldurinn ber áhættuna, ákveður hann og stjórnar stefnu fyrirtækisins, skipuleggur það og samhæfir athafnir þess og ákvarðar, hvenær, hvar, hvernig og hvað skuli framleitt. Hann ræður starfsfólk og greiðir þvf laun, velur landrými og greiðir leigu af þvf, útvegar nauðsynlegt fjármagnog greiðir vextiaf þvf, ákveður stærð og fyrirkomulag verksmiðju, lætur reisa hana og kaupir hráefni til þess að framleiða úr. Allt þetta verður aðframkvæma, löngu áður en andvirði framleiðsl- unnar berst honum f hendur. Laun iðjuhöldsins fyrir áhættuna við að framleiða verðmæti í von um eftirspurn er ágóði, sem er mismunur á samanlögðum framleiðslukostnaði og sölu- verði vörunnar. IÐNAÐARMAL 3

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.