Iðnaðarmál - 01.01.1955, Blaðsíða 11

Iðnaðarmál - 01.01.1955, Blaðsíða 11
legrar stjórnunar (scientific management). Samkvæmt kenningum og aðferðum vfsindalegrar stjórn- unar eru framleiðsluvandamálin sundurgreind og rann- sökuð í þvf skyni að fresta því, að iðnaðarstarfsemin komist á það stig, að framleiðslukostnaðurinn fari að aukast. Enn fremur er beitt kenningum og aðferðum vísindalegrar stjórnunar til þess að ala upp og þjálfa starfsfólk, sem fært er um að inna af höndum öll hin einstöku störf, sem felast f iðnaðarstarfseminni, skýr- greina innbyrðis skyldleika þeirra hvers til annars, svo og skýrgreina afstöðu og skyldleika starfseminnar f heild gagnvart öðrum fyrirtækjum, sem hún að meira eða minna leyti byggist á eða er háð. F ramleiðsluhæ ttir. Iðnaðarstarfsemi má greina sundur eftir eðli fram- leiðsluhátta: 1. Síframleiðsla (continuous pro - duction). Hráefnið (eða hlutir f hina fullunnu vöru) berst óaflátanlega að verksmiðjunni og tekur fleiri eða færri breytingum, unz það er komið á það framleiðslustig, að þvf hefur verið breytt f fullunna vöru, sem streymir sffellt frá verksmiðjunni. Hugtakið síframleiðsla er ávallt nátengt hugtakinu fjöldaframleiðsla (massproduction) eða rás- framleiðsla (flow production). Nær öll framleiðsluskipulagning verður að eiga sér stað, áður en framleiðsla getur hafizt, og þegar öll smáatriði hafa einu sinni verið ákveðin, verður litlu breytt án verulegrar truflunar. Framgangs- (progress-) ogframleiðslu-eftirlitið leitast við að halda þeirri áætlun, sem ákveðin hefur verið. Breytingar á framleiðslu (þ. e. verulegar breytingar) eru sjaldgæfar, en eigi þær sér stað, verður vanalega að raða vélum á nýjan leik, jafnvel skipta um vélar, og breyta fyrirkomulagi verksmiðjunnar. Til dæmis um slfka framleiðsluhætti má nefna spunaverksmiðjur, sápuverksmiðjur, bílaverksmiðjur, síldar- og fiskimjölsverksmiðjur, frystihús, sem fram- leiða hraðfryst fiskflök, áburðarverksmiðjur, sem framleiða tilbúinn áburð, o. s.frv. 2. Afangaframleiðsla ( intermittent production). Þegar um áfangaframleiðslu er að ræða, eru margs konar hráefni unnin, unz þau hafa náð ákveðnu stigi eða áfanga, og síðan geymd. Þegar kauptilboð berst, er varan unnin að fullu. Slfkir fram- leiðsluhættir fela aldrei í sér rásframleiðslu, en hins vegar má iðulega koma við hópframleiðslu (batch production). Sem dæmi slfkrar framleiðslu má nefna smærri skip, landbúnaðarvélar, vefnaðarvélar, stór verkfæri, svo sem rennibekki, fræsivélar, borvélar o. fl. verkfæri, dieselvélar, frystivélar, stórvirkar vinnuvélar o.s.frv. 3. Endurtekin hópframleiðsla ( lot- repetitive). Akveðnir skammtar af nauðsynlegum hráefnum eru teknir og úr þeim framleidd fullunnin markaðsvara. Ymist eru þessir ákveðnu hráefnis- skammtar settir til vinnslu f verksmiðjunni, þegar þörf krefur, eða hlutar þeirra eru til hálf- eða fullunnir f vörugeymslu (sjá2. lið). Varan er tekin til samsetningar, þegar allir hlutar hennar hafa verið framleiddir eða útvegaðir. Þessiframleiðsluháttur einkennist af hópframleiðslu- aðferðinni. Magnið, sem tekið er til framleiðslu hverju sinni, miðast venjulega við eftirspurn. f nálega öllum verksmiðjuiðnaði hér á landi er þessi framleiðsluháttur viðhafður (eðasambland afhonum og hinum, sem nefndur er f 2. lið), en sem dæmi annars staðar frá má nefna framleiðslu algengra vefnaðarvéla, verksmiðjufram- leiddra húsa, fágætra véla o. s.frv. 4. S ty k kj af r amle ið s la (jobbing pro- duction). Venjulega er þá framleitt eitt stykkiafein- hverju og sjaldnast fleiri saman. Vélakostur verður að vera fjölbreyttur, og flestir verkamennirnir verða að vera iðnlærðir, og iðulega verða þeir að geta unnið við margbreytileg verkefni jöfnum höndum. Til þess að geta nýtt vélakostinn sem bezt þarf að skipuleggja vinnuna á hverja vél eins langtfram f tfmann og unnt er og fylgjast vel með gangi hvers verks. Verð- lagning er ýmsum erfiðleikum bundin, þar sem nálega hvert verk er einstætt og jafnvel gerólíkt verkum, sem áður hafa verið framkvæmd. Þessi framleiðsluháttur er algengur f alls kyns vélsmfði, allt frá stærstu dieselvélum, röflum, spennu- breytum og niður f smæstu hluta, sem smfða þarf af sérstökum ástæðum. Flestar vélsmiðjur, sem fást við nýsmfðar hér á landi, viðhafa þennan framleiðsluhátt að meira eða minna leyti. Enn fremur eimir eftir af þessu f húsgagnasmíði, fatagerð og fleiri iðngreinum, þar sem meistarinn vinnur með fáeinum sveinum. Jafnanerverð hinnarframleiddu vöru mikluhærra en það, sem gerist, þegar notuð er einhvers konar fjölda- framleiðslu-aðferð. 5. Þjónusta (service). Þjónusta er oftast látin f té vegna fullunninnar framleiðsluvöru og felst venjulega f því að koma fyrir nýjum tækjum á notkunar- stað, f viðgerðum eða endurnýjun á vélum og tækjum, sem eru orðin útslitin, breytingum á vélum og tækjum, sem ýmist eru ný eða notuð og þurfa lagfæringa eða breytinga við, svo að þau henti ákveðinni framleiðslu. Þjónusta er oftast einhvers konar viðgerðavinna. Fyrir- tæki, sem fyrst og fremst veitir þjónustu af þessu tagi, getur einnig fengizt við framleiðslu á varahlutum, sem eru þá iðulega framleiddir með hópframleiðslu-aðferð- inni, til þess að þeir verði ódýrari. Stórfellda viðgerðavinnu má skipuleggja á svipaðan hátt og framleiðsluvinnu, t.d. viðgerðir á bflahreyflum í stórum stfl, bflamálun, þvottahúsrekstur o. s. frv. , eða hvenær sem nægjanlegt magn af svipuðum verkefnum berst að nokkurn veginn óaflátanlega. Um vélakost og starfsfólk gildir sama og þegar um stykkjaframleiðslu er að ræða (sjá 4. lið). Þjónusta er oftast mjög dýr, og iðulega getur orkað tvímælis, hvort sé hagkvæmara að láta gera við vél eða farga henni og kaupa nýja f staðinn. Verulegur hluti iðnaðarstarfsemi hérlendis er sprottinn upp úr viðgerðastarfsemi. Orsök þessarar þróunar er að öðrum þræði sú, að tfmabundinn verkefna- skortur hefur orðið þeim mun tilfinnanlegri, sem véla- kostur viðgerðafyrirtækis hefur orðiðmeiri, fjölbreyttari og dýrari. Flest viðgerðavinna er að einhverju leyti háð árstfðum, og þvf vilja koma tfmabil, þegar sáralftil vinna berst að. Ef ekkert fæst að gert, standa vélar, tæki og hús lítið notuð eða alls ónotuð milli annatfma- bilanna, og nauðsynlegt reynist að segja upp verulegum hluta starfsfólksins. Slfku ástandi fylgja alltaf miklir örðugleikar, svo sem fjárhagslegt tap og endanlegur missir góðra starfsmanna, sem leita annað að tryggari atvinnu. Til þess að atvinnuleysistfmabilin verði ekki óbærileg né rfði fyrirtækjunum að fullu, hefur oftastverið reyntað hefja framleiðslustarfsemi í smáum stfltil þessaðskapa arðbæra vinnu og fylla upp f skörðin. Þessi ráðstöfun er mjög heppileg oggóð lausn, þegar finna má verksvið, sem eru í samræmi við þarfirnar. Þegar svo stendur á, er iðnaðarstarfsemin oftast auka- atriði, og afkoma fyrirtækisins er ekki undir henni komin nema að litlu leyti. Þegar viðgerðastarfsemi og framleiðslustarfsemi fara að nálgast það að verða jafnmikilvægir þættir f heildarstarfsemi fyrirtækis, koma f ljós feikilegir ókostir við að blanda þessum starfsviðum saman. Fljótt á litið gæti virzt, að þessi tvö starfsvið, sem iðulega geta verið nákvæmlega eins frá verklegu sjónar- miði, færu mjög vel saman. Gallarnir á þessu fyrir- IÐNAÐARMAL 5

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.