Iðnaðarmál - 01.01.1955, Page 10
Hinn feikilega mismun á arðsemi hinna ýmsu fyrir-
tækja má að miklu leyti rekja til mismunandi forsjálni,
hæfileika og dugnaðar iðjuhöldanna.
Störfum iðjuhölda má skipta í tvo höfuðþætci: fram-
leiðsluþátt (framleiðslu verðmæta úr hráefni) og verzl-
unarþátt (útvegun fjármagns, sölu framleiðlsunnar og
dreifingu hennar).
Hlutiall milli skipulags, vinnuaíls og stjórnunar.
Stjórnun (management) hefst fyrst,
þegar ákveðið hefur verið lögform starf-
seminnar og skipulag.
Ákveða má og sk'jalfesta skipulagstarfsemi algerlega
án tillits til þess, hvaða menn eiga að gegna hinum ýmsu
störfum. Þó er augljóst, að heppilegasta skipulagið er
samið í sem fyllstu samræmi við kunnáttu og getu
þess vinnuafls, sem tiltækilegt er. Enn fremur getur
verið æskilegt að finna einhvern meðalveg milli hins
"ídeala" skipulags og þess, sem miðast við það vinnuafl,
sem tiltækilegt er. Stjórnun er aftur á móti listin að
bræða og hamra saman í órofa heild starfsemi, sem
vinnur snurðulaust og liðugt. Öllum störfum,
vinnuafli og skipulagi, verður því að
stjórna.
Vísindalegri sundurgreiningu og vísindalegum
aðferðum verður beitt með miklu meiri árangri við
skipulagningu en stjórnun. Lausn skipulagsvandamála
leiðir iðulega til lausnar annarra vandamála.
Skipulagningu má fara með á vfsindalegan hátt að
miklu meira leyti en stjórnun. T. d. má hugsa sér
tilraunaaðferðir (sem verið geta algerlega happa- og
glappaaðferðir) og beita þeim við ákveðna þætti skipu-
lagsins. Aðferðirnar eru sfðan lagfærðar með frekara
tilliti til staðreynda og tilraunirnar enn reyndar nægilega
lengi og svo koll af kolli, þar til er reglur og lögmál
skapast, sem eru algild við svipaðar aðstæður og óháð
tfma. Þar sem slfkum aðferðum verður beitt með árangri
við skipulagningu, er réttlætanlegt að lfta á hana sem
vfsindi.
Framkvæmdastjórn.
Framkvæmdastjórn (administration)
er störf, sem lúta að stofnsetningu fyrir-
tækis og eru fólgin f þvf að skipa fjár-
málum þess, velja form þess, ákveða
höfuðstefnu þess, útvega nauðsynleg tæki
og áhöld, velja helztu starfsmenn þess og
gera drög að heildarformi skipulags, sem
það á að starfa eftir.
Það, sem hér hefur verið talið, er fyrst og fremst
störf stjórnar fyrirtækisins og áhrærir að mestu hinar
verzlunarlegu baráttuaðferðir.
Skipulag.
Skipulag (organisation) er tæki fram-
kvæmdastjórnarinnar. Skipulagning hefst
með því að ákveða deildarskiptingu innan
fyrirtækisins, ákveða tegund starfskrafta,
sem þarf til þess að inna af höndum þau
verk, sem ákveðin hafa verið, skýrgreina
starfsvið þeirra og ákveða og skýrgreina
sambandið milli deilda og starfsmanna.
Það, hversu vel skipulagsstarfið tekst, þ.e. hversu
góð samstilling næst, er að verulegu leyti undir þvf komið,
hversu til tekst um val haafra starfskrafta. Eftir þvf,
sem iðnaðarstarfsemi vex, verður skipulagningin meira
og meira hlutlæg (objective) f eðli sfnu og er sfður per-
sónulegum kostum einstaklinga háð. Sérfræðingar f
skipulagningu koma til, sem velja hverju sinni eftir
aðstæðum hið heppilegasta skipulagskerfi. Skipulags-
starfið gengur eins og rauður þráður f gegnum alla
iðnaðarstarfsemi, og enda þótt unnt sé að komast að
fræðilegri niðurstöðu, sem er ekki reist á persónulegum
kostum eins manns, kemur oft fyrir f reyndinni, að
missir ákveðinnar persónu getur valdið stórfelldum
breytingum f skipulagskerfi. Traust skipulag einkennist
m. a. af því, að öll starfsemin gengur sinn vanagang,
þótt mikilsráðandi starfsmaður sé fjarverandi um stund-
arsakir.
Stjórnun.
Stjórnun er störf, sem miða að þvf að
leiða iðnaðar starf semi f heild að þvf
takmarki, sem henni hefur verið ætlað,
bæði fjárhagslega og skipulagslega.
Fullkomin verksmiðja, vélar og starfslið, mundi
standa aðgerðalaus, ef enginn væri til þess að kveða
á um, hvaða verk skulu unnin, velja og þjálfa dug-
legan vinnukraft, ákveða skipulagskerfi og lfta eftir
vanastörfum (routine), en allt á þetta að tryggja, að
starfslið og vélar vinni hráefnin á samstilltan hátt og
miði að settu marki. Atburðir gerast ekki af sjálfum
sér. Atburðarásinni verður að stjórna, og vakandi auga
verður að hafa á allri starfseminni til þess að tryggja
lágmarks-framleiðslukostnað, hámarks-notagildi og
snurðulausan rekstur. Stjórnun gengur eins og rauður
þráður f gegnum alla iðnaðarstarfsemi.
f reyndinni er litið á framkvæmdastjóra (managers)
sem þá yfirmenn (executives), sem eru ábyrgir fyrir
framleiðsluaðferðum og framleiðslu (process and pro-
duction). Hins vegar eru þeir, sem bera ábyrgð á
fjárhagslegu gengi starfseminnar og arðsemi hennar,
nefndir forstjórar (higher executives). Þegar talað er um
störf framkvæmdastjórnarlegs (managerial) eðlis án
frekari skýrgreiningar, er ekki átt við störf þeirra, sem
ákveða stefnu (policy) fyrirtækisins og verzlunarlegar
baráttuaðferðir (business strategy) þess.
Höfuðeinkenni nútfmastjórnunar er að nota vísinda-
legar aðferðir f stað hinna úreltu aðferða óvissu, tilvilj-
unar og happs.
Kerfi.
Kerfi (system) er ákveðið fyrirkomu-
lag, sem byggt er upp til þess að samhæfa
aðgerðir starfsliðs og deilda.
Kerfi er búið til með þvf að útbúa eða finna upp
viðeigandi eyðublöð, skjöl, skýrsluform, skrásetningar-
aðferðog gefa fyrirmæli um, hvernig eyðublöðin o. s.frv.
skuli notuð til þess að veita framkvæmdastjórn og yfir-
stjórn fyrirtækis nauðsynlega vitneskju. Öllum kerfum
er ætlað að koma á reglu f stað óreiðu og sukks. Þess
vegna verða kerfin að vera miðuð við "standard"-form
allra upplýsinga. Ef þessi viðleitni er látin fara út yfir
eðlileg takmörk, verðurhún að skriffinnsku, semstendur
raunverulega allri starf seminni fyrir þrifum og tefur fyrir
eðlilegum afköstum. Ohófleg skriffinnska dregur úr
framleiðni (productivity).
Hvenær er vísindaleg stjórnun tímabær?
Tegund og eðli skipulags fer eftir stærð og eðli
fyrirtækisins. Almennt hefur aukinn vöxtur starfsemi f
för með sér hærra stig sérhæfingar, sem sfðar leiðir af
sér, að aukin skipulagning til samhæfingar og aukningar
stjórnar- og upplýsingakerfisins verður nauðsynleg.
Slfk áframhaldandi aukning ásamt aukinni skipulagningu
minnkar sffellt framleiðslukostnaðinn á hverri fram-
leiddri einingu, þar til er skipulagið verður svo flókið,
að erfitt reynist að stjórna starfseminni og kostnaðurinn
á hverja framleidda einingu fer að vaxa. A þessu
stigi er nauðsynlegt að grípa til vísinda-
4
IÐNAÐARMAL