Iðnaðarmál - 01.01.1955, Page 13

Iðnaðarmál - 01.01.1955, Page 13
50 ÁRA ÞRÓUN RAFORKUMALA A ISLANDI Fyrir skemmstu var minnzt f Hafnarfirði merkisatburðar í þróunar- sögu rafmagnsmála hérlendis, er hálf öld var liðin frá fyrstu vatnsvirkjun á fslandi. Hinnar einstökuframtakssemi brautryðjandans, Jóhannesar Reykdals, var verðuglega minnzt f öllumblöðum. Almenn hagnýting raforku hafði ekki átt sér langa sögu annars staðar 1 heiminum, er Reykdal byggði rafstöð sína. Fyrstu rafstöðvar 1 heiminum til almenningsnota voru byggðar í New York 1881-1882 og í Berlín um svipað leyti. Fyrsta rafveita f Danmörku er reist 1891 í Oðinsvéum. Þessarfyrstu rafveitur voru rakstraumsveitur með lágri spennu, og orkufærsla var óhag- kvæm eða ógerleg, væri um verulegar fjarlægðir að ræða. Eftir aldamót, þegar notkun riðstraums byrjar sam- fara aukinni háspennutækni, hefst svo hin almenna rafvæðing, sem nú er í algleymingi. Þróun rafmagnsmála hérlendis var hæg fyrstu þrjá tugi aldarinnar. Linuritið gefur hugmynd um þróunina. Notkun raforku var að mestu leyti til ljósa. Með auknum iðnaði jókst mjög orkuþörfin, sem eingöngu varð fullnægt með virkjunum f stórum stíl, svo að á siðustu 20 árum hefur orkufram- leiðslan þvf sem næst sautjánfaldazt. Ein verksmiðja, Aburðarverksmiðjan h. f., notar um 15.000 kw til fram- leiðslu sinnar. Mestallur iðnaður er nú rekinn með rafknúnum vélum. Allstór stétt manna starfar við raf- magnsframkvæmdir á ýmsum vett- vangi. Nú á síðari árum hefur einnig vaxið upp talsverður iðnaður á sviði rafmagns. 1 stuttu máli sagt væri hin geysi- lega þróun f athafnalífi þjóðarinnar nær óhugsandi án hinna stórfelldu fram- kvæmda f rafmagnsmálum. Eins og sézt hefur f blöðum undan- farið, liggja fyrir miklar áætlanir um auknar framkvæmdir f raforkumálum ánæstuárum. Allir landsmenn og sér- staklega þeir, sem við iðnað fást, fylgjast að sjálfsögðu af áhuga með þróun raforkumálanna. S. N. 1954-102.200 kw

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.