Iðnaðarmál - 01.01.1955, Qupperneq 16
4. mynd.
Or ammóniakverksmidjunni. Stjórntafla o.fl.
5. og 6. mynd.
Or sýruverksmiðjunni. Stjórntafla o.fl. (5.m.),
afhitaketill og ammóníakbrennari (6. m.).
7. mynd.
fsogsturn og ísogskútar sýruverksmiðjunnar.
8. — 11. mynd.
Or saltpétursverksmiðjunni. Kristallari (8.m.),
skilvinda (9.m.), kristallar f skilvindu (10. m.)
og sekkjun áburðarins (11. m.).
12. mynd.
Or rannsóknastofu. Efnagreining.
13. mynd,
Vikulegur viðræðufundur.
14. mynd.
Or skrifstofu.
15. mynd.
Aburðarkristallar, stækkaðir 25 sinnum.
Aburðartegund sú, sem framleidd er í Aburðarverk-
smiðjunni í Gufunesi nú f dag, er ammónfum-saltpétur
eða ammónfum-nftrat (NH4NO3). Þetta efnier köfnunar-
efnisáburður og inniheldur 33,5% köfnunarefni. Aðal-
hráefnin, sem notuð eru til framleiðslunnar, eru loft
og vatn, en auk þeirra er notað tiltölulega lftið magn af
öðrum efnum, svo sem kísilleir (sem notaður er til
húðunará áburðarkornunum), saltsýru (HCl) og vítissóda
(NaOH). Rafmagnið er sú orka, sem gerir kleifa um-
breytingu þessara hráefna f áburð. Gangur framleiðsl-
unnar er f fáum orðum sá, að fyrst eru framleidd vatnsefni
(H2) og köfnunarefni (N2), sem síðan eru sameinuð til að
mynda ammónfak (NH3). Or helmingi ammónfaksins
er framleidd saltpéturssýra (NHO3), sem sfðan erlátin
ganga í samband við hinn helming ammónfaksins til að
mynda ammónfum-saltpétur.
Vatnsefnið er framleitt með rafgreiningu vatns,
þannig að rakstraum er hleypt f gegnum 28% vatnsupp-
lausn af kalíum-hýdroxýði (KOH). Við það klofnar vatnið
f frumefni sfn, vatnsefni og súrefni. Þetta gerist f
svonefndum vatnsefniskerum. Til vatnsefnisframleiðsl-
unnar eru notuð um 12. 500 kw, sem eru um 87% af allri
orkunotkun verksmiðjunnar. Rafmagnið kemur sem
riðstraumur til verksmiðjunnar, enerbreyttf rakstraum
f kvikasilfursafriðlum til vatnsefnisframleiðslunnar.
Köfnunarefnið er unnið úr andrúmsloftinu (sem
inniheldur 79% N2) með eimingu, eftir að það hefur verið
gert fljótandi. Lofti er þjappað saman í 14,5 kg/sm^
þrýsting og það sfðan kælt f — 170°C með köldu gasi og
útþenslu, unzþaðverður fljótandi. Sfðan er köfnunarefnið
skilið frá f eimingarturni.
Ammóníakið er framleitt með þvf að leiða blöndu af
vatnsefni og köfnunarefni (f hlutfallinu 3 : 1) yfir hvata
undir um 300 kg/sm^ þrýstingi og við um 500°C hita, og
myndast þá ammónfak, ernemurum 15% af gasblöndunni.
Þetta gerist í svonefndri ammónfakflösku, er inniheldur
hvatann ásamt hitara til upphitunar á blöndunni fyrir
efnabreytinguna. Varmi sá, er losnar við efnabreytinguna,
er notaður til upphitunarinnar. Ammónfakinu er náð úr
blöndunni með þvf að þétta það og skilja sfðan ammóníak-
vökvann frá, en afgangur blöndunnar fer aftur yfir
hvatann ásamt viðbótargasi.
Saltpéturssýran er framleidd með þvf að brenna
fyrst ammónfaki yfirhvataog mynda köfnunarefnissýring
IÐNAÐARMAL