Iðnaðarmál - 01.01.1955, Síða 18

Iðnaðarmál - 01.01.1955, Síða 18
LÉTTIRSTÖRFIN TIL LESENDANNA Ætlunin er að kynna framvegis hér 1 ritinu ýmsar tæknilegar nýjungar 1 iðnaði, svo sem nýjar vinnuaðferðir og verkfæri, bættanvélakostog endurbæturá framleiðslu- háttum, er geta stuðlað að þvf að létta yður störfin og jafnframt auka framleiðni. Vér höfum fengið leyfi til að þýða og endurprenta efni og myndir úr ýmsum erlendum fram- leiðniblöðum, t. d. PRODUKTIVITETS NYT (danskt), TARGET (enskt) og AJOUR-SNI, Aktuelle nyheter (norskt). En vér leitum einnig til yðar, lesandi góður, um aðstoð til að safna fjölbreyttu efni á þessar sfður. Tilkynnið oss vinsamlegast um tæknilegar nýjungar, sem þér fréttið um eða finnið upp sjálfur 1 starfi yðar. Þótt vélarnar eða verkfærin, sem þér notið, séu áður alkunn, getur engu að síður tæknileg nýjung falizt í aðferðinni, er þér vinnið verkið með. Allar snjallar hugmyndir eruoss jafn- kærkomnar. Iðnaðarmál munu koma þeim á framfæri yður til sóma og öðrum til gagns. Gott er, að greinileg ljósmynd eða teikning fylgi lýsingu á nýjungunum, hvort sem þær teljast til vinnuaðferða, verkfæra, véla eða framleiðsluhátta. H.B. IEitt af þeim vandamálum, sem margir eiga við að etja, er þeir reyna að auka framleiðni fyrirtækis sfns, er húsnæðisvandamálið. f mörgum fyrirtækjum, jafnt stórum sem smáum, ererfittað skipuleggja vinnuna á hagkvæman hátt, af þvi að nægilegt húsrými er ekki til umráða. Auðvitað má stækka verkstæðið, ef skilyrði erutil þess og starfsemin er svo mikil, að hún rfsi undir þeim kostnaði, sem stækkun hefur f för með sér. En það má líka fara að eins og Nielsen skósmfðameistari f Kaupmannahöfn. Afgreiðsla hans og vinnustofa eru samanlagt minni en vinnustofan ein hefði þurft að vera. Hinn danski skósmiður lagði þvf niður fyrir sér vanda- málið og braut það til mergjar. A myndinni sjáið þér snjallt úrræði. Þessi einfaldi hilluvagn er á kúluhjólum og auðvelt að aka honum f hvaða átt, sem er. Nielsen hefur tvo slfka vagna. A daginn hefur hann annan þeirra f afgreiðslunni og setur á hann f röð og reglu allan skófatnað, er hann tekur á móti til viðgerðar, og ekur honum sfðanað kvöldi inn f vinnustofuna. Þetta er auðveld- ara en flytja skóna f fanginu á milli hillna. f vinnustofunni er síðan hægt að aka hillunni að þeim stöðum, þar sem hinar ýmsu viðgerðir fara fram daginn eftir, meðanhinnvagninner f afgreiðsl- unni og í hann safnast verkefni. Skósmiðurinn hefur með þessu fyrirkomulagi leyst f senn bæði geymslu- og flutningsvandamál. (Produktivitets Nyt, 9. h. 1954.) H.B. IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.