Iðnaðarmál - 01.05.1955, Side 3
f N
í\w
Fræðslukvikmyndir.............. 66
Tæknileg fræðsla, forystugrein . 67
Fulltrúi Tækniaðstoðar Banda-
ríkjastjórnar kveður Island .. 68
Guðlaugur E. Jónsson:
Rafgeislahitun ................ 69
Ný bók um matvælaiðnað......... 71
Kári Guðmundsson:
Mjólkurframleiðsla ............ 72
Islenzk frystivélasmíði ....... 74
D-vítamínbætt mjólk............ 77
Steingrímur Hermannsson:
Bifreiðaframleiðsla ........... 78
Nýtt tæki til fituvinnslu...... 80
Kynnisferðir til Bandaríkjanna . 82
Hópur sérfræðingá í vörudreif-
ingu ........................ 83
Nýr starfsmaður IMSÍ........... 83
Forsíðumyndin
er tekin í
Vélsmiðjunni
Héðni h.f.
og synir
fiamleiðslu
ammóníakloka,
sem notaðir eru
í frystikerfi.
Myndina tók
Hjálmar R.
Eárðarson.
Endurprentun háð leyfi útgefanda.
Ritstjórn:
Loftur Loftsson,
Guðm. H. Garðarsson,
Sveinn Björnsson,
Bragi Olafsson íábyrgðarm.).
Utgefandi:
Iðnaðarmálastofnun Islands,
Iðnskólahúsinu,
Skólavörðutorgi, Reykjavík.
Pósthólf 675. Sími 82833—4.
Áskriftarverð kr. 100,00 árg.
PRENTSMIÐJAN HOLAR H-F
v______________________________________/
Iðnaðarmál
2. ÁRG. 1955 • 5. HEFTI
mmt FRÆDSLA
Svo sem áður hefur verið drepið á í þessum dálkum, er hin fyrsta
heildaráætlun Iðnaðarmálastofnunar Islands um tæknilega fræðslu
nú að hefjast. Aætlun þessi er að mestu leyti til komin fyrir fjárhags-
lega aðstoð ogaðra fyrirgreiðslu, sem Tækniaðstoð Bandaríkjastjórn-
ar og Framleiðniráð Evrópu veita, og tekur þessi aðstoð til liinna
ýmsu greina atvinnulífsins. Alls munu nær 40 menn verða sendir til
annarra landa á þessu ári. Flestir eru þessir menn sérmenntaðir á ein-
hverju sviði og starfa í félagasamtökum eða stofnunum, sem hafa að-
stöðu til þess að hagnýta reynslu þeirra og þekkingu til gagns fjölda
manna. Stofnunin hefur leitað lil slíkra félagasamtaka og stofnana
unr val manna til námsferðanna, og hefur tekizt um þetta góð og náin
samvinna. Ætlazt er til, að þátttakendur hverrar námsfarar kynni sér
rækilega, áður en farið er, þau verkefni, sem fjalla á um, og geri sér
glögga grein fyrir, hvar vér erurn á vegi staddir í þeim efnum. Að lok-
inni námsför á svo hver hópur að skrifa sameiginlega skýrslu, þar
sem gerð er grein fyrir ástandinu í þessum efnum hér heima, livers
þeir urðu vísari í för sinni og hvað þeir telja, að vér gætum helzt hag-
nýtt oss af reynslu, þekkingu og vinnuhrögðum annarra þjóða. Þessar
skýrslur verða svo gefnar út, svo að hver, sem er, geti fræðzt um
árangur og niðurstöður fararinnar.
Námsferðir og skýrslur af þessu tagi hafa gefið mjög góða raun í
öðrum Evrópulöudum, og væntum vér oss einnig árangurs af þeim.
Þetta er ein þeirra aðferða, sem iðnaðarmálastofnanir annarra Ev-
rópulanda hafa beitt með miklum árangri til aukinnar framleiðni í
iðnaði, dreifingu og verzlun.
B. Ó.
IÐNAÐARMAL
67