Iðnaðarmál - 01.05.1955, Qupperneq 15
þau slegin í pressum í sérstökum mót-
um. ViS stóðum þarna við aðeins
stutta stund og sáum nokkra öxla mót-
aða úr glóandi járninu undir hlífðar-
lausum höggum pressunnar. Ég held,
að við höfum allir verið fegnir að
komast út í svalann.
Næst komum við inn í samsetning-
arverksmiðjuna. Blasti þar við okkur
tvöfalt færiband, sem kom upp úr
gólfinu. Á því sátu allslausar bifreiða-
grindur. Þegar við gægðumst niður,
sáum við tvo menn setja grindurnar á
með ákveðnu millibili. Þær voru sett-
ar á með sérstökum krana, og var
ávallt önnur tilbúin, þegar ein fór af
stað.
Á fyrstu stöðvunum voru menn
með gormaskálar, gorma, höggdeyfa,
öxla og annað þess háttar. Þessu var
komið fyrir á grindinni, þegar hún
fór fram hjá. Var skemmtilegt að sjá
hin snöru handtök.
A milli vagna á færibandinu virtist
vera rúm bíllengd. Þegar tekið er til-
lit til þess, að af bandinu konm um
tveir bílar á mínútu, sést, að hver bíll
þurfti að færast um 10 til 12 metra á
hálfri mínútu. Samkvæmt því var
hraði bandsins um 1,2 til 1,5 km á
klukkutíma.
Á þeirri hálfu mínútu, sem bíllinn
var að fara fram hjá hverri stöð,
þurftu handtökin að vera snör og ná-
kvæm til að ljúka því, sem gera þurfti.
Ég stóð nokkuð við á þeim stað, þar
sem hjólin voru sett á. Um leið og
grindin kom, settu tveir menn hjólin á
sinn stað. Aðrir tveir menn gripu raf-
knúnar handvélar, sem héngu niður
úr loftinu. Þær voru með fimm staut-
um og skrúfuðu alla fimm boltana á
hjólið samtímis. Vélarnar voru þann-
ig útbúnar, að boltarnir færðust sjálf-
krafa fram í stautana úr birgðahólfum
aftan við vélina. 011 tæki voru eins
fullkomin og hugsazt gat og nákvæm-
lega sniðin fyrir sitt verk. Þetta var
vissulega lítt sambærilegt við að
skipta um sprunginn hjólbarða í snjó
og bleytu heima á Islandi.
Einna athyglisverðust þótti mér þó
sú staðreynd, að hver bíll er að meira
eða minna leyti settur saman sam-
kvæmt pöntun. Sumir bílarnir höfðu
hjólbarða með hvítum hliðum, en
aðrir ekki. Sumir höfðu sjálfvirkt
vökvadrif, vökvastýri og ýmislegt
annað, sem lengi mætti telja. Auk þess
var þarna alla regnbogans liti að
finna. Þetta þurfti auðsýnilega að
skipuleggja mjög nákvæmlega.
Þegar flestallt hafði verið sett á
undirvagninn, kom hann að þeim
stað, þar sem vélin var sett á hann.
Vélin kom á færibandi ofan af efri
hæðinni og var látin síga niður og
henni snarað á sinn stað. Skömmu
seinna var húsið látið síga niður frá
efri hæðinni í heilu lagi. Sýnilegt var,
að færiböndin þurftu að vera öll ná-
kvæmlega samstillt, og virtist það
ekki auðvelt verk, þegar tekið er tillit
til hins mikla fjölda færihanda, sem
eru í verksmiðjunni. Leiðsögumaður
okkar tjáði okkur, að þau væru alls
um 800 km löng. Á einum stað kom
vélarhlífin sígandi niður. Ekki mun
þetta þó hafa verið hin sama hlíf, sem
við sáum í pressunni skömmu áður.
Okkur var sagt, að það tæki vélarhlíf-
ina fjóra tíma að fara frá pressunni
og á sinn stað á bifreiðinni. Það er
vissulega ekki langur tími til að mála
hana og slípa.
Við komum von bráðar að enda
samsetningarfæribandsins, enda voru
vagnarnir nú að öllu leyti samsettir.
Okkur var tjáð, að það tæki tvo tíma
að setja saman bifreiðina, talið frá
þeim tíma, sem grindin hóf göngu
sina, og þangað til vagninum var ekið
á brott.
Af færibandinu var bifreiðunum
ekið upp á kefli, sem stóðu upp úr
gólfinu. Þegar stigið var á bensingjaf-
ann, snerust keflin með hjólunum, en
bifreiðin stóð kvrr. Þannig voru vagn-
arnir reyndir nokkra stund og hlust-
að eftir hljóðum við breytilegan gang
vélarinnar. Síðan var vögnunum ekið
út á reynslusvæði, þar sem þeir voru
reyndir á ýmsan hátt og við breytileg-
ar aðstæður. Ef þeir stóðust prófið,
var þeim ekið inn í sal einn, þar sem
þeir voru hreinsaðir og fægðir, en
annars var þeim ekið inn á verkstæði
og gallarnir lagfærðir.
Eftir þessa ferð virtist mér auðveld-
ara að skilja, hvernig frandeiddar
voru meira en 5,5 milljónir fólksbif-
reiða í Bandaríkjunum síðastliðið ár.
í ár, er spáð, að framleiðslan muni
verða meira en 7 milljónir. Þó hafði
ég aðeins fengið tækifæri til að
skyggnast um í furðuheimi þessa iðn-
aðar í gegnum lítið skráargat. Stöð-
ugar breytingar verða á framleiðslu-
aðferðunum, og vart mun líða á
löngu, áður en það, sem ég sá nú,
telst úrelt. Til dæmis hafa að minnsta
kosti tveir mestu hifreiðaframleiðend-
urnir nú sett upp verksmiðjur, sem
heita mega alveg sjálfvirkar, til fram-
leiðslu á bifreiðahreyflum. Þeim er
stjórnað af flóknum ,.heilavélum“,
sem taka við skipunum í merkjakerfi
og stjórna flóknum framleiðsluvélum,
færiböndum og samsetningarvélum,
svo að varla kemur nokkur maður ná-
lægt, frá því að hinir ýmsu hlutir og
hráefni í framleiðsluna hverfa inn í
vélasamstæðuna og þangað til að
hreyfillinn kemur út fullsmíðaður.
Framleiðslan hefur þannig verið
margfölduð án aukins mannafla.
Einnig er sagt, að framleiðslan verði
betri og iafnari.
Eins og ég sagði í upphafi, er saga
þessi eflaust meira til gamans en
gagns okkur íslendingum. Þó getum
við vissulega tekið vélanienninguna
stórum betur í þjónustu okkar en nú
er almennt gert. Ferð sem þessi getur
örvað til framkvæmda og ýtt undir
leit að aðferðum, sem henta staðhátt-
um okkar íslendinga.
IÐNAÐARMAL
79