Iðnaðarmál - 01.05.1955, Page 8

Iðnaðarmál - 01.05.1955, Page 8
Kári GuSmundsson, mjólkureftirlitsmaðui ríkisins, lauk gagnfræðaprófi árið 1940. Hann gerðist matvælaeftirlitsfulltrúi héraðslæknisins í Reykja- vík 1. febr. 1947, og árið 1949 fór hann á vegum British Council og ís- lenzku heilbrigðisstjórnarinnar til Englands til frekara náms. Árið 1950 gerðist hann eftirlitsmaður með matvælum hjá borgarlækninum í Reykjavík, en 1. nóv. 1951 var hann settur mjólkureftirlitsmað'ur ríkisins og skipaður í það starf 24. júlí 1953. Stefna ber að þuí, að öll neyzlumjólk i landínu uerðí gerílsneydd. EftirKÁRA GUÐMUNDSSON Nokkur þekking á mjólk er ómiss- andi öllum þeim, er mjólk framleiða eða með hana fara á einn eða annan hátt. Einkum er undirstöðuþekking í meðferð mjólkur nauðsynleg mjólk- urframleiðendum og starfsfólki þeirra, svo og starfsfólki í mjólkurbú- um og mjólkurbúðum. Mjólk er vökvi sá, sem mjólkur- kirtlar spendýra gefa frá sér. I dag- legu tali og viðskiptum táknar mjólk þó oftast aðeins kúamjólk. En til manneldis er einnig notuð — auk móðurmjólkurinnar — geita-, sauða-, kapla-, hreindýra- og úlfaldamjólk. Mjólk er hin fullkomnasta fæða handa tnannlegum verum, enda eru í henni helztu næringarefni, sem vax- andi líkami þarfnast. Framleiðsla kúamjólkur fer nær eingöngu fram í hinum tempruðu beltum jarðarinnar og þó meira á norðurhvelinu. Með alls konar kyn- bótum og bættri meðferð kúnna hef- ur nythæðin aukizt stórum, og er kúa- mjólk nú orðin einn allra stærsti þátt- urinn í fæðu flestra menningarþjóða. Ekki er vitað með vissu, hvenær maðurinn byrjaði að leggja sér til munns aðra mjólk en móðurmjólkina, en talið er, að það hafi verið all- snemma. Sagnir herma, að 3000 ár- um fyrir fæðingu Krists hafi kúa- mjólk verið notuð til manneldis í Egyptalandi og Mesópótamíu. Framleiðsla kúamjólkur hefur alla tíð verið einn höfuðþáttur íslenzks landbúnaðar. Nautgriparækt hér á landi stóð í miklum blóma á söguöld, og hefur mönnum reiknazt til, að mjólkurkýr hafi þá verið talsvert fleiri en nú á dögum. í árslok 1954 reyndust mjólkurkýr vera um 32 þús- undir. Allt fram að síðustu aldamótum unnu mjólkurframleiðendur ein- göngu sjálfir úr mjólkinni. Rjóma- eða injólkurbú voru ekki til, en fram- leiðendur gerðu smjör, osta og skyr úr mjólkinni. FYRRI GREIN Nýtt tímabil í íslenzkum mjólkur- iðnaði hefst með stofnun rjómabúa. Fyrsta rjómabúið var stofnað árið 1900 að Seli í Hrunamannahreppi fyrir forgöngu Agústs bónda Helga- sonar. Rjómabúum fjölgaði, og urðu þau á næstu fimm árum 34. A þeim tíma var smjör útflutningsvara. Eng- lendingar voru kaupendur og keyptu um 100 tonn að meðaltali á ári. í fyrri heimsstyrjöldinni lögðust rjómabúin niður hvert á fætur öðru. Orsakir til þess voru aðallega þær, að eftirspurn eftir nýmjólk óx í kaup- stöðum, einkum í höfuðborginni, Reykjavík. Síðan komu mjólkurbúin til sögunnar. Fyrsta mjólkurbúið var sett á stofn í Reykjavík árið 1919. Að- alhlutverk þess var að hreinsa og ger- ilsneyða mjólk til neyzlu í bænum. Nú eru starfrækt í landinu niu mjólk- urbú: Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi, Mjólkurstöðin í Reykjavík, Mjólkurstöð Kaupfél. Suður-Borg- firðinga, Akranesi, Mjólkursamlag Borgfirðinga, Borgarnesi, Mjólkurstöð Kaupfélags Isfirðinga, ísafirði, Mjólkursamlag Húnvetninga, Blönduósi, Mjólkursamlag Skagfirðinga, Sauðárkróki, Mjólkursamlag Kaupfél. Eyfirð- inga, Akureyri, Mjólkursamlag Þingeyinga, Húsa- vík. Þótt hér séu 9 mjólkurbú, er langt í land, að allir landsmenn drekki ger- ilsneydda mjólk. I sveitum og þorp- um býr nær helmingur landsmanna. Þeir neyta ógerilsneyddrar mjólkur eingöngu. En vonandi verður þess ekki langt að bíða, að neyzlumjólk verði gerilsneydd í öllum kaupstöð- um, kauptúnum og þorpum, annað- hvort með fullkomnum gerilsneyðing- artækjum eða með ódýrum rafmagns- tækjum á þeim stöðum, þar sem íbú- ar eru það fáir, að fjárhagsástæður leyfa ekki fullkomin gerilsneyðingar- tæki. En þótt unnt sé að gerilsneða mjólk og gera hana þannig smitfría, veldur slæm meðferð rýrnun hennar (gerlagróðri). Mjólk, sem í er veru- legt magn af gerlum (lifandi eða dauðum), verður að teljast skemmd vara, hvað sem allri sýkingarhættu líður. Þess vegna er nauðsynlegt að vita, hvað veldur mjólkurskemmdum 72 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.