Iðnaðarmál - 01.05.1955, Side 16
Nýtt tœkí tíl FITUVINNSLU
í nokkrum límverksmiðjum í Eng-
landi hefur verið tekið í noktun nýtt
tæki, sem skilur fitu frá beinum, svo
að unnt er að vinna úr þeim lím eða
beinamjöl. Aður hefur alltaf orðið að
skilja fitu eða olíu úr fiski, dýrum eða
fræjum með suðu við mikinn hita,
svo að eggjahvítuefnin hlaupi saman,
♦
s
1. mynd. ÞverskurSur af hamrakvörn, sem
notuð er, þegar Chayen-aðferð er beitt.
selluveggirnir rofni og fitan, sem
þynnist við hitun, renni út, eða fitan
hefur verið skilin frá með heitum
upplausnarefnum. Þetta hefur haft ó-
heppileg áhrif á lýsi, þar sem það er
viðkvæmt fyrir hita.
Með hinni nýju aðferð, sem nefn-
ist CHAYEN-aðferð, er hvorki notað-
ur hiti né upplausnarefni, heldur er
fitan skilin frá með sterkum bylgjum
í köldu vatni. Eru beinin flutt með
straumi af köldu vatni í gegnum eins
konar hamrakvörn. Hamrar eða steng-
ur kvarnarinnar snúast á ási sínum
með allt að 3000 snúninga hraða á
mínútu og ummálshraða, sem nemur
3650 metrum á mínútu. Hamrarnir
eða stengurnar slá á yfirborð vatnsins
og ferðast í gegnum vatnsstrauminn
með þessum mikla hraða, og myndast
við það sterkar bylgjur eða titringur
í vatninu. Hefur þá vatnið svipuð
áhrif á selluveggi beinanna og fjöldi
loftbora. Við það rofna selluveggirn-
ir á augabragði, og fitan þvæst úr
sellunum, en í staðinn fyllast þær af
vatni. Út úr kvörninni kemur blanda
af vatni, fitu og beinamylsnu, sem lát-
in er renna í þró. í þrónni sezt fitan
ofan á vatnið, en beinamylsnan fellur
til botns. Síðan er fitan fleytt ofan af
og beinin skilin frá vatninu.
Hinn snögglegi skilnaður fitu frá
beinurn veldur því, að fita og vatn
mynda ekki stöðuga blöndu (emul-
sion). Skilst því fitan mjög auðveld-
lega frá vatninu á þann hátt, sem áður
var lýst.
Fita, framleidd með þessari aðferð,
er mun ljósari en sú fita, sem fram-
leidd er með hitunaraðferðum. Að-
eins þrem mínútum eftir að beinunum
er fleytt inn í hamrakvörnina, hefur
fitan verið skilin frá og sett á lýsis-
geymi, en beinamylsnan er tilbúin til
þurrkunar eða límvinnslu fimm mín-
útum síðar.
Þar sem bilið milli hamra og kvarn-
arhúss er tiltölulega stórt (10 cm),
myljast beinin tiltölulega lítið, enda
eru hamrarnir ávalir í endana. 1.
mynd sýnir þetta. í kvörn þeirri, senr
hér um ræðir, eru sex raðir fer-
strendra hamra, sem eru 19 mm á
hvern veg.
Vélin þarf urn 90 hestafla orku og
vinnur um 2 tonn af beinum á klukku-
stund. Bylgjurnar, sem rjúfa sellu-
veggina, hrífa allt af 5 cm dýpt inn í
beinin.
Áður en beinin fara í kvörnina,
verður að brjóta þau hæfilega smátt,
en vatnsmagnið, sem flytur þau, verð-
ur að vera nægjanlegt til þess að hylja
beinin, svo að bylgjurnar nái að hafa
áhrif á þau.
Tilraunir með vinnslu lýsis úr síld
og fisklifur með þessari aðferð hafa
gefizt mjög vel. Síldarlýsi hefur ekki
aðeins reynzt ljósara en þegar notað-
ar eru hitunaraðferðir, heldur og lykt-
arminna. Auk þess er í lýsinu minna
af lausum fitusýrum og mjölið fitu-
rýrara.
Úr þorskalifur, sem unnin hefur
verið í hinu nýja tæki, hafa náðst 98
2. mynd. Innra lag svínshúðar, áður en fitan er skilin úr því (til vinstri) og eftir að fitan
er skilin úr með Chayen-aðferð (til hœgri). Tvöföld stœkkun.
80
IÐNAÐARMAL