Iðnaðarmál - 01.05.1955, Blaðsíða 6
Hollustuhættir geislahitunar.
HeilsufræSingar eru eindregið
þeirrar skoðunar, að líkamanum sé
hollara og eðlilegra að gefa frá sér
hita við leiðslu en við geislun. Hætta
á sjúkdómssmitun minnkar og veru-
lega, ef hitastig andrúmsloftsins lækk-
ar.
Geislahitun veldur mun minna loft-
streymi í herbergjum en önnur hitun,
þar sem veggir verða heitastir að ofan
og kólna eftir því, sem neðar dregur.
Rykþyrlun verður þess vegna minni.
Einnig verður þá komizt hjá hinu
„þurra lofti“, sem ætíð vill fylgja
loft- og ofnahitun, en það orsakast af
rykögnum, sem komizt hafa i snert-
ingu við hið heita yfirborð ofnsins.
þornað þar eða orðið fyrir þurraeim-
ingu og borizt með straumnum út í
loftið. Slíkt ryk ertir mjög slímhimn-
ur öndunarfæranna.
Við geislahitun verður rakastig
loftsins hærra en með annarri hitun,
þótt rakamagn þess sé óbreytt, og staf-
ar það af hinu lága hitastigi andrúms-
loftsins.
Línurítið sýnir breytileika hitastigs frá gólfi
til lofts í leikfimisal, sem liitaSur er ein-
göngu meS útgeislun frá loftfleti. LínurítiS
á jafnt viS um hitastigiS viS útveggi sem
í miSjum sal.
Eswa-rafgeislahitunarkerfi.
Aðalhlutar Eswa-rafgeislahitunar-
kerfis eru plötur, sem eru samsett-
ar af þilplötum úr hörðu og gljúpu
trjátrefjaefni, 8,5 og 12,5 mm þvkk-
um (trétexi og masóníti). Milli þeirra
er sílagður svo sem þumlungs breið-
ur, örþunnur alúminíumborði sem
bitagjafi. Plötunum er komið fyrir á
innflötum herbergja, sem hita skal,
venjulega í loftið, þannig að harða
platan viti inn í herbergið. Þegar raf-
straum er hleypt á alúminíumborð-
ann, hitnar hann upp í 30—35°C.
Gljúpa platan er góður einangrari og
varnar — ásamt einangrun loftsins
sjálfs — hitanum að komast þá leið.
Harða platan verður aftur á móti
fljótlega gegnheit og geislar útrauð-
um hitageislum.
Straumurinn í plötunuin takmark-
ast annaðhvort af mótstöðu leiðarans
í plötunum eins og í venjulegum raf-
ofnum eða með því, að spennan er
felld með til þess gerðum einvefju-
spenni, ef svo fáar plötur eru á grein-
inni, að nægileg mótstaða fæst ekki
fyrir 220 volta spennu. Slíka temprun
verður að nota í flestum litlum íbúð-
arherbergjum, og eru þrjú temprun-
arstig þá notuð.
Sjálfstæð grein er venjulega lögð í
hvert herbergi um sig með tilheyrandi
vörum, stillirofa og sjálfvirku hita-
stilli. Þannig fæst sjálfstæð og sjálf-
virk hitastilling fyrir hvert herbergi
og sjálfstæð mæling eyðslu, sé þess
óskað.
Eswa-plötur eru framleiddar í
„standard“-stærðum, sem eru hinar
sömu og á venjulegum þilplötum. En
auk þess er hægt að fá þær gerðar eft-
ir máli.
Mjög er misjafnt, hve stóran hluta
loftflatarins þarf að þekja með hit-
unarplötum hverju sinni. Reikna
verður hitaþörf hvers herbergis og
leggja síðan hitaplötur í samræmi við
það, en álagið, sem notað er á hverja
flatareiningu, er frá 150 w/m2 í íbúð-
ar- og skrifstofuherbergjum og upp í
200 eða jafnvel 250 w/m2 í iðnaðar-
og samkomusölum. Venjulega er milli
50 og 100% loftflatarins þakið hita-
plötum. En sá hluti loftsins, sem hita-
plötur eru ekki settar á, er þá þakinn
þilplötum, sem eru eins að ytri gerð,
svo að heildaráferð raskast ekki. Plöt-
urnar eru negldar á lista, sem festir
eru neðan á stein- eða bitaloft, en
beint á klædd timburloft. Á bitaloft
og sperrur geta plöturnar komið í stað
klæðningar.
Ekki verður hjá því komizt, að
samskeyti platnanna sjáist á loftun-
um, en við frágang þeirra er um
margar leiðir að velja, og geta sam-
skeytin farið vel og myndað falleg
mynztur. Mála má plöturnar eins og
hverjar aðrar þilplötur.
Auk hinna venjulegu platna eru til
margar fleiri gerðir Eswa-platna, sem
ætlaðar eru til notkunar við misrnun-
andi skilyrði. Má t. d. nefna hljóð-
deyfandi plötur, þar sem harða platan
er þéttsett smágötum. Slíkar plötur
deyfa hljóð auk þess að vera hitaplöt-
ur. Kirkjubekkjaplötur eru sérstak-
lega ætlaðar til hitunar í kirkjum. Þær
eru festar aftan á bök og undir setur
bekkjanna og geisla hitanum beint á
kirkjugesti án þess að hita hið mikla
loftrúm og hina köldu veggi kirkjunn-
ar, svo að neinu nemi.
Eiginleikar
Eswa-rafgeislahitunarkeria.
Um eiginleika rafgeislahitunar-
kerfa má vísa til þess, sem að framan
var sagt um 'geislahitun ahnennt. Þó
er rafgeislahitun að ýmsu leyti frá-
brugðin þeirri geislahitun, sem hér er
algeng, þar sem vatn er notað sem
hitamiðlari. Vatn geymir alltaf mik-
inn hita, og temprun vatnskerfa hlýtur
því alltaf að verða nokkuð treg.
Sömuleiðis verður varla komið fyrir
á slíkum kerfum sjálfvirkri temprun
fyrir hvert herbergi nema þá með
óhóflegum tilkostnaði. Flutningur
hita úr einu efni í annað hefur og
ávallt í för með sér nokkurt orkutap.
Eswa-plötur geyma aftur á móti til-
tölulega lítinn hita. Temprun verður
þess vegna ör og auðveld. Herbergi er
orðið notalega heitt, um það bil 10—
20 mín. eftir að straumur er settur á.
Hinar sjálfstæðu lagnir að hverju
70
IÐNAÐARM A I.