Iðnaðarmál - 01.05.1955, Page 10

Iðnaðarmál - 01.05.1955, Page 10
1 T ý jfl fc., *** M* : n J 1 {w J M'*' h t ; fifl v- ■ " T meginþáttur iðnaðarins voru fiskiðju- verin eða hin svonefndu hraðfrysti- hús. Allar vélar til þeirra voru fyrst framan af fluttar inn fullsmíðaðar og stundum settar upp af erlendum iðn- aðarmönnum. í síðustu heimsstyrjöld óx eftir- spurn eftir frystum fiski á erlendum markaði stórkostlega, og þurfti því að byggja ný fiskiðjuver til þess að anna eftirspurninni. Vegna ófriðarins var ekki eins auðvelt og áður að afla nauðsynlegra tækja frá erlendum framleiðendum, og tóku því íslenzkar vélsmiðjur smám saman að leysa úr þeim vanda. Þessi þróun ásamt hinni almennu iðnvæðingu, sem átt hefur sér stað á undanförnum 20 árum, hleypti miklum vexti í járniðnað landsmanna, og upp risu vélsmiðjur, búnar hinum fullkomnustu tækjum. Vélsmiðjan Héðinn h.f. í Reykja- vík er ein þeirra vélsmiðja, sem vaxið hafa og dafnað með þeirri þróun, sem nú var lýst. Hún var stofnsett 1. nóvember 1922 af þeim Bjarna Þor- steinssyni vélfræðingi og Markúsi ívarssyni vélstjóra. í upphafi var gólfflötur smiðjunnar um 60 fermetr- slenzk Járnsmíðar hafa verið stundaðar hér á landi frá landnámstíð og munu jafnframt yera ein elzta iðngrein á ís- landi. Vélsmíði og vélaviðgerðir hefj- ast fyrst með tilkomu vélskipa upp úr síðustu aldamótum. Á tímabilinu frá aldainótum og allt fram undir síðari heimsstyrjöld voru verkefni vélsmiðja hérlendis nær eingöngu takmörkuð við viðgerðir og smíði varahluta í vél- ar. Meiri hluti þessarar vinnu skapað- ist af þörf sjávarútvegs og vinnslu sjávarafurða. Vélakostur vélsmiðja var þá næsta fábrotinn. Voru helztu verkfærin eldsmiðja, einfaldir renni- hekkir og litlar borvélar auk hand- verkfæra. Þrátt fyrir þetta óx upp stétt dugandi járnsmiða, sem kunnu iðn sína vel og nýttu hin fábrotnu verkfæri til fullnustu. Iðjuver og vélar til vinnslu sjávar- afurða voru af skornum skammti fyr- ir 1930, en á tímabilinu frá 1930 til þessa dags hafa slík iðjuver vaxið hröðum skrefum og eru nú orðin kjarni í iðnaði landsmanna. Einn 74 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.