Iðnaðarmál - 01.05.1955, Blaðsíða 4

Iðnaðarmál - 01.05.1955, Blaðsíða 4
Mr. Peter K. Daniells, fulltrúi Tækniaðstoðar Bandaríkjastjómar hér á landi, fæddist 13. ágúst 1924. Faðir hans er bandarískur, en móðir háns ensk. Mr. Daniells er að nokkru alinn upp í Englandi, en háskólamennt- un sína hlaut hann við Háskóla Kaliforníu. Hann réðst í þjónustu Banda- ríkjastjórnar árið 1949 að undangenginni þriggja ára herþjónustu. Mr. Daniells er kvæntur danskri konu, frú Karen, f. Fenger. Fulltrúi lækniaðstoðar Bandaríkjastjúrnar kveðnr island Mr. Peter K. Daniells. Fyrir réttu ári kom hingað til lands sem fulltrúi Tækniaðstoðar Banda- ríkjastjórnar mr. Peter K. Daniells. Hann kom hingað beint frá Kaup- mannahöfn, þar sem hann hafði starf- að í 4% ár í nánum tengslum við dönsku iðnaðarmálastofnunina. Því er ekki að leyna, að koma þessa ágæta drengs var mikið happ, því að fyrir ári voru tímamót í þróunarferli Iðnaðarmálastofnunar íslands. Stofn- unin hafði starfað í tæpt ár, og þá ný- verið hafði mér gefizt tækifæri til að kynnast lítillega, hvernig starfsemi iðnaðarmálastofnana nokkurra ann- arra Evrópulanda væri háttað. Af þessum kynnum mínum — og kynn- um mínum af starfsemi Framleiðni- ráðs Evrópu í París — varð mér ljóst, að starfsgrundvöllur Iðnaðarmála- stofnunar íslands hlyti að verða tals- vert annar og meiri en lauslega hafði verið fyrirhugað í upphafi, ef hún ætti að gegna svipuðu hlutverki í voru landi og hliðstæðar stofnanir í öðr- um Evrópulöndum. Enn fremur varð augljóst, að veigamikill hluti starf- sviðs hennar og stefnu hlyti að mótast að miklu leyti af starfsviði og stefnu Framleiðniráðs, sem er eins konar höfuðmiðstöð iðnaðarmálastofnana allra aðildarríkjanna, eins og kunnugt er. Við komu mr. Daniells eignaðist Iðnaðarmálastofnunin traustan og góðan samstarfsmann, sem var ávallt reiðubúinn til að ræða af skilningi öll vandamál, sem snertu starfsemi stofn- unarinnar, og leggja henni allt það lið, sem hann mátti. Þá stuðlaði hann að því, að stofnunin gæti hagnýtt sér aðstoð Framleiðniráðs og Tækniað- stoðar Bandaríkjastjórnar, m. a. með því að lijálpa til við að skipuleggja og afla styrks til þess að koma á laggirn- ar heildaráætlun Iðnaðarmálastofn- unarinnar um tæknilega fræðslu, sem nú er hafin. Nú, þegar mr. Daniells hverfur héðan af landi brott, eru enn tímamót í þróunarferli Iðnaðarmálastofnunar íslands. Framundan er framkvæmd áðurgreindrar heildaráætlunar, sem verður prófsteinn á þá háttu, sem nú er fylgt um stefnu og starfsgrundvöll stofnunarinnar. Héðan fer mr. Daniells til Spánar til þess að starfa þar á vegum Tækni- aðstoðar Bandaríkjastjórnar að svip- uðum málum og hann hefur starfað að hér, en Spánverjar eru nú að koma á fót iðnaðarmálastofnun hjá sér. Um leið og vér óskum mr. Peter Daniells gæfu og gengis í hinu nýja starfi, þökkum vér honum fyrir störf hans hér á landi í þágu Iðnðarmála- stofnunar íslands og þann hlýhug og vinarþel í garð íslands, sem sífellt hefur einkennt öll viðskipti hans við oss. Mr. Daniells hefur eignazt marga vini hér á landi, og veit ég, að þeír munu fleiri en vér, sem sakna hans. Bragi Ólajsson. | 68 IÐNAÐARM AL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.