Bæjarins besta - 08.01.2009, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Eftirtaldir einstaklingar fengu atkvæði í valinu á Vestfirðingi ársins 2008: Magnús Hauksson, Rúnar Óli Karlsson og Sigurður Jónsson, Sigurður Arnfjörð Helgason, Peter Weiss,
Marsibil G, Kristjánsdóttir, Jón Friðrik Jóhannsson, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Steinþór J. Gunnarsson, Elfar Logi Hannesson, Halldór Hermansson, Grímur Atlason, Örn Elías Guð-
mundsson, Valdimar Gunnarsson, Hálfdán Guðröðarson, Lárus Guðmundur Valdimarsson, Reimar Hafsteinn Vilmundarson, Einar Þór Gunnlaugsson, Þorsteinn Másson, Matthías Vil-
hjálmsson, Jón E. Alfreðsson, Ingibjörg Óladóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Halldór Eraclides, Víðir Hólm Guðbjartsson, Kolbeinn Einarsson, Ævar Einarsson, Aðalbjörg Þorsteinsdóttir,
Hermann Hermannsson, Jón Jónsson, Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Guðrún Ásgerður Sigurvinsdóttir, Anna Gunnlaugsdóttir, Magnús Ólafs
Hansson, Katrín Dröfn Markúsdóttir, Þóra Þórðardóttir, Fjallabræður frá Flateyri, Guðmundur Helgason, Magni Örvar Guðmundsson, Þórir Karlsson, Þorleifur Ágústsson, Guð-
mundur M. Kristjánsson, Hjalti Þórarinsson, Halldór Smárason, Ástþór Skúlason, Marinó Thorlacius, Hermann Níelsson, Finnbogi Jónasson, Haukur Vagnsson, Flugfélagið Ernir, Finn-
bogi Hermansson, Smári Haraldsson, Elías Guðmundsson, Karólína Guðrún Jónsdóttir, Níels Ársælsson, Sigrún Gerða Gísladóttir, Hallgrímur Sveinsson, Sigríður Albertsdóttir, Guð-
finna Sigurjónsdóttir, Ylfa Mist Helgadóttir, Guðbjörg Ingvarsdóttir, Ragnhildur Inga Sveinsdóttir, Egill Kristjánsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Ásrún Sigurjónsdóttir, Jón Bjarnason,
Hinn eini sanni verkamaður, Reynir Traustason, Önundur Hafsteinn Pálsson, Hlynur Þór Magnússon, Hildur Hávarðardóttir, Herbert Guðmundsson, Karl Eskill Pálsson, Orri
Sverrisson, Bogi Ragnarsson, Einar Örn Konráðsson, Þorbjörn Steingrímsson, Sigrún Pálmadóttir, Matthildur Helgadóttir, Benedikt Sigurðsson, Halldór Gunnar Pálsson, Torfhildur
Torfadóttir, Stefán Dan Óskarsson og Rannveig Hestnes, Gunnar Sigurðsson, Emil Pálsson, Bryndís Friðgeirsdóttir, Herdís Albertsdóttir, Soffía Vagnsdóttir og Jakob Valgeir Flosason.
Egill Kristjánsson tekur við viðurkenningu og farandgrip í tilefni útnefningarinnar. Með honum á myndinni eru þær Thelma Hjaltadóttir blaðamaður
á BB og Dýrafinna Torfadóttir, gullsmiður frá Gullauga á Ísafirði sem stendur að valinu ásamt bb.is og hugbúnaðarfyrirtækinu Eskli hf., í Reykjavík.
Aldraður sjómaður á Suðureyri
kjörinn Vestfirðingur ársins 2008
Vestfirðingur ársins 2008
samkvæmt vali lesenda frétta-
vefjarins bb.is er Egill Krist-
jánsson, 88 ára gamall sjómaður
á Suðureyri við Súgandafjörð.
Egill stundar enn sjóinn þrátt
fyrir háan aldur, hann er trúr
sinni heimabyggð, sem og landi
og þjóð, er staðfastur í sínum
störfum, bindindismaður á vín
og tóbak og hraustmenni mikið,
eins og segir í ummælum les-
enda bb.is um hina öldruðu hetju
alþýðunnar. „Hann er hornsteinn
vestfirsks samfélags, lifandi fyr-
irmynd fyrir unga sjómenn,
hörkutól og einstakt góðmenni,“
eins og einn lesandi vefjarins
orðaði það.
Í öðru sæti í vali á Vestfirðingi
ársins 2008 varð Önundur
Hafsteinn Pálsson á Flateyri,
stofnandi og eigandi upptöku-
versins Tanksins í Önundarfirði.
Eftirfarandi höfðu lesendur
bb.is að segja um Önund Haf-
stein: „Hefur sýnt dugnað og
bjartsýni við uppbyggingu á fyr-
irtæki sínu, er stórhuga og skap-
andi ljúflingur sem hefur sýnt
og sannað að hægt er að fram-
kvæma stórhuga hugmyndir
utan marka höfuðborgarsvæð-
isins, hefur af eldmóði skapað
sjálfum sér og fleirum atvinnu
við hljóðupptökur í gömlum lýs-
istanki á Flateyri, hefur lagt fram
mikið framlag til vestfirskrar
tónlistarmenningar, flottur frum-
kvöðull á Flateyri.“
Í þriðja sæti varð Þorbjörn
Steingrímsson á Garðstöðum í
Ísafjarðardjúpi. Eftirfarandi
höfðu lesendur bb.is að segja
um Þorbjörn: „Hefur mikinn
áhuga á gömlum bílum, hirðir
ónýta bíla og kemur þeim í verð.
Heldur Ísafjarðarbæ hreinum af
gömlum bíldruslum, var til-
nefndur til umhverfisverðlauna
af Hringrás. Hefur um margra
ára skeið sýnt myndarlegt fram-
tak í förgun bílhræja og öðru
járnarusli í samfélaginu.“
Í fjórða sæti varð Sigrún
Pálmadóttir, sópransöngkona
frá Bolungarvík. Um Sigrúnu
höfðu lesendur bb.is eftirfarandi
að segja: „Kom, sá og sigraði í
La Traviata, fékk viðurkenningu
sem söngvari ársins á Grímunni,
frábær söngkona, kom Vestfirð-
ingum á kortið í menningar- og
listaheiminum á Íslandi.“
Í fimmta sæti varð Matthildur
Helgadóttir, framkvæmdastjóri
á Ísafirði. Um Matthildi höfðu
lesendur bb.is eftirfarandi að
segja: „Hefur unnið gott starf í
jafnréttismálum og barist gegn
kyndbundnu ofbeldi, flott kona
með frábærar hugmyndir. Hefur
kynnt Vestfirði á nýstárlegan
hátt með óbeislaðri fegurð, var
valin til að halda ræðu á 52.
þingi kvennanefndar Samein-
uðu þjóðanna sem haldið var í
New York, kjarnyrt kona sem
liggur ekki á skoðunum sínum.“
Jafnir í fimm næstu sætum
voru eftirtaldir einstaklingar:
Benedikt Sigurðsson, sundþjálf-
ari frá Bolungarvík, Halldór
Gunnar Pálsson, tónlistarmaður
með meiru frá Flateyri, Torf-
hildur Torfadóttir á Ísafirði og
elsti íbúi landsins, hjónin Stefán
Dan Óskarsson og Rannveig
Hestnes, líkamsræktarfrömuðir
á Ísafirði og Gunnar Sigurðsson
frá Ketilseyri í Dýrafirði.
Alls fengu 94 einstaklingar
atkvæði í kosningunni en hátt á
þriðja hundrað manns tóku þátt
í kjörinu. Þeir einstaklingar sem
voru í fimm efstu sætunum
fengu rúmlega 40% greiddra at-
kvæða. Næstu fimm fengu 15%
greiddra atkvæða og aðrir minna.
Vestfirðingur ársins 2008 fékk