Bæjarins besta - 08.01.2009, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Útgefandi:
H-prent ehf.,
kt. 600690-1169,
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður,
sími 456 4560, fax 456 4564
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, bb@bb.is
Blaðamenn:
Thelma Hjaltadóttir,
símar 456 4693 og 849
8699, thelma@bb.is
Birgir Olgeirsson, símar
456 4560 og 867 7802,
birgir@bb.is
Ritstjóri netútgáfu bb.is:
Sigurjón J. Sigurðsson
Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson, sími
894 6125, halldor@bb.is.
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
og Halldór Sveinbjörnsson
Lausasöluverð er kr. 400
eintakið með vsk. Veittur er
afsláttur til elli- og örorku-
lífeyrisþega. Einnig sé greitt
með greiðslukorti.
Önnur útgáfa:
Ferðablaðið
Á ferð um Vestfirði. ·
ISSN 1670 - 021X
Ritstjórnargrein
Spurningin
Eyðir þú minni
fjármunum í flug-
eldakaup í ár?
Alls svöruðu 597.
Já sögðu 434 eða 73%
Nei sögðu 163 eða 27%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Helgarveðrið
Horfur á föstudag: Stíf
suðlæg átt með skúrum
eða éljum sunnan- og
vestanlands. Hiti 5-10
stig. Horfur á laugar-
dag: Gengur í norð-
austanátt með snjó-
komu norðanlands.
Horfur á sunnudag:
Austan- og NA-átt með
snjókomu eða slyddu.
Kólnar í veðri.
Hin aldna alþýðuhetja
Í viðtali Bjarna Brynjólfs-
sonar við Jóhann Jónasson
hjá 3X Technology var í
þrígang farið rangt með
föðurnafn Alberts Högna-
sonar og hann sagður Mar-
zelíusson. Þá var móðir
Jóhanns sögð Vagnsdóttir
en hún er að sjálfsögðu
Valgeirsdóttir.
Eru hlutaðeigendur beðn-
ir velvirðingar á þessum
mistökum.
Hann stundar enn sjóinn 88 ára gamall. Trúr heimabyggðinni,
landi og þjóð; staðfastur í öllu er hann tekur sér fyrir hendur, bind-
indismaður og hraustmenni mikið. ,,Hann er hornsteinn vestfirsks
samfélags, lifandi fyrirmynd fyrir unga sjómenn, hörkutól og ein-
stakst góðmenni.“
Þetta er meðal þess sem lesendur fréttavefjarins bb.is tilgreindu
fyrir þeirri ákvörðun sinni að velja aldraðan sjómann á Suðureyri
sem Vestfirðing ársins 2008. Fólk virtist ekki í vafa. Höfðinginn
Egill Kristjánsson fékk helmingi fleiri atkvæði en sá er næstur
kom og var þó ekki í kot vísað hjá Önundi Hafsteini Pálssyni á
Flateyri, stofnanda og eiganda upptökuversins Tanksins, manns
sem sýnt hefur einstakan dugnað og bjartsýni við uppbyggingu á
fyrirtæki sínu og sannað að það þrífst sitthvað utan borgarmúranna,
sé rétt á málum haldið.
Egill Kristjánsson er áttundi í röðinni sem lesendur bb.is velja
sem Vestfirðing ársins. Fyrstur í valinu, 2001, varð Guðmundur
Halldórsson, sjómaður í Bolungarvík, sem þá stóð í stafni í rétt-
indabaráttu smábátasjómanna.
Ætli það sé tilviljun, nú þegar hver holskeflan af annari hefur
riðið yfir efnahag þjóðarinnar og menn standa ráðalitlir í útsoginu,
yfir allri eyðileggingunni, skuli sjónir Vestfirðinga beinast að
manni eins og Agli Kristjánssyni. Varla.
Vestfirðingum er það ef til vill öðrum fremur ljósara af alda-
gamalli reynslu að öll él birtir upp um síðir; eftir áföll verða þeir
að hefjast handa, taka höndum saman. Til forustu er þeim þá best
treystandi sem vita að kapp er best með forsjá; fólki sem lætur
ekki ágirndina eftir hinu forgengilega villa sér sýn; fólki, sem
hefur velferð allrar áhafnarinnar í fyrirrúmi og veit að ella verður
landi ekki náð; fólki með viðhorfi öldungsins á Suðureyri til lands
og þjóðar.
BB færir Agli Kristjánssyni kveðjur og hamingjuóskir.
Breyting á Bæjarins besta
Á tímum hraðfréttaflutnings er við því að búast að fréttir
vikublaða séu alla jafnan ekki þær nýjustu. Því hefur verið
ákveðið Fréttavefurinn bb.is, sem gefið hefur góða raun og er afar
mikið lesinn, verði fyrst og síðast vettvangur daglegra frétta.
Blaðið birti aftur á móti það sem kalla mætti efnismeiri fréttir og
umfjallanir um hagsmunamál Vestfirðinga; viðtöl, svo sem verið
hefur, og verði í ríkari mæli vettvangur daglegs lífs og viðhorfs
íbúanna til opnara og betra samfélags. Það er einlæg von okkar að
vel takist til. Allur stuðningur lesenda til að svo megi fara er vel
þeginn. s.h.
Samkvæmt tillögum í fjár-
laganefndar Alþingis verður
Hornstrandastofu lokað á næsta
ári. Hjalti Guðmundsson hjá
Umhverfisstofnun segir lokun-
ina vera vonbrigði og að þau
verðmæti sem hafi skapast við
stofnun stofunnar muni tapast.
„Okkur þykir það miður að
þurfa að framfylgja þessum til-
lögum,“ segir Hjalti. Aðspurður
hvort honum þyki lokun Horn-
strandastofu réttmætur niður-
skurður segist Hjalti ekki geta
sett sig í dómarasæti.
„Ég ætla ekki að setja mig í
dómarasæti um það hvernig
fjárlaganefnd hugsar sína hluti
en mér þykir þetta ekki gott mál
eins og að líkum lætur. Stofnun
stofunnar var komin langt á leið
og gekk mjög vel. Við höfðum
ráðið starfsmann og starfsemin
var komin vel á veg. Óneitan-
lega tapast verðmæti þegar
stofnun sem er ný tilkomin lokar
og erfitt að bakka út úr svona
hlutum,“ segir Hjalti.
Hornstrandastofa var ein af
tillögum Vestfjarðanefndarinn-
ar og var á fjárlögum þessa árs.
Fimmtán milljóna króna fjár-
veiting var veitt til að koma á
fót og starfrækja gestastofu á
Ísafirði, sem tengist friðlandinu
á Hornströndum, og var for-
stöðumaður ráðinn í vor. Þá
verður ekki farið í stofnun gest-
stofu á Látrabjargi eins og til
stóð. – birgir@bb.is
Hornstrandastofu lokað
Á annað hundrað manns tók þátt í þögulum mótmælum á Silfurtorgi á Ísafirði á laugardag. Um var að ræða samstöðu við
mótmæli sem hafa farið fram á Austurvelli í Reykjavík og á Ráðhústorginu á Akureyri undanfarna laugardaga. Lengi hafði
verið talað um að efna til mótmæla, og þar með taka undir með Íslendingum á öðrum landshornum, en ákvörðunin var tekin
samdægurs. Góð mæting var þrátt fyrir það enda bárust fregnir af framtakinu hratt á milli manna og tóku rúmlega 100 manns
sér stöðu á Silfurtorgi og veifuðu kröfuspjöldum. Stefnt er að því að mótmæli fari fram á Silfurtorgi kl. 15 næstu laugardag
og er stefnt að því að einhverjir ræðumenn komi þar fram. Rétt er að taka fram að mótmælin eiga að fara friðsamlega fram.