Bæjarins besta - 08.01.2009, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?
Að fara að ósk eiginkonunnar og brjótast frá Ísafirði til Flat-
eyrar þann 25. október 1995 og lenda svo sjálfur í flóðinu um
nóttina.
Hvar langar þig helst að búa?
Flateyri
Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?
Þegar ég komst að því að tveir synir mínir komust lífs af í
snjóflóðinu á Flateyri 26. október 1995.
Mestu vonbrigði lífs þíns?
Snjóflóðið 1995.
Mesta uppgötvunin í lífi þínu?
Sú erfiðasta var þegar KONAN mín vissi meira um vélina í
bátnum okkar en ég!
Uppáhaldslagið?
Þau eru reyndar mörg, s.s. Er það hafið eða fjöllin, Í fjarlægð,
en um hátíðarnar t.d. Helga nótt, svo má nefna Mexican girl.
Uppáhaldskvikmyndin?
Elska Bond
Uppáhaldsbókin?
Fljótt, fljótt sagði fuglinn – af því ég komst upp með að lesa
bara 10 síður og fá 8 fyrir á stúdentsprófinu!
Ógleymanlegasta ferðalagið?
Sumarfríið 2003 með konunni, tveim systrum hennar og
dönskum svila mínum um V-Evrópu.
Uppáhaldsborgin?
Kaupmannahöfn
Besta gjöfin?
Synir mínir, tengdadætur og barnabörn.
Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?
Án efa.
Hvaða hlut geturðu alls ekki verið án?
Gleraugnanna og morgunkornsins frá Actavis.
Fyrsta starfið?
Afgreiðslumaður í verslun pabba 10 ára gamall.
Draumastarfið?
Það sem ég er í hverju sinni Hvaða frægu manneskju hefur þér
verið líkt við? Einar Kristinn ráðherra og vin minn – en það var
áður en ég tók að vaxa á þverveginn!
Fallegasti staðurinn á Íslandi?
Vestfirðir – get ekki gert upp á milli staða.
Skondnasta upplifun þín?
Af því sem segja má frá, ætli það hafi ekki verið þegar ég lék
Grýlu einu sinni á skemmtun í samkomuhúsinu á Flateyri.
Aðaláhugamálið?
Félagsmál, ferðalög og fjölskyldan.
Besta vefsíðan að þínu mati?
Ekki vafi – það er upphafssíðan mín: bb.is.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Trésmiður
Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?
Jákvæðni og þolinmæði.
En helsti löstur?
Jákvæðni og þolinmæði.
Besta farartækið?
Fordinn minn Explorer.
Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?
Aðfangadagur jóla.
Til hvaða manneskju lítur þú mest upp til?
Jesú Krists.
Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?
Eiríkur Finnur, þó ekki væri nema vegna: Til borgarinnar hann
brá sér/ og byrjaður er að ná sé/ glaður í kvöld/ í góðvinafjöld/
Eiríkur Finnur á sér.
Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?
Þegar ég borða.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Voginni.
Lífsmottóið þitt?
Þeir fiska sem róa.
Eiríkur Finnur Greipsson hefur í árafjöld getið sér gott orð sem aðstoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Vestfirðinga, en hann lét af störfum þar í haust eftir tólf ár í sparisjóðabransanum. Hann var ráðinn
framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar í Hnífsdal frá áramótum og hefur því í nógu að snúast þessa dagana.
Hann tók sér þó tíma að svara nokkrum spurningum fyrir BB og skilaði þeim með sóknarkveðju úr
himneskri dýrðinni í Önundarfirði og von um skjótan efnahagsbata og handleiðslu guðs.
Inn að beini Eiríkur Finnur Greipsson,framkvæmdastjóri
Erlendum ríkisborgun-
um fjölgaði um 139 á Vest-
fjörðum á síðasta ári á sama
tíma og íslenskum ríkis-
borgurum fækkaði um 74.
Eins og fram hefur komið
fjölgaði íbúum Vestfjarða
65 eða 0,9% og er það í
fyrsta skipti síðan 1981 sem
að fólki fjölgar í fjórðungn-
um. Mest fjölgun varð í
Bolungarvík 6,4%, í Reyk-
hólahreppi fjölgaði íbúum
um 4,9% og Tálknafirði um
4,1%.
Mesta fækkunin varð í
Vesturbyggð 2,1% og í
Strandabyggð þar sem hún
var 2,0%. Af einstökum
þéttbýlisstöðum fjölgaði
mest á Ísafirði, um 40 manns
en mesta fækkunin varð
hins vegar á Þingeyri 33 og
Flateyri 28. Frá þessu var
sagt á vef Byggðastofnunar.
Fleiri út-
lendingar
Bjórverksmiðja á Ísafirði
gæti litið dagsins ljós í nán-
ustu framtíð. Neil Shiran
Þórisson, verkefnastjóri hjá
Atvinnuþróunarfélagi Vest-
fjarða, segir félagið hafa
komið að gerð viðskipta-
áætlunar fyrir tvo aðila sem
hafi hug á að opna bjór-
verksmiðju á Ísafirði en
meira getur hann ekki tjá
sig um málið að sinni vegna
trúnaðar við aðilana. Stein-
þór Bragason, framkvæmda-
stjóri Alsýnar á Ísafirði,
sagði í samtali við blaðið
að Alsýn væri að vinna að
19 verkefnum og þar á með-
al bjórverksmiðju.
„T.d. er það bjórverk-
smiðjan og er komin fjár-
festir í það verkefni,“ sagði
Steinþór. Heimildir Bæjar-
ins besta herma að verkefn-
ið hafi verið komið á það
stig að búið var að skoða
húsnæði sem þótti henta
bjórverksmiðju á Ísafirði og
hafi verið komnir fjárfestar
að henni. Verkefnið er þó í
bið núna eftir að fjármála-
kreppan skall á Íslandi.
Bjór á
Ísafirði?