Bæjarins besta - 08.01.2009, Side 9
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 9
Kæru Vestfirðingar!
Frá og með nýliðnum áramótum tók opnunartími nokkurra afgreiðslna
Sparisjóðsins á Vestfjörðum breytingum. Opnunartími útibúa á
Vestfjörðum verða sem hér segir:
Króksfjarðarnes kl. 11:00 - 16:00
Patreksfjörður kl. 09:15 - 16:00
Tálknafjörður kl. 12:30 - 16:00
Bíldudalur kl. 12:30 - 16:00
Þingeyri kl. 12:30 - 16:00
Flateyri kl. 12:30 - 16:00
Ísafjörður kl. 09:15 - 16:00
Súðavík kl. 12:30 - 16:00
Símaþjónusta verður í boði frá kl. 09:00 -16:00 í síma 450 2500.
Fyrirkomulag póstdreifingar sem Sparisjóðurinn annast á svæðinu
mun ekki taka neinum breytingum.
Minnum á að Heimabankinn er ávallt opinn og aðgengi að hrað-
bönkum á starfssvæðinu verður óbreytt.
Með nýárskveðjum.
„Við gerum okkur grein fyrir
því að það er þröngt í búi og það
fyrsta sem menn skera niður er
dekur við einhverja tónleika út
á landi. Það er ljóst að Ísafjarð-
arbær og Menningarráð Vest-
fjarða styrkja hátíðina í ár og þá
er búið að tryggja grunninn að
því að hátíðin verður haldin á
páskum í ár,“ segir Guðmundur
M. Kristjánssonar, einn að-
standenda tónlistarhátíðarinnar
Aldrei fór ég suður, en fram-
kvæmdanefnd hátíðarinnar kom
saman milli jóla og nýárs til að
fara yfir stöðu mála og ákvarð-
anatöku vegna næstu hátíðar.
Aðspurður hvort nefndin hafi
annað húsnæði í huga í ár en á
Ásgeirsbakka, þar sem hátíðin
hefur verið haldin tvö síðustu
ár, segir Guðmundur að ekkert
hafi verið ákveðið í þeim efnum.
„Okkur hefur líkað mjög vel
að vera niður á Ásgeirsbakka
en það hefur ekkert verið þreifað
á því hvort það standi til boða í
ár. Við munum væntanlega leita
til þeirra fyrst.“ Hann segir
hátíðina hafa staðið undir sér á
síðasta ári. „Við erum ekki að
horfa fram á að þurfa borga
skuldir síðasta árs og er mark-
mið okkar að koma alltaf út á
núlli. Við erum ekki í þessu til
að græða peninga,“ segir Guð-
mundur.
Hann segir nefndina ekki
búna að ráða rokkstjóra fyrir
næstu hátíð en vilji sé innan
hennar að rokkstjóri síðustu
tveggja hátíða, Hálfdán Bjarki
Hálfdánsson, verði rokkstjóri að
nýju. „Hann er hins vegar í fullu
starfi hjá Ísafjarðarbæ sem upp-
lýsingafulltrúi og við munum
kannski leita til sveitarfélagsins
um að fá að nota hann sem slíkan
í gegnum bæinn. Við vitum hins
vegar ekki hvernig það verður,“
segir Guðmundur.
– birgir@bb.is
Aldrei fór ég suð-
ur um páskana
Tæplega þrjátíu nemendur
voru brautskráðir frá Mennta-
skólanum á Ísafirði fyrir jólin.
Útskrifaðir voru þrír nýstúd-
entar, sjö sjúkraliðar, tólf véla-
verðir smáskipa, einn af vél-
stjórn 2. stig og sjö í samfélags-
túlkun. Var þetta í fyrsta sinn
sem útskrift í samfélagstúlkun
fór fram en nám við fagið hófst
í MÍ á vorönn 2007. Meðal út-
skriftarnema voru tveir samfé-
lagstúlkunarnemar sem komu
um langan veg til að taka þátt í
athöfninni en það voru hjónin
Elwira Lidia Riemel Wojtowicz
og Tomasz Wojtowicz Stanis-
lawsson frá Egilsstöðum. Nám-
ið er ætlað tvítyngdu fólki sem
hefur góð tök á íslensku og
áhuga á að starfa sem túlkar.
Markmið námsins eru meðal
annars að nemendur geri sér
grein fyrir helstu vandkvæðum
í túlkun á milli mismunandi
tungumála og menningarsvæða,
að nemendur þekki innviði ís-
lensks samfélags auk helstu
stofnanna og hlutverks þeirra
og að nemendur hafi þá faglegu
færni sem þarf til að vera fær
um að túlka við erfiðar aðstæður.
Fyrsta útskriftin úr samfélagstúlkun
Tæplega þrjátíu nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði.