Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.01.2009, Page 10

Bæjarins besta - 08.01.2009, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Bloggið Hvað er friður? Draumurinn um frið er kann- ski ekki eitthvað sem við eigum eftir að upplifa, en samt einn af þessum draumum sem við eig- um að láta okkur dreyma. Einn af þessum draumum sem gerir okkur betri. Eða er friður kann- ski hugarástand? Einhver til-finning sem býr innra með okk-ur? Líðan sem á sér rætur djúpt í hugskotum okkar? Kemur friður-inn best fram í því hvernig við komum fram við aðra? Ég held að friðurinn byrji heima. Heima, í samskiptum okkar við maka og börn. Og í því hvernig börnin sjá okkur koma fram við aðra, því þau læra það sem fyrir þeim er haft. Stundum eigum við mannfólkið það til að vera svo upptekin af því að berjast fyrir friði eða mann- réttindum, að við gleymum að hugsa um okkur sjálf. Hugsa um samskipti okkar við annað fólk. Spáum ekkert í það hvort við erum óþolandi friðarspillar eða ljúfir diplómatar. Við höfum ekki tíma til fyrir svoleiðis smotteri. Enda upptekin við að bjarga heim- inum. Matthildur Ágústa Jónudóttir Helgadóttir http://matthildurh.blog.is/blog/matthildurh/ Ég er heppinn Eitt kvöldið á aðventunni lá ég upp í sófa og horði á „kreppu- fréttir“ í sjónvarpinu. Prinsessan á heimilinu kom þá inn í stofu, settist til fóta mér og sagði í sinni barnslegu einlægni: „Þú ert orðinn alltof feitur!“ Ég tók mér örlítinn umhugsunarfrest en sagði svo við barnið: „Þetta er alveg rétt hjá þér, ég er orðinn alltof feitur og þarf að fara að gera eitthvað í mínum málum.“ - - - ... mamma var að sjálfsögðu ánægð með fyrirætlanir mínar á nýja árinu. Hún sagði að ég væri heppinn að geta unnið mig út úr vandræðum mínum, það væri ekki allir svo heppnir. Á sama and- artaki varð mér einmitt hugsað til foreldra minna sem hafa um árabil barist við ólæknandi sjúkdóma og gefa ekkert eftir í þeirri baráttu. - - - Það eru víst orð að sönnu að ég er heppinn að fá vinna mig út eigin vandræðum og lækna sjálfan mig af offitunni. - - - Ég ætla ekki að láta krepputalið og efnishyggjuna ná heljartökum á mér heldur ætla ég að einbeita mér að því að koma heilsunni í gott horf. Baldur Smári Einarsson http://vikari.blog.is/blog/vikari/ Auðmýktin er í beitningarskúr Það voru tveir vandræðalegir menn sem fluttu okkur ávarp um þessi áramót. Sammerkt eiga þeir að að skilja í raun ekki hvað þeir rembdust við að segja - eða telja okkur trú um - og það er AUÐMÝKT. Ekkert er þess- um mönnum fjær. - - - En auð- mýktina var að finna í gær. Hana fann ég í beitningaskúrnum dumbrauða fyrir vestan. Þar var litið yfir farinn veg og dómur felldur yfir fjölmörgum málefnum. Óli frá Gjögri var bæði meyr og uppfullur af auðmýkt. Hann sagðist aldrei hafa farið með rangt mál - aldrei sagt skemmtisögu um nokkurn mann nema sagan væri kórrétt - og ef svo hefði ekki verið, þá væri ekki við hann að sakast - hann hefði bara haft hana eftir öðrum. Hann hefur þó sér til málsbóta að segja alltaf ríflega sannleikann til að sannleikurinn komist örugglega allur til skila - slæmt sé mjög ef eftir verður hluti hans ósagður. Svo var nú það. Þorleifur Ágústsson http://tolliagustar.blog.is/blog/tolliagustar/ Einar Halldórsson verk- taki á Ísafirði er mikill bíla- áhugamaður. Hann hefur nú eignast nýtt farartæki sem vakið hefur mikla athygli. Um er að ræða 20 ára gaml- an rafmagnsbíl á þremur hjólum, svonefndan Mini el, sem framleiddur er í Dan- mörku. „Ég var að fá bílinn sem ég keypti frá Sandgerði. Það er ágætt að eiga þennan bíl, ef hann virkar og þá aðallega í innanbæjar snatt- ið,“ segr Einar. Hann segir bílinn, sem er eins manna, komast 50 kílómetra leið á hleðslunni, hann eigi þó eftir að láta reyna á þá tölu. Einar segir bílinn ekki þann hraðskreiðasta sem hann hefur ekið, en hámarks- hraðinn er 55 km/klst. Hann segir bílinn merkilega stöð- ugan þrátt fyrir að vera á þremur hjólum. „Hann er miklu stöðugri en hann lítur út fyrir að vera. Rafgeym- arnir í honum eru staðsettir við afturhjólin. Það er því hægt að fara nokkuð hratt í beygjur á honum,“ segir Einar. Hann segir dekkin undir bílnum vera hálfgerð skellinöðrudekk og eflaust væri hægt að fá nagladekk á hann. „En ég reikna nú ekki með að spandera í vetrar- dekk,“ segir Einar. Hann segir að þrátt fyrir stærðina fari þokkalega vel um hann inn í bílnum. „Ég er nú ekki með hæstum mönnum og slepp því vel inn í hann. Stærri menn kæmust líka inn í hann og er hann alveg nógu breiður fyrir sverari menn.“ Engin miðstöð er í bílnum en einhver blástur er í honum en hann hitar ekki mikið að sögn Einars Halldórssonar. Hann segist ekki koma til með að nota bílinn í snjó og þýði lítið að keyra hann nema vegir séu alveg auðir. – birgir@bb.is Þriggja hjóla rafmagnsbíll Nauðsynlegt er að rannsaka áhrif ferðamanna á atferli refa betur samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar sem gerð var við greni á Hornströndum í sumar. „Þessar upplýsingar eru sérstaklega brýnar í ljósi þess að fyrirhugaðar eru sérstakar refa- skoðunarferðir á Hornstrandir en þá er líklegt að viðvera ferðamanna við greni verði umtalsvert meiri en í þessari rannsókn“, segir í skýrslu um rannsóknina sem gefin hefur verið út á vef Rann- sókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Vest- fjörðum. Rannsóknin var tilraunaverkefni og benda niðurstöður hennar til þess að nærvera ferða- manna geti haft áhrif á atferli refa. „Hvort þessi áhrif skipti máli fyrir afkomu dýranna sem hlut eiga að máli er ekki hægt að svara nema með stærri rannsókn sem auk þess nær yfir lengri tíma. Meðal annars þyrfti að hafa samanburðar- svæði þar sem ekki gætir áhrifa frá fólki og best væri ef hægt væri að nota myndavél þar sem líklegt er að nærvera athuganda hafi haft einhver áhrif á refina og þannig verið að sumu leyti sambærileg á við áreiti frá ferðamönnum“, segir í skýrslunni. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að neikvæð fylgni var á milli viðverutíma ferða- manna í júlí og viðverutíma steggsins, þ.e. stegg- urinn eyddi styttri tíma á grensvæðinu eftir því sem viðverutími ferðamanna jókst. „Ekki var fyrir slíkri fylgni að fara hjá læðunni. Þessi munur endur- speglar ef til vill m i s m u n - andi „fjárfestingu“ foreldranna (parental invest- ment) í afkvæmunum, við aukið áreiti af ferða- mönnum þá heldur steggurinn sig ef til vill frekar fjarri en læðan hefur ekki þann kost þar sem hún gæti hafa lagt meiri orku í afkvæmin í gegnum meðgöngu og mjólkurgjöf. Engin fylgni var á milli heimsókna refanna og viðverutíma ferða- manna né athuganda.“ Bæði var fylgst með greni í Hornvík og Aðal- vík. „Refirnir á greninu í Hornvík voru fremur varir um sig og þá sérstaklega læðan. Þeir nálguðust aldrei né eltu ferðamenn og í fjórum tilfellum forðuðust refirnir ferðamenn“, segir í skýrslunni. Rannsóknin fór þannig fram að fylgst var með ferðum refanna til og frá greninu, hvert þeir fóru, á hvaða tímum og hvort þeir báru fæðu heim á grenið. Sérstök áhersla var lögð á viðbrögð ref- anna við komu ferðamanna og áhrifum þess á viðverutíma við grenið, tíðni fæðuöflunar og ferða, hvíld og varnaratferli. Fæðan sem r e f i r n i r báru heim á greni var skráð nið- ur og athugað hvort og þá hve mikill hluti fæðu var fenginn frá ferða- mönnum. Um var að ræða einn lið í verkefni í þremur þáttum um áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra. Rann- sóknina má nálgast í heild á vef Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum. – thelma@bb.is Nauðsynlegt að rann- saka áhrif ferðamanna á atferli refa betur

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.