Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.01.2009, Page 11

Bæjarins besta - 08.01.2009, Page 11
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 11 Einar er mjög ánægður með bílinn svo lengi sem hann virkar. Bíllinn er smíðaður í Danmörk og er tuttugu ára gamall. „Það er alfarið þessu mönnum að kenna að þetta mál er komið í vaskinn. Það er ekki ríkinu að kenna hvernig komið er fyrir Hornstrandastofu,“ segir Ólafur B. Halldórsson, framkvæmda- stjóri á Ísafirði, og á hann þar við að það sé Hjalta Guðmunds- syni hjá Umhverfisstofnun og Jóni Björnssyni forstöðumanni Hornstrandastofu að kenna að loka eigi Hornstrandastofu. Ólafur segir þá tvo hafa dregið sig á asnaeyrum í viðræðum um húsnæði fyrir stofuna í Vestrahúsinu á Ísafirði og hefðu þeir verið búnir að gera samning um húsnæði, hefði ekki verið hægt að loka stofunni. „Þeir koma til okkar um mitt sumar 2007 og falast eftir húsnæði. Þá var samt sem áður ekki hægt að aðhafast strax í húsnæðismálum því þeir voru að bíða eftir fjár- lögum fyrir stofuna. Svo kom fjárveiting upp á 15 milljónir króna. Þá var ekki hægt að semja um húsnæðið því þeir þurftu að ráða mann. Svo var Jón Björns- son ráðinn í janúar 2008 og ekki gátu þeir þá tekið ákvörðun um húsnæði. Við gerðum þeim tvenns konar tilboð, bæði óinn- réttað húsnæði og full innréttað. Enn gátu þeir ekki ákveðið neitt,“ segir Ólafur. Hann segir að eftir langan tíma hafa verið ákveðið að leita annars staðar eftir húsnæði á Ísafirði og hafi þá verið rætt við Örn Ingólfsson og bræðurna Gísla og Úlf Úlfarssyni um hús- næði. Þeir hafi einnig verið dregnir á asnaeyrum. „Þeir ákváðu ekki neitt og hafa dregið ákvörðunina á annað ár. Það átti að gera glæsilegan sýningar- sal en þeir hafa ekki gert nokk- urn skapaðan hlut og það er alfarið þeim að kenna að það er verið að loka stofunni. Þeir ræddu það við okkur að gera 15 ára leigusamning og ef hann hefði verið gerður þá hefði ríkið ekki verið í neinni stöðu til að loka stofunni. Það er því ansi skondið af Hjalta að segja stofn- un stofunnar hafi gengið vel í fjölmiðlum því hún gekk mjög illa, það er sannleikurinn.“ segir Ólafur. „Þetta eru hans ummæli og þetta angi af stærra máli. Þessi mál eru óskyld. Meira vil ég ekki láta hafa eftir mér,“ segir Hjalti Guðmundsson um um- mæli Ólafs. Gísli Úlfarsson tek- ur undir orð Ólafs B. Halldórs- son og segir Hjalta og Jón hafa dregið málið og hefði verið búið að koma stofunni fyrir í húsnæði á Ísafirði hefði Hornstranda- stofa verið þar um ókomna tíð. Þeir voru í viðræðum við Gísla um Hæstakaupstaðarhúsið og voru þær langt á veg komnar. Örn Ingólfsson tekur einnig undir orð Ólafs en þeir voru í viðræðum við hann um húsnæð- ið sem hýsti Pols. „Það er nöt- urlegt að sjá á eftir Hornstranda- stofu sem átti að færa svæðinu atvinnu. Svæðið hefur ekki notið uppsveiflu síðastliðin ár og þegar gefur á bátinn er farið í fortíðina og dæmið slegið af. Það átti löngu að vera búið að klára þetta mál varðandi stofuna og er þetta merki um frábæran aumingjaskap af hálfu ríkisins og þeirra sem áttu að koma þessu verkefni á koppinn. Þeir væru búnir að missa vinnuna ef þeir hefðu verið annars staðar í vinnu,“ segir Örn. „Lokun Hornstrandastofu engum að kenna nema starfsmönnum hennar“ Fjárlaganefnd hefur ákveðið að loka Hornstrandastofu.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.