Bæjarins besta - 08.01.2009, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Það sem stendur upp úr…
Óðinn Gestsson.
Halla Signý Kristjánsdóttir,
skrifstofustjóri hjá
Bolungarvíkurkaupstað
Árið 2008, var um margt ágætt
en líka erfitt í lífi þjóðar. Það
sem upp úr stendur af erlendum
fréttaannálum er þegar Barack
Obama var kjörinn forseti Banda-
ríkjanna í nóvember síðastliðin.
Þetta fannst mér stór tíðindi fyrir
heimsbyggðina alla og bind
miklar vonir við að honum fylgi
stefnubreyting hjá Bandaríkja-
mönnum í stríðsrekstri.
Það helsta innanlands, var
hvað veðurguðirnir hafa verið
okkur hliðhollir og sumarið sér-
staklega blítt og yndislegt til
sjávar og sveita. 6. október fer á
spjald minninganna við hlið dag-
anna þegar John Lennon var
skotinn og Vestmannaeyjargosið
hófst ásamt fleiri hörmungardög-
um sem yfir okkur hafa dunið.
Vinnuvikan þar á eftir var mjög
skrýtin. Mbl.is var oftast á skján-
um og útvarpið hærra stillt en
vanalega. Kvíðavísitalan fór upp
fram úr öllum spám og væntinga-
vísitalan féll í frjálsu falli með
krónunni. Spurningin var „sekk-
ur skútan eða flýtur?“ Nú þegar
nýtt ár blasir við okkur þá er það
sem uppúr stendur „flýtur á með-
an ekki sekkur“ og svo er bara
að vona það besta.
Í mínu persónulega lífi var
þetta ágætt ár, dóttir mín flutti
vestur með fjölskylduna og barna-
börnin tvö voru meiri en velkom-
in í húsi afa og ömmu. Önnur
dóttir mín flutti úr hreiðrinu eftir
að hafa fengið hvíta kollinn frá
Menntaskólanum á Ísafirði og
dvelur nú í höfuðborginni og
sonurinn kláraði grunnskólann
svo nú er bara eitt barn eftir í
skyldunáminu. Eftirminnilegast
frá sumrinu er ferð sem fjöl-
skyldan fór á Flæðareyrarhátíð-
ina fyrstu helgina í júlí í yndis-
legu veðri og eyddi þar helginni
í góðum félagsskap annarra
Grunnvíkinga. Hvað varðar kom-
andi ár þá segi ég þetta:
Hvað boðar nýárs blessuð sól?
/hún boðar náttúrunnar jól...Í al-
máttugri hendi hans/er hagur
þessa kalda lands. þetta eru línur
úr sálmi Matthías Jochumssonar
ort um 1880. Matthías sagði líka
í þjóðsöngnum: Ó vertu hvern
morgun vort ljúfasta líf, /vor
leiðtogi, í daganna þraut..:,: Ís-
lands þúsund ár:,: verði gróandi
þjóðlíf með þverrandi tár/sem
þroskast á Guðs ríkis braut. Ég
sendi Vestfirðingum öllum óskir
um gleðilegt ár.
Óðinn Gestsson,
framkvæmdastjóri
Íslandssögu á Suðureyri
Af innlendum málefnum lið-
ins árs er það helst hversu frá-
bærum árangri við náðum í
keppnum við aðrar þjóðir, þar er
ég að tala um silfurverðlaunin á
Ólympíuleikunum og ekki síður
þann árangur sem að íslenska
kvennalandsliðið náði með því
að komast í úrslit Evrópukeppn-
innar í knattspyrnu.
Af erlendu vettvangi er það
helst hvernig fjármálakreppan
hefur leikið margar stórþjóðir
undanfarið og er væntanlega
ekki öll kurl komin til grafar í
þeim málum. Það að stórfyrir-
tæki sem að mörg hafa verið til í
allt að hundrað ár skuli riða til
falls eða eru að falla, er með
miklum ólíkindum, þá verður
ekki komist hjá því að nefna
kjör fyrsta blökkumannsins í em-
bætti forseta Bandaríkjanna, og
er vonandi að honum takist að
stýra málum þannig að friður
komist á í heiminum og að Banda-
ríkin hætti að vera þessi alheims-
lögregla sem þeir eru.
Af mínum eigin högum er það
helst að elsta dóttir mín varð
stúdent á árinu, þá má nefna ferð
mína með yngstu dótturina til
Serbíu á liðnu sumri, en þar fór
ég ásamt nokkrum öðrum for-
eldrum á vegum KFÍ með fríðan
hóp af frábærum ungmennum í
æfingabúðir í körfubolta. Með
því að heimsækja land eins og
Serbíu sér maður hversu gott það
er að vera Íslendingur. Þá hefur
umhverfi til rekstrar fyrirtækis
einsog þess sem að ég stjórna
verið frekar hagfellt á árinu.
Væntingar næsta árs lúta að
því að Íslenska þjóðin nái að
snúa vörn í sókn í þeim ólgusjó
sem að hún hrærist í þessa dag-
ana að við náum tökum á því
ástandi sem að er og komumst
aftur á þann stall sem okkur ber
að vera á.
Ester Rut Unnsteins-
dóttir, líffræðingur
Þegar litið er tilbaka og farið
yfir helstu atburði nýliðins árs er
af nógu að taka. Það sem mér
þykir eftirtektarvert á erlendri
grundu er að alda ófriðar og mann-
vonsku virðist vera að ríða yfir
heimsbyggðina, almennt óþol
ríkir gagnvart lýðræði og mann-
réttindi víða brotin auk þess sem
mikill munur er á kjörum fólks
innan sömu svæða. Áhrifa 9.11.
gætir enn og er hatrið út í Vest-
urlandabúa farið að taka á sig
ýmsar myndir í formi óttahern-
aðar þar sem hinn meinti óvinur
er persónugerður eftir þjóðerni.
Við Íslendingar fengum að finna
fyrir því og vorum skráð á lista
yfir hryðjuverkamenn fyrir orð
manns sem fáir hér heima höfðu
tekið eftir áður en hefur mikil
völd og sumir ganga jafnvel svo
langt að segja að hann noti að-
ferðir sem Hitler beitti á sínum
tíma. Við vorum sem betur fer
ekki lengi á listanum en þarna
var litla, friðsama þjóðin svívirt
af þeirri stóru og valdamiklu og
bárum við ekki einu sinni hönd
fyrir höfuð okkar enda í losti
yfir hremmingunum sem höfðu
dunið á okkur, svo ekki sé minnst
á þær sem skullu á í kjölfarið.
Þetta litla atvik sýnir hvað við
erum í raun lítil og vanmáttug
þjóð þrátt fyrir alla víkinga,
þorskastríð, Björk, Sigurrós og
Jón Pál.
Hér heima var það stóri jarð-
skjálftinn í fyrravor sem er mér
minnisstæðast enda var mikið
hafarí og lítið vitað um afleiðing-
arnar í fyrstu. Ég var stödd í
Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskól-
ans, en það er byggt á pöllum að
hluta til. Varð mönnum strax
ljóst að þetta væri „sá stóri“ og
þustu tugir starfsmanna fram á
efsta pallinn sem stendur undir
stóra skáglugganum og engin
súla þar undir. Þarna stóðum við
í kös og horfðum á jarðskjálfta-
mæla jarðvísindasviðs hoppa til
og frá. Ég velti því fyrir mér
hvort þetta væri besti staðurinn
til að vera á í jarðskjálfta upp á 6
á Richter.
Bankahrunið og þeir atburðir
sem í kjölfarið hafa komið eru
auðvitað stærstu mál síðastliðins
árs. Þrátt fyrir að það hafi legið í
loftinu lengi að þetta margum-
talaða góðæri væri að einhverju
leyti upp á krít og að krónan hafi
byrjað að veikjast strax í vor,
virðist sem enginn hafi gert sér
grein fyrir hverslags risa upp-
hæðir höfðu verið teknar að láni
fyrir útrás og uppbyggingu. Hrun
krónunnar hefur orðið til þess
að erlendar skuldir margfölduð-
ust á skömmum tíma og þannig
gat milljarða skuld hafa orðið
þriggja milljarða skuld bara
meðan ég fór út að ganga með
hundana mína. Þessar upphæðir
eru svo háar að enginn veit eigin-
lega hvernig þær líta út nema
sem tölur með mörgum núllum.
Í Simbabve var gefinn út 10
milljarðaseðill sem dugði fyrir
20 brauðhleifum fyrir jólin,
skyldi þetta verða raunveruleik-
inn hjá okkur einhvern daginn?
Í mínu persónulega lífi hefur
árið verið nokkuð viðburðarríkt
þó það hafi verið heldur rólegra
en árið á undan. Ég hóf störf á
nýjum vinnustað í janúar 2008
en það er nýstofnað Rannsókna-
og fræðasetur Háskóla Íslands
og staðsett í Bolungarvík. Þar
vorum við 11 starfsmenn og
nemendur við störf þegar mest
lét í sumar, frá fimm löndum.
Fræðasetrið er í sama húsnæði
og Náttúrustofa Vestfjarða og
hafa báðir aðilar gagn af sam-
búðinni. Á þessum tveimur vinnu-
stöðum eru mörg verkefni fram-
undan og mikilvægt að hlúa að
uppbyggingu slíkrar starfsemi á
svæðinu.
Framtíðin er fyrir vestan en
ég að undirbúa að flytja búferlum
með fjölskyldu minni. Við ætlum
að setjast að á Súðavík þar sem
við munum vinna að uppbygg-
ingu Melrakkaseturs Íslands –
fræðaseturs um íslensku tófuna.
Ég hef mikla trú á að verkefninu
sem hefur mikla sérstöðu og mun
vonandi laða að fjöldann allan
af ferðamönnum sem svo munu
njóta annara möguleika ferða-
þjónustuaðila á svæðinu. Það eru
miklar auðlindir fólgnar í náttúru
og menningu Vestfjarða og ef
okkur tekst að halda vel utan um
þessi dýrmæti og vinna saman,
öll sem eitt, muni verða til alveg
nýtt góðæri hér fyrir vestan sem
vex og dafnar og allir njóta góðs
af.
Önundur Jónsson, yfir-
lögregluþjónn á Ísafirði
Það sem bar hæst á innlendum
vettvangi var jú árás Breta á
smáþjóð – okkur Íslendinga.
Gordon Brown sá sér leik á borði
í slæmri stöðu sinni í stjórnmál-
um heima fyrir og notaði hryðju-
verkalög á bandalags- og „vina-
þjóð“. Því miður var þetta ekki í
fyrsta sinn sem Bretar réðust
gegn Íslendingum og hagsmun-
um þeirra með ofbeldi. Breska
heimsveldið, sem farið er að
brotna hressilega úr, sýndi sitt
rétta andlit þarna. Skrýtið að
Bretar dagsins í dag skuli vera
sama sinnis og gömlu nýlendu-
herrarnir voru. Ætlar Bretinn
ekki að hoppa inn í nútímann?
Það sem bara hæst á erlendum
vettvangi var í mínum huga er
það tvímælalaust vanmáttur
Sameinuðu þjóðanna til að ganga
á milli stríðandi aðila og bjarga
saklausum borgurum frá morð-
óðum lýð. Mig hryllir við fréttum
frá Afríku og Asíu þar sem manns-
lífið er einskis metið. Svo er að
sjá að SÞ komi ekki til hjálpar
nema Bretland og Bandaríkin
hafi einhvern efnahagslegan
ávinning af málinu. Þeir for-
dæma Kínverja fyrir að taka fólk
af lífi, en gera það sjálfir. Þeir
fordæma pyntingar í öðrum
löndum, en pynta sjálfir. Allt í
andstöðu við markmið SÞ. Það
þarf að efla SÞ með samstöðu
allra þjóða og afnema neitunar-
vald stórþjóðanna.
Hvað bar hæst í persónulega
lífinu? Fyrir utan gott árferði í
fjölskyldumálum, skemmtilegt
ættarmót og ferðalög innanlands,
finnst mér veðurfarið í sumar
hafa leikið við mig með eindæm-
um. Það skiptir mig miklu máli
að veðrið sé gott og þá miðað
við árstíma. Á veturna á að vera
snjór og frost, en sumarið á að
vera hlýtt og lítt votviðrasamt.
Stella Hjaltadóttir.
Um áramót er hefð fyrir því að hafa samband við
nokkra góðborgara á fréttasvæði Bæjarins besta og fá
þá til að líta yfir árið sem er að líða og segja frá því sem
þeim þótti merkilegast. Allir fengu sömu spurningarnar;
hvað þykir þér minnisstæðast á árinu í þínu persónulega
lífi og af innlendum og erlendum vettvangi. Að síðustu var
spurt hverjar væntingarnar eru til nýs árs.