Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.01.2009, Síða 17

Bæjarins besta - 08.01.2009, Síða 17
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 17 Halla Signý Kristjánsdóttir. Ester Rut Unnsteinsdóttir. Önundur Jónsson. Matthildur Helgadóttir. Kristján Jónsson. Það sem ég vonast til að sjá á nýju ári er auðvitað velferð þjóð- félagsins okkar. Við erum að sigla niður í djúpan dal, en eygj- um þó brúnina á móti, þangað sem við viljum ná. Ég vona að stjórnendum þessa lands takist að minnka skaðann sem mest og þeir hafi vit til að sækja sér og okkur aðstoðar hjá sér vitrari mönnum, sem þekkja vandann og kunna úrlaunir. Sleppa hags- munapotinu. Ég ætla að reyna að vera sem jákvæðastur í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur og leggja þannig mitt af mörkum til uppbyggingarinnar. Gleðilegt ár. Stella Hjaltadóttir, kennari og íþróttakona Af erlendum vettvangi stend- ur upp úr að í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna var blökkumaður kjörinn forseti og ég bind vonir við að nýr maður í Hvíta húsinu komi með nýjar áherslur í um- hverfis- og utanríkismálum. Hung- ursneyðin í Afríku fer versnandi og ekkert virðist ávinnast með að vinna bug á hungursneyð í heiminum. Innanlands finnst mér bera hæst frábær árangur kvenna- landsliðs Íslands í knattspyrnu en þær tryggðu sér þátttökurétt á EM í Finnlandi 2009. Ofbeldi á Íslandi hefur aukist og áberandi virðingarleysi í garð lögreglumanna við skyldustörf. Mér ofbýður hve fjármálastarf- semin á Íslandi hefur verið óábyrg. Heil þjóð er sett í gíslingu með framgöngu svokallaðra „gulld- rengja“. Spilling og græðgi eru tvær af höfuðsyndum mannsins og það er sorglegt að æska lands- ins skuli þurfa að líða fyrir þessa gjörninga. Úr mínu persónulega lífi ber hæst að árið hófst í Geiló í Nor- egi þar sem ég var með skíða- göngulið SFÍ í æfingaferð. Vel heppnuð ferð í alla staði. Í byrj- un febrúar fór ég með manninum mínum og hjónum frá Siglufirði til Minneapolis í Bandaríkjun- um. Tilefnið var þátttaka í skíða- göngukeppni sem kallast City of lakes loppet. Móttökur gest- gjafa okkar voru frábærar. Ég starfa mikið með börnum og ungu fólki í skólastarfi og íþróttum og það er sérstaklega gefandi. Ég þjálfaði alla flokka skíðagönguliðs SFÍ s.l. vetur og hópurinn stóð sig frábærlega og var til fyrirmyndar hvar sem hann kom. Ég keppti mikið í skíðagöngu á árinu. Það sem stendur upp úr er góður persónulegur árangur á Skíðamóti Íslands á Ísafirði og í 50 km í Fossavatnsgöngunni. Börnin mín tvö eru virk í íþrótt- um og við ferðuðumst víða um land til að taka þátt í íþrótta- keppnum. Mér fannst sérstak- lega gaman að koma til Siglu- fjarðar eftir rúm 20 ár en við fór- um á Pæjumótið í ágúst. Fjölskyldan hefur búið víða en við teljum að best sé að búa og ala upp börn á Ísafirði, þess vegna fórum við út í húsbygg- ingu hér. Við erum að leggja loka- hönd á draumahúsið í Tungu- hverfi og hlökkum til að flytja inn í byrjun nýs árs. Í heildina var árið mér og fjölskyldu minni gjöfult og gott, einn skugga bar þó á en tengdafaðir minn sem var okkur mikils virði lést. Ég ber þær væntingar til nýs árs að fólk geti átt mannsæmandi líf á Íslandi. Það þarf að að bægja atvinnuleysisvofunni frá og mik- ilvægt er að hinn pólitíski og viðskiptalegi flór verði mokaður og menn dregnir til ábyrgðar. Matthildur Helgadóttir, framkvæmdastjóri tölvu- þjónustunnar Snerpu. Eftirminnilegast af viðburðum á erlendri grundu er tvímælalaust að Bandaríkin hafi kosið Barak Obama sem forseta og þar með hafnað þeirri stríðsstefnu sem Bush og hans stuðningsmenn hafa unnið eftir undanfarin ár. Banda- rískir kjósendur virðast hafa opnað augun fyrir því að stríðið ríkisstjórnar þeirra gegn hryðju- verkum hefur mistekist og í raun snúist upp í andhverfu sína. Ég eins og margir bind miklar vonir við Obama og hef í raun fulla trú á því að honum takist að bera klæði á vopnin. Eins og flest undanfarin ár kemur framganga Ísraelsmanna í garð Palestínu- manna upp í hugann þegar litið er um öxl. Það er með ólíkindum að við, vestrænar þjóðir, skulum leyfa Ísraelsmönnum að murka lífið úr saklausu fólki. Með þessu einnig á rástefnu um ofbeldi Stokkhólmi. Á aðfangadag fékk ég einmitt fullan kassa af fyrstu eintökunum heimildarmyndar- innar sem kom út á DVD og fer í dreifingu á nýju ári. Ég er bjartsýn á framtíðina þrátt fyrir allt og hef fulla trú á okkur Íslendingum. Stundum þurfum við að reka okkur á til að sjá hvað skipti virkilega máli og við vorum komin af leið. Það má segja að við höfum keyrt út- af,en við gerum bara við skrjóð- inn, keyrum aftur upp á veginn og höldum ferðinni áfram. Kristján Jónsson, blaða- maður frá Bolungarvík Eftirminnilegast á erlendum vettvangi hlýtur að vera kjör Bar- acks Obama í Bandaríkjunum. Það kom mér verulega á óvart að hann skyldi vinna kapphlaup- ið við Hillary Clinton hjá Demó- krötum og ekki síður að hann skyldi geta safnað meiri fjármun- um í kosningasjóð sinn heldur en kosningavél Clinton hjónanna sem hefur mallað í áratugi. Til þess að þóknast skoðunum ritstjóra BB þá má einnig nefna sigur Manchester United í Meist- aradeild Evrópu. Þar sem ég hef talsvert verið viðlogandi íþróttablaðamennsku í nokkur ár þá nefni ég árangur karlalandsliðsins í handbolta og kvennalandsliðsins í fótbolta. Handboltaliðið lék til úrslita á Ólympíuleikunum og unnu mörg handboltastórveldi á leið sinni þangað, eins og Rússa, Þjóð- verja, Pólverja og Spánverja auk þess að gera jafntefli við Dani. Það var kannski merkilegast að í þessum sigurleikjum þá var ís- lenska liðið yfirleitt með forystu mest allan leiktímann og því eng- in heppnisbragur á þessum ár- angri þeirra. Móttökurnar sem þeir fengu við heimkomuna eru svo náttúrulega kapítuli út af fyrir sig. Kvennalandsliðið komst í lokakeppni EM, fyrst A-lands- liða í fótboltanum, og gerði það með virkilega sannfærandi hætti. Ég reikna með því að íslenska lið- ið verði annað og meira en bara farþegi í lokakeppninni næsta sum- ar enda er það mjög vel mannað. Á íþróttasviðinu þá verður ekki heldur hjá því komist að nefna árangur Golfklúbbs Bolungar- víkur í sveitakeppni GSÍ og BÍ/ Bolungarvíkur í deildakeppni KSÍ. Bæði liðin unnu sig upp um deild og þurfa því ekki að vera í kjall- aranum í deildarkeppnum næsta árs sem breytir miklu. Maður þyrfti að hafa verði ansi vankaður til þess að taka ekki eftir hruni fjármálakerfisins en sá armur atvinnulífsins hefur verði mjög dómínerandi á und- anförum árum. Staðan er auðvit- að alvarleg en ekki í samanburði við mannlega harmleiki. Það er vissulega sorglegt að það hefur margt gott verið gert undanfarna tvo áratugi og nú er sumt af því til einskis unnið. Má þar nefna að síðustu ríkisstjórnir höfðu kerfisbundið greitt niður skuldir íslenska ríkisins. Það er nú frem- ur sjaldgæft að stjórnmálamenn sýni slíka ábyrgðartilfinningu þegar kemur að almannafé. En á einni nótu þá fór ríkissjóður úr því að vera nánast skuldlaus og yfir í það að vera skuldugri en hann hefur nokkurn tíma verið. Þakka má fyrir að byrjað var á jarðgöngunum á milli Bolungar- víkur og Hnífsdals áður en krepp- an skall á. En þessi framkvæmd hefur reyndar ekki verið óvinsæl hjá hinum almenna skattgreið- enda. Slíkt er auðvitað ekki sjálf- gefið. Héðinsfjarðargöngin virð- ast til dæmis vera almennt óvin- sæl framkvæmd hjá skattgreið- endum. Sá sem hér lætur gamm- inn geysa hefur reyndar lent í því að festast á milli snjóflóða á Hlíðinni. Var það í byrjun árs 1995. Fremur óþægileg staða að komast hvorki lönd né strönd í orðsins fyllstu merkingu. Meirihlutinn í Bolungarvík sprakk einnig á árinu og sýndu fjölmiðlar því furðu mikinn áhuga. Hvað sjálfan mig varðar þá held ég að þetta hafi nú bara verið frekar rólegt ár. Að ein- hverju leyti þá var þetta upp- byggingarár hjá mér og minni fjölskyldu þar sem við urðum fyrir áfalli á seinni hluta árs 2007. Ég fór reyndar í fjögur brúðkaup á árinu hjá vinafólki mínu og eitt til viðbótar næst síðasta dag 2007. Það bendir til þess að maður sé annað hvort að verða gamall eða að þetta fólk sé allt að gifta sig fáránlega ungt! er ég ekki að leggja blessun mína yfir sjálfsmorðsárásir en það er öllum augljóst hver er að þjarma að hverjum í þessu stríði. Ég leyfi mér að vona að það horfi betur til friðar í Miðausturlönd- um á næsta ári en það er samt al- veg ljóst að vegurinn til friðar verður langur og krefst þolin- mæði beggja aðila og aðhalds og hjálpar frá alþjóðasamfélag- inu. Kannski er það óskhyggja en mér finnst vera komin tími á breytt hugarfar. Ef ég hugsa um viðburði inn- anlands árið 2008 þá er mér vit- anlega efst í huga hrun banka- kerfisins á Íslandi og hvernig það sýndi okkur Íslendingum fram á getuleysi þeirra stofnanna sem áttu að koma í veg fyrir að slíkt gæti skeð. Það er ekki enn séð fyrir endann á þeirri spillingu og græðgi sem virðis því miður hafa verið orðin útbreidd í stjórn- kerfi okkar. Ég er samt ekki svart- sýn á framtíðina þó þetta verði vissulega erfitt fyrir marga. En við Íslendingar eigum mikið af verðmætum, fiskimiðin, jarðhit- ann og öll fyrirtækin í landinu sem skapa okkur verðmæti. Við munum því geta unnið okkur út úr þessu. Aftur á móti hef ég meiri áhyggjur af reiðinni og ör- væntingunni sem virðist vera nokkuð útbreidd. Við munum að sjálfsögðu gera kröfu til þess að farið verði vel ofan í saumana á því hvað gerðist í aðdraganda málsins og ég hef enga ástæðu til að ætla að slíkt verði ekki gert. Þegar upp er staðið eru væntanlega miklu fleiri heiðar- legir og færir til að byggja upp landið en þessir óheiðarlegu, við þurfum bara að nota gagnrýna hugsun og innsæi til að greina á milli. Það er langt frá því að árið 2008 hafi verið slæmt ár fyrir mig persónulega því ég og mínir starfsmenn í Snerpu erum að skila besta rekstrarári í sögu fyr- irtækisins, starfsmönnum hefur fjölgað enda gerðum við nokkra góða samninga á árinu. Ég get ekki látið líða að minnast aðeins á Óbeislaða fegurð en sú hug- mynd, er enn að gefa. Á árinu 2008 var ég beðin að halda erindi um tilurð og framkvæmd þess- arar háðsádeilu á 52. Þingi Sam- einuðu Þjóðanna í New York og

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.