Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.01.2009, Page 18

Bæjarins besta - 08.01.2009, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Umsjónarmaður félags- starfs eldri borgara Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns félagsstarfs eldri borgara, sem starfrækt er í Félagsbæ á Flateyri. Um er að ræða 25% starf sem er laust frá og með janúar 2009. Vinnustofa Félagsbæjar er opin á þriðju- dögum og fimmtudögum milli kl. 13:00 og 17:00 yfir vetrarmánuðina. Í vinnustofunni er unnið fjölbreytt og skapandi starf og við leitum að metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi sem hefur gaman af því að vinna með fólki. Upplýsingar um starfið veitir Sædís María Jónatansdóttir hjá Skóla- og fjölskylduskrif- stofu Ísafjarðarbæjar, í síma 450 8000 eða um netfangið saedis@isafjordur.is. Bílstjóri óskast Bílstjóri óskast í afleysingar hjá Íslands- pósti á Ísafirði. Allar nánari upplýsingar gefur stöðvarstjóri í síma 456 5000. Stöðvarstjóri. Skólameistari MÍ bjóst ekki við svo miklum niðurskurði „Við bjuggumst ekki við svona miklum niðurskurði,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skóla- meistari Menntaskólans á Ísa- firði, en í tillögum fjárlaganefnd- ar alþingis er lagt til að fjárveit- ing til MÍ verði skorin niður um 8,1 milljón króna á árinu 2009. Fer fjárveitingin úr 287,8 millj- ónum í 279,7. Jón Reynir segist hafa búist við að menntastofn- anir héldu sínum hlut. „Út af þeirri einföldu ástæðu að með allri skerðingu þýðir að skera verður niður námsframboð. Það þýðir að færri nemendur verða innritaðir á næsta ári og fækkar þá störfum við skólana og fjölg- ar á atvinnuleysisskrá og fleiri flytja úr landi. Þá er spurningin hvort er betra. Ég tel þetta því mjög vafasaman niðurskurð, svo ég kveði nú ekki sterkara að orði,“ segir Jón Reynir. Hann segir skólameistara hafa rætt þennan niðurskurð sín á milli og koma til með að mótmæla niðurskurðinum. Námsframboð Menntaskól- ans á Ísafirði verður væntanlega skert næstu skólaár og mun starfsemi skólans taka nokkrum breytingum. „Aukið námsfram- boð skólans hefur aukið útgjöld skólans sem ásamt hækkun verð- lags og launa farið nokkuð um- fram fjárhagsáætlun. Rekstrar- staða skólans stefnir í verulegan halla um þessi áramót öfugt við lok síðasta árs þegar skólinn skilaði tekjuafgangi upp á 16 milljóna króna og gat því greitt niður uppsafnaðar skuldir frá fyrri árum. Þetta ásamt niður- skurði fjárheimilda um 3% fyrir næsta skólaár þýðir væntanlega að draga þurfi úr námsframboði skólans næstu skólaár. Mennta- skólinn á Ísafirði mun því finna verulega fyrir afleiðingum krepp- unnar títtnefndu sem á okkur skall vegna glannaskapar í fjár- festingum svokallaðra útrásar- víkinga og einnig vegna aðgerð- arleysis og vanþekkingar ráða- manna þjóðarinnar“, sagði Jón Reynir Sigurvinsson, skóla- meistari í skólaslitaræðu sinni við jólaútskrift skólans. Með nýjum lögum um fram- haldsskóla sem voru samþykkt fyrr á þessu ári mun öll umgjörð skóla breytast. „Framhaldsskól- um landsins er með þessum lög- um gefið mikið frelsi og í því felst tækifæri til að skapa skóla nánast frá grunni til hagsbóta fyrir nemendur okkar, atvinnu- lífið og samfélagið. Mikil vinna er framundan þar sem hver skóli þarf að semja sína námskrá upp á nýtt og ákveða áherslur innan sinna veggja, setja sér markmið og finna bestu leiðirnar að þeim“, sagði Jón Reynir. Vinna er þegar hafin við inn- leiðingu nýju laganna við MÍ. Verkefnum hefur verið for- gangsraðað og fundir skipulagð- ir fram til júní 2009. Þá hefur skólinn hafið samstarf við Fram- haldsskóla Norðurlands Vestra og Verkmenntaskóla Austur- lands. Að sögn Jón Reynis hefur Menntaskólinn á Ísafirði sett sér það markmið að standa meðal fremstu framhaldsskóla lands- ins í notkun upplýsingatækni við nám og kennslu. Sérstök áhersla verður á endurmenntun kennara sem mun að mestu fara fram innan veggja skólans og munu fyrstu námskeiðin hefjast við upphaf næstu annar. Þess má geta að um miðjan október voru 354 nemendur í námi við skólann og bættust 32 nemendur við tölu nemenda eins og hún var við upphaf skólaárs- ins. – thelma@bb.is Breytingar framundan hjá Menntaskólanum „Niðurskurðurinn á landsvísu hljóðar upp á þúsund nemendur. Ég veit ekki hvernig við bregð- umst við þessu en við munum gera það með einhverjum hætti,“ segir Jón Reynir. Hann segir skólann hafa greitt upp halla frá fyrri árum og hafi sú vinna mið- að vel áfram þar til nú. „Það hefur reyndar hægt á niður- greiðslu skulda hjá okkur því skólinn hefur boðið upp á meira námsframboð en áður og kostar það sitt. Hlutfallslega höfum við haft mun fleiri verknámsnema og leiðrétting á því kemur ávallt ári síðar. Það er óþægileg staða að horfa upp á rekstrarhalla sem þarf að leiðrétta ári seinna. En þetta er niðurstaðan og tökum við á því en auðvitað hefðum við vilja sjá að fjárveitingin yrði óskert,“ segir Jón Reynir. Hann segir skólann ekki vera búinn að vinna endanlega fjár- hagsáætlun fyrir næsta ár og því sé erfitt að segja til um hvar verður skorið niður hjá skólan- um. – birgir@bb.is Menntaskólinn á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.