Bæjarins besta - 08.01.2009, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 19
Íbúum á Vestfjörðum fjölgar
umtalsvert á ný á árinu 2009.
Ekki verður það vegna meiri
frjósemi heimafólks heldur
vegna aðflutnings, fyrst og
fremst af höfuðborgarsvæðinu.
Fleiri erlendir ferðamenn leggja
leið sína til Vestfjarða en nokkru
sinni fyrr. Mörg lítil sprota-
fyrirtæki líta dagsins ljós um
allan fjórðunginn. Samstarf Ísa-
fjarðarbæjar og Grænlendinga
eflist. Aflabrögð verða almennt
góð hjá vestfirzkum fiskiskipum
en erfiðleikar verða í sölu afurða
erlendis. Atvinnuleysi verður
mun minna á Vestfjörðum en
almennt á landsvísu.
Pólitíkin verður með allra
friðsamasta móti í vestfirzkum
sveitarfélögum. Samstarf og
samstaða meirihluta og minni-
hluta einkenna langflest mál.
Þó má í einu sveitarfélagi búast
við hatrömmum pólitískum
ágreiningi um tilhögun hunda-
hreinsunar eða eitthvað sam-
bærilegt. Taka þær deilur meiri
tíma og andlegt þrek á fundum
sveitarstjórnar en gerð fjárhags-
áætlunar og fá athygli á lands-
vísu. Talsverðar umræður verða
um sameiningarmál sveitarfé-
laga en ágreiningur í þeim efn-
um verður fremur milli einstakra
sveitarfélaga en innan þeirra.
Sumarið verður fremur þurr-
viðrasamt. Úr þessu rætist með
haustinu og berjaspretta verður
með bezta móti. Laxveiði í vest-
firzkum veiðiám verður yfir
meðallagi síðustu ára, þrátt fyrir
lítið vatn.
Fljótlega á nýja árinu verður
lítils háttar uppstokkun í ríkis-
stjórninni. Alvarlegir brestir
munu koma í stjórnarsamstarfið
og endar það með stjórnarslitum
og þingkosningum. Á síðasta
starfsdegi fráfarandi stjórnar
verður fjöldi fráfarandi stjórn-
málamanna skipaður í embætti
sendiherra.
Vinstri grænir vinna stórsigur
í kosningunum en verða eftir
sem áður áhrifalausir í stjórnar-
andstöðu þar sem þeir verða
fyrirfram búnir að útiloka sam-
starf við alla aðra. Gríðarlegt
fylgistap verður hjá Sjálfstæðis-
flokki og Samfylkingu en Fram-
sóknarflokkurinn bætir við sig
miklu fylgi. Frjálslyndi flokkur-
inn fellur út af þingi en Íslands-
hreyfingin fær fulltrúa á þing í
fyrsta sinn.
Framsóknarflokkurinn verð-
ur í forsæti nýrrar ríkisstjórnar
og forsætisráðherrann sá yngsti
í íslenzkri stjórnmálasögu. Aðrir
flokkar í ríkisstjórn verða Sam-
fylking og Sjálfstæðisflokkur.
Kjörorð hinnar nýju stjórnar
verður Lengi getur vont versn-
að. Þar er vísað til þess hvernig
afleiðingar bankahrunsins á
liðnu hausti bitna með stöðugt
átakanlegri hætti á íslenzkum
almenningi.
Mótmæli á Austurvelli og
aðrar slíkar friðsamlegar að-
gerðir lognast út af smátt og
smátt enda gerir fólk sér grein
fyrir því að ekkert mark er tekið
á slíku. Hins vegar munu fá-
mennir lokaðir hópar láta til sín
taka með öllu harkalegri hætti.
Af vettvangi íslenzkra efna-
hagsmála má að öðru leyti
nefna, að Alþjóða gjaldeyris-
sjóðurinn mun krefjast þess að
nauðsynleg skref verði stigin til
að uppræta vanhæfni og spill-
ingu sem verið hafi megin-
ástæðurnar fyrir efnahagshrun-
inu. Meðal annars mun sjóður-
inn krefjast þess, að Nígeríu-
menn verði fengnir til að taka
að sér yfirstjórn Seðlabankans
og Fjármálaeftirlitsins.
Undirbúningur hefst að einka-
væðingu ríkisbankanna, enda
séu þeir betur komnir í eðlilegu
samkeppnisumhverfi hins frjálsa
framtaks en undir pilsfaldi
ríkisvaldsins. Þess verði þó gætt,
að þeir komist ekki í hendur
einhverra götustráka heldur í
traustar hendur valinna manna í
bakherbergjum stjórnarflokk-
anna. Ekki síst verði þar horft
til þaulreyndra framsóknar-
manna í fjármálageiranum.
Völvan tekur fram, að þar
sem eitthvað kann að misfarast
í spá þessari, þá er við aðra en
hana að sakast. Hún er ekki
alsjáandi og þar sem sýn hennar
sjálfrar nær ekki til styðst hún
stundum við spár greiningar-
deilda íslenzkra banka og orð
stjórnmálamanna og fleira í
sambærilegum gæðaflokki.
Völva Vestfjarða lítur yfir nýja árið í pistlinum sem hér fer á eftir,
bæði hvað Vestfirði varðar sérstaklega og almennt á landsvísu
Völva Vestfjarða lítur yfir árið 2009