Bæjarins besta - 08.01.2009, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Nýtt ár – nýtt siðferði – ný von
Stakkur skrifar
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum
hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt.
Árið 2008 verður skráð í sögu-
bækur. Mikill jarðskjálfti reið yfir
Suðurland með talsverðu eignatjóni í maí. Sum hús eyðilögðust
algerlega. Eignatjón varð mikið. Fáir áttu við líkamleg meiðsl
að stríða, en margir hafa ekki jafnað sig eftir náttúruhamfarirnar.
Við upphaf árs litu margir Íslendingar vongóðir til framtíðar.
Vestfirðingar höfðu til lítils að hlakka. Þorskkvóti hafði verið
minnkaður. En jarðgöngin frá Bolungarvík voru komin á dagskrá
og verulega bættur þjóðvegur um Ísafjarðardjúp gaf vonir. Ekki
tókst að ljúka brúnni yfir Mjóafjörð.
Forseti Íslands, ríkisstjórn og bankastjórar lofuðu útrás ís-
lenskra athafnamanna, er keyptu flugfélög, hótel, verslunarkeðj-
ur, banka og tryggingafélög, svo fátt sé nefnt. Ekki var hrósið
sparað fremur en stóru orðin. Samt hrundi allt á einni nóttu í lok
september. Við blasir löng og erfið leið fyrir almenna Íslendinga
sem ætlað er að bera byrðarnar. Jón og Gunna íslenska lýðveldis-
ins munu ganga undir okinu af fjárestingaróráðsíu siðlausra
manna, karla og kvenna. Sumir sitja enn við kjötkatlana. Fyrrum
stjórnendur Kaupþings selja nú þjónustu til að semja við bankann
sem þeir áður stýrðu og hina bankana líka!
Aðrir stýra enn bönkum og fyrirtækjum sem þeir áttu að
yfirgefa strax við hrunið. Það vekur spurningar um afstöðu
ríkisstjórnar og Alþingis að enn skuli sitja bankastýrur í ríkis-
bönkunum, sem tóku yfir Landsbankann og Glitni. Hvers vegna
situr forstjóri Fjármálaeftirlitsins enn? Svona mætti lengi spyrja.
Hvers vegna leggja alþingismenn ekki spilin á borðið og sýna
hvernig þeir greiddu fyrir prófkjör eða kosningabaráttu? Traust
verður að skapa á ný, en það tekur langan tíma.
Líklega verður þorskkvóti aukinn en sala til Bretlands hægist.
Vonandi rætist úr. Sala ríkisbanka til athafnamanna, er ekki
áttu siðferði frelsis, gerði Íslendinga ekki ríka. Hinir siðlausu
græddu vel. Gróðinn varð ekki eftir á Íslandi. Hvað er til ráða?
Boðað er að allir skuli sæta skertum kjörum, hærri sköttum,
minni velferð og taka afleiðingum siðlausrar græðgi örfárra. Þá
þarf að vera unnt að treysta stjórnmálamönnum.
Nýtt ár gefur von um betri tíð. Bætt siðferði þarf, nýja menn
til að stýra bönkum og stofnunum ríkisins og atvinnulífi. Af-
lausn synda er ekki í boði fyrir þá er skilja eftir sig sviðna jörð.
Kraft þarf í atvinnulíf. Byggja verður á framleiðslu verðmæta,
ekki svindli, græðgi og sjálfshyggju. Efla þarf brunavarnir
efnahagslífsins með nýjum siðum, gagnsæi og þeir verði látnir
taka pokann sinn sem brugðust ábyrgð en koma í fjölmiðla eins
og álfar út úr hól. Þeir sem ekki standa sig til sjós eru sendir í
land.
Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir samfylgdina á því liðna.
Megi Vestfirðingar og Íslendingar allir ná vopnum sínum og
heiðri.
vatni í gámum hæfist innan 6-8
mánaða. Halldór segir fyrst og
fremst unnið að því af banda-
rískum aðilum sem eru einnig
eigendur að fyrirtækinu. „Von-
andi tekst þetta en við viljum
ekki byrja fyrr en við erum búnir
að tryggja okkur örugga kaup-
endur,“ segir Halldór. Hann
segir fyrirtækið hafa tekið á
leigu húsnæði að Sindragötu 12
á Ísafirði sem Míla var áður
staðsett.
„Við reynum bara að gera
þetta eins ódýrt og hægt er. Við
tökum vatnið úr göngunum. Við
ætlum að nýta það vel og ætlum
síðar að virkja vatnið úr göngun-
um. Sennilega er hægt að tvö-
falda vatnsstreymið sem þar er.
Það eru 300 sekúndulítrum dælt
í bæinn en við ætlum að auka
það upp í 600 lítra,“ segir Hall-
dór.
Aðspurður hvort vatnið frá
Brúarfossi sé komið langt í
vöruþróun segir hann svo ekki
vera því þeir ætli fyrst að reyna
á að flytja vatn út í belgjum og
síðan verði skoðað hvað hægt
sé að gera í vatnsflöskubrans-
anum. „Að fara inn á þennan
flöskumarkað, eins og Jón Ól-
afsson er að gera, er mjög erfitt
og mjög dýrt. Við höfum því
ekkert hugsað um þann markað
að sinni,“ segir Halldór. Að-
spurður hvort að það hafi verið
óhófleg bjartsýni að gefa út að
þeir ætluðu að hefja útflutning
á vatni inna 6-8 mánaða svarar
Halldór því játandi. „Það má
vel vera. Svona markaðsmál eru
erfið, tímafrek og kosta mikla pen-
inga. Vonandi tekst þetta fyrir
rest,“ segir Halldór.
Hann segir fyrirtækið ekki
hafa ótakmarkaða peninga til
að setja í markaðsmálin og ef
þau krefjast meira fjármagns en
þeir ráða við verður fyrirtækið
að leita til fleiri hlutafjáreigenda
sem hafa trú á verkefninu. „En
svona er staðan í dag. Við erum
búnir að undirbúa verkefnið
þannig á Ísafirði að ef við fáum
trausta kaupendur, getum við
hafist handa með litlum fyrir-
vara,“ segir Halldór.
Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri Ísafjarðarbæjar, segir Brú-
arfoss hafa frest til 15. septem-
ber 2010 til að nýta lóð til bygg-
ingarframkvæmda. „Hafi kaup-
andi ekki tengt vatnslagnir og
hafið fyrirhugaða starfsemi fyrir
30. apríl 2010 fellur samning-
urinn í heild sinni úr gildi án
sérstakrar uppsagnar,“ segir
Halldór. Hann segir að samn-
ingurinn miði að því að útflutn-
ingur vatns hefjist eigi síðar en
30. apríl 2010. „Á Hornafirði
hefur vatnsverksmiðja fimm ár
til þess að koma sér af stað,“
segir Halldór Halldórsson, bæj-
arstjóri Ísafjarðarbæjar.
– birgir@bb.is
„Við erum að vinna að mark-
aðsmálum þessa stundina en þau
taka langan tíma. Við erum búin
að vinna að þessu máli mánuð-
um saman og erum að leita að
traustum kaupendum,“ segir
Halldór Guðbjarnason, einn af
eigendum Brúarfoss ehf., en
fyrirtækið undirritaði samning
við Ísafjarðarbæ í mars s.l. þar
sem sagt var að útflutningur á
Útflutningur á vatni ekki hafinn
Halldór Halldórsson og Halldór Guðbjarnason við undirritun samningsins.