Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.01.2009, Qupperneq 23

Bæjarins besta - 08.01.2009, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 23 Humar til hátíðabrigða Sælkerinn Sælkeri vikunnar býður upp á tvær uppskriftir sem eru í uppáhaldi hjá henni þegar hún vill gera eitthvað reglulega gott. Fyrst er það humar til hátíða- brigða og síðan fiskfars bakstur með rækjusósu. Humar til hátíðabrigða 20 humarhalar eða 400 g hraðfrystur humar 3-4 msk matarolía Salt Salt og svartur pipar (úr kvörn) 6 sl koníak 2 tsk karrý 1 tsk hvítlauksduft (ferskur er betri) 2 dl rjómi 6-8 sérrý tómatar (skornir í báta) 1 lítil dós pimiento eða paprika (niðurskorin) Nokkrir dropar tabasco 1 salathöfuð Dragið humarinn úr skelinni. Því næst snöggbrúnið hann í heitri olíu og kryddið með salti og pipar. Hellið koníakinu yfir og kveikið í. Látið brenna út. Setjið hvítlaukinn og karrýið út í og látið krauma um stund. Þynnið því næst út með rjóm- anum. Bætið tómötum og papr- iku í. Hitið að suðu. Slökkvið undir og látið jafnast á hellunni í 2-3 mín. Bragðbætið með kryddi og tabasco. Bætið að lok- um salati út í. Gott með laus- soðnum hrísgrjónum og góðu brauði. Fiskfars bakstur með rækjusósu 300 g beinlaus fiskur (hakk aður 2-3 sinnum) 4 stk egg (aðskilið hvítur og rauður og þeytið hvíturnar) 200 g smjör (brætt) 3 dl rjómi (þeyttur) 2 tsk salt ½ tsk hvítur pipar Rauður pipar á hnífsoddi Látið hakkaðan fiskinn bíða á köldum stað um stund. Hrærið eggjarauðurnar út í eina og eina í einu. (Hrærið vel.) Hrærið brætt smjörið vel saman við. Bætið þeytta rjómanum og þeyttu eggjahvítunum varlega saman við. Hellið farsinu í smurt form sem þarf að vera svo stórt að það fyllist aðeisn að ¾. Setjið álpappír yfir formið og sjóðið í vatnsbaði í ofni við 200°C í 50 mín. Rækjusósa 1 ½ msk smjör 1 ½ msk hveiti 3 dl fisksoð 1 dl rjómi Salt og pipar Nokkrir dropar af sítrónusafa 300 g rækjur Hrærið saman smjör og hveiti. Bakið upp með soði og rjóma þar til sósan er jöfn. Bragðbætið og látið rækjurnar út í. Gott með laussoðnum kryddhrísgrjónum. Ég skora á Ingibjörgu Ólafs- dóttur og Rúnar Brynjólfsson á Ísafirði að koma með uppskrift í næsta blaði. Sælkeri vikunnar er Sigríður Ólafsdóttir á Ísafirði. „Myndin er tekin sum- arið ’69 þegar ég var 3ja ára. Foreldrar mínir voru báðir í vinnu hjá Vegagerð ríkisins, pabbi á jarðýtu við vegavinnu á Botnsheiði og mamma sem aðstoðar- ráðskona. Pabbi er þarna í matartíma og hann las oft fyrir mig í honum, sýn- ist ég sjá Andrésblað hjá okkur. Það var ekki mikið um að vera fyrir krakka, ein róla en samt gátu þær ráðskonurnar gert öll sín störf en við frænkurnar, Guð- rún Kristín Sveinbjörns- dóttir sem þá var tveggja ára og ég, höfðum alltaf nóg fyrir stafni. Þetta var víst mikið rigningarsum- ar, allavega á Botnsheið- inni og vorum við í polla- göllum úti að leika næstum alla daga.“ Sveinfríður Olga Vetur- liðadóttir, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði. Æsku myndin Úlfar Öndunarson á Flateyri á sér skemmtilegt áhugamál en það er að smíða eftirmyndir skipa. Afraksturinn má sjá á tjörninni á Flateyri á sumrin. „Gamla björgunarskipið María Júlía er loksins fullgert, en það hefur tekið langan tíma. Skipið var rúmt ár í smíðum. Skipin hafa verið á floti á tjörninni á Flateyri, fyrir neðan Sólbakka á sumrin og vakið mikla athygli. Þar hefur verið gamli Ægir, nýi Týr og einn skuttogari sem líkist svolítið gamla Gylli. Svo verður María Júlía sett á flot í sumar. Það má því segja að skipafloti Flateyringa hafi stækkað allverulega“, segir Úlfar og hlær. – Úlfar er strax byrjaður á næsta verki. „Nú er ég að smíða fraktara, nánast út í loftið. Hugmyndin að þessu er mjög gömul og komin frá Birni Inga Bjarnasyni formanni Önfirðingafélagsins. Ég ætlaði að vera búinn að smíða miklu fleiri skip en ég byrjaði ekki fyrr en fyrir tveimur árum. Síðan hefur maður gefið sér smá tíma í þetta. En þetta er bara til gamans gert.“ – Úlfar hefur haft áhuga á bátasmíð frá barnsaldri. „Já alveg síðan í barnaskóla. Ég held að allir sem voru í handa- vinnu hjá Eysteini Gíslasyni hafi smíðað bát og ætli hugmyndin sé ekki bara komin þaðan. Það leynast víða bátar sem gerðir voru í handavinnutíma hjá Eysteini. Og það eru virkilega flottir bátar en þeir voru smíðaðir til að vera inni og þyldu því ekki að vera úti. Bátarnir sem ég hef smíðað eru gerðir til að þola útivinnu og þó er ótrúlegt hvað sér á þeim þegar maður tekur þá upp á haustin. Það þarf mikið viðhald.“ – „Smábáta“floti Flateyrar mun halda áfram að stækka þó það muni gerast smám saman. „Ég á eftir að mála Maríu Júlíu en hún verður sett á flot í vor. Fraktarinn kemst kannski á flot á næsta ári. Við sjáum til hvað gerist.“ Áhuga málið María Júlía er fullgerð fyrir utan að eftir er að mála hana.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.