Bæjarins besta - 22.01.2009, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
Fjórir nýir lögreglumenn til Ísafjarar. „Forkastanleg framkoma.“
Haukur í horni: Ætli þeir setji ljósin á í hraðflutningum? Vitar
varðveittir
Í aðalskipulagi Ísafjarðar-
bæjar fyrir árin 2008-2020
er gert ráð fyrir að vitar sveit-
arfélagsins verði varðveittir
sem menningarminjar auk
hlutverks þeirra sem örygg-
istæki. Aðalskipulagið gerir
ráð fyrir að útliti og ásýnd
vitanna ásamt nánasta um-
hverfi þeirra verði verndað.
Hins vegar er gert ráð fyrir
svigrúmi fyrir breyttri notk-
un, svo sem íbúðum eða
ferðaþjónustu ef fyrri not
leggjast af. „Vitar eru sam-
ofnir sögu og menningu
íslensku þjóðarinnar. Þeir
gegna enn í dag öryggishlut-
verki en einnig eru þeir að-
dráttarafl ferðamanna enda
sérstæð mannvirki á mynd-
rænum stöðum“, segir í drög-
um að aðalskipulaginu.
Alls eru átta vitar í sveitar-
félaginu, reknir af Siglinga-
stofnun Íslands. Vitarnir eru
byggðir á árunum 1919-
1964. Þeir eru: Arnarnesviti
frá árinu 1921, Svalvogaviti
(1920), Galtarviti en bygg-
ingarár hans voru 1920/1959.
Æðeyjarviti (1944). Sléttu-
eyrarviti (1945). Straumnes-
viti frá 1919. Hornbjargsviti
frá 1930 og Sauðnesviti við
Súgandafjörð (1964).
Biðlisti eftir leikskólaplássi í
Ísafjarðarbæ er orðinn með leng-
ra móti en vonast er til að öll 18
mánaða börn og eldri komist inn
á leikskóla í vor. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Skóla- og fjöl-
skylduskrifstofu er 21 barn á bið-
lista sem er orðið eins árs auk
þess sem um 15 börn verða eins
árs á fyrri hluta þessa árs. „Við
miðum við að öll 18 mánaða
börn og eldri komist inn á vorin,
og ætti það að ganga upp í vor,
þegar við förum að taka ný börn
inn. Þó er árgangurinn sem er að
ljúka leikskólagöngu sinni mjög
fámennur, en ég á samt ekki von
á öðru en að það takist“, segir
Sigurlína Jónasdóttir, leikskóla-
fulltrúi Ísafjarðarbæjar.
Allir leikskólar sveitarfélags-
ins eru fullmannaðir. „Við höfum
í gegnum tíðina haft mjög stöð-
ugan og góðan starfsmannahóp í
leikskólum Ísafjarðarbæjar“,
segir Sigurlína. Undanfarin ár
hefur verið mikil þörf fyrir dag-
foreldra en lengi vel var aðeins
ein dagmamma var starfandi í
sveitarfélaginu en nú er öldin
önnur. „Við erum við með tvær
dagmömmur og sú þriðja er að
bætast í hópinn, sem er mjög gott,
þar sem að mikil þörf er núna
fyrir dagmæður“, segir Sigurlína.
Í Ísafjarðarbæ eru sex leikskól-
ar, Sólborg og Eyrarskjól á Ísa-
firði, Bakkaskjól í Hnífsdal, Tjarn-
arbær á Suðureyri, Laufás á Þing-
eyri og Grænigarður á Flateyri.
Biðlisti eftir leikskólaplássi
með lengra móti í Ísafjarðarbæ
Sólborg, stærsti leikskóli Ísafjarðarbæjar.