Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
Ritstjórnargrein
Ábyrgðin er okkar allra
Útgefandi:
H-prent ehf.,
kt. 600690-1169,
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður,
sími 456 4560, fax 456 4564
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, bb@bb.is
Blaðamenn:
Thelma Hjaltadóttir,
símar 456 4693 og 849
8699, thelma@bb.is
Birgir Olgeirsson, símar
456 4560 og 867 7802,
birgir@bb.is
Ritstjóri netútgáfu bb.is:
Sigurjón J. Sigurðsson
Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson, sími
894 6125, halldor@bb.is.
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
og Halldór Sveinbjörnsson
Lausasöluverð er kr. 400
eintakið með vsk. Veittur er
afsláttur til elli- og örorku-
lífeyrisþega. Einnig sé greitt
með greiðslukorti.
Önnur útgáfa:
Ferðablaðið
Á ferð um Vestfirði. ·
ISSN 1670 - 021X
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Ákveðin norðaustanátt,
10-15 m/s og éljagangur
eða slydda. Hiti nálægt
frostmarki. Horfur á
laugardag: Ákveðin
norðaustanátt, 10-15 m/s
og éljagangur eða
slydda. Hiti nálægt
frostmarki Horfur á
sunnudag: Útlit fyrir
norðaustanátt með éljum
og vægu frosti.
Spurningin
Er í lagi að
fyrirtæki misnoti
atvinnuleysisbætur?
Alls svöruðu 671.
Já sögðu 28 eða 4%
Nei sögðu 643 eða 96%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Fréttablaðið
21. desember 2004
Hetjur sem
hætta lífi sínu
(Blair lýsti því yfir að þeir
íröksku embættismenn sem
ynnu að undirbúningi kosn-
inganna þann 30. janúar 2005
væru hetjur sem stofnuðu lífi
sínu í hættu á hverjum degi í
þágu lýðræðis)
Gömlu sannindin að styrkleiki keðjunnar er aldrei meiri en veikasti
hlekkurinn, minna daglega á sig, þótt okkur hætti til að loka augun-
um fyrir þeim sakir anna í leit að markmiðum, sem gleymst hefur að
skilgreina þörfina fyrir.
Jón Páll Hreinsson, formaður Héraðssambands Vestfirðinga og
Tónlistarfélags Ísafjarðar, reit fyrir skömmu grein á bb.is. sem hann
kallaði Dæmisögu úr miðbæ Ísafjarðar; grein sem rétt er að hvetja til
lesturs á en þó umfram allt, þá er það gera, að tileinka sér boðskapinn.
Í upphafi greinarinnar segir Jón Páll: ,,Miðbærinn á Ísafirði er
flottur og einna stoltastur er ég þegar erlendir gestir segja mér frá
upplifun sinni af Ísafirði. Þeir segja að það komi þeim á óvart hversu
mikill heimsborgarblær er á þessu litla þorpi. ,,Surprisingly cosmo-
politan“ segja sumir.“ Þótt í því kunni að leynast sjálfsánægja skal
hiklaust sagt að þetta mat útlendra kemur ekki á óvart. Í ljósi þessara
jákvæðu ummæla verður enn grátlegra að lesa miðkafla greinar Jóns
Páls þar sem hann fjallar um umgengi okkar sjálfra í miðbænum;
nokkuð sem ekki verður ráðin bót á nema við lítum öll í eigin barm;
nokkuð sem verður að uppræta.
Greinarhöfundur spyr hvað læra megi af sögunni sem hann segir
um ástandið í miðbænum. ,,Fyrir utan það að góðverk borga sig,“
segir hann, ,,þá fékk þetta mig til að hugsa um mína eigin ábyrgð í
samfélaginu. Nú eru erfiðir tímar eins og allir þekkja og óvissa um
framtíðina. Óvissan getur dregið úr okkur kraft. Við þurfum að
halda í kraftinn sem í okkur býr og nú sem aldrei fyrr þurfum við að
virka saman sem samfélag. Í því felast litlir hlutir eins og að henda
ekki rusli á götuna og líka tína það upp fyrir þá sem gleyma sér. Taka
til í garðinum og fyrir framan húsið. Hann felst líka í að mæta á
menningarviðburði, taka þátt í íþróttaviðburðum með börnunum
okkar og hvetja þau til dáða. Umfram allt, þarf hver og einn að líta
í eigin barm og hugsa með sér ,,hvað hef ég fram að færa?“ Því það
er einu sinni þannig að allir hafa eitthvað fram að færa til samfélagsins,
hversu lítið það kann að vera.“ Og Jón Páll lýkur grein sinni með eft-
irfarandi orðum: ,,Krafturinn sem býr í samfélaginu og fær erlenda
gesti til að upplifa Ísafjörð sem ,,surprisingly cosmopolitan“ og
heimamenn til að vilja mest af öllu halda áfram að búa á þessu harð-
býla skeri má ekki þverra. Það er á ábyrgð hvers og eins að halda í
hann.“
Sagan um föðurinn sem með einföldum hætti sýndi sonum sínum
fram á að spýtnaknippið gætu þeir ekki brotið, þótt hver og ein stök
grein þess mætti sín lítils, er þörf upprifjun á þeim tímum sem nú
fara í hönd.
Kraftinn sem felst í samheldninni verður að virkja.
Að það takist er á ábyrgð hvers og eins okkar.
Að það takist er okkar helsta von. s.h.
Í drögum að nýju aðalskipulagi
í Ísafjarðarbæ er lögð áhersla á
að uppbyggingu hjúkrunarheim-
ilis á Ísafirði verði hraðað eins
og kostur er og úrræði á Þingeyri
og Flateyri verði í samræmi við
þarfir eldri borgara. Gert er ráð
fyrir að nýtt hjúkrunarheimili rísi
í nálægð við Fjórðungssjúkra-
húsið. Þar er nægt rými og mögu-
leikar fyrir frekari stækkanir
stofnana sem og útivistarsvæða í
tengslum við þær. „Mikilvægt er
að eldri borgarar í sveitarfélaginu
geti valið dvalarúrræði í sam-
ræmi við þarfir og þeir hafi per-
sónulegt svigrúm og einkalíf æv-
ina á enda. Heimaþjónusta er
mikilvægur þáttur í úrræðum
eldri borgara en þar skipta örugg-
ar samgöngur verulegu máli.
Lögð er áhersla á að húsnæði
heilsugæslu og sjúkrahúss verði
ávallt í samræmi við þarfir starf-
seminnar, einstaklinga og starfs-
manna“, segir í greinargerð með
aðalskipulagsdrögunum.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
rekur á Ísafirði fjórðungssjúkra-
hús sem veitir almenna bráða-
og sjúkraþjónustu og heilsu-
gæslustöðina sem veitir almenna
heilsugæsluþjónustu. Auk þess
er heilsugæsla á Flateyri, Þing-
eyri og Suðureyri. Heilsugæsl-
urnar á Þingeyri og Suðureyri
eru í hentugu húsnæði en hún er
í eldra húsnæði á Flateyri.
Hlíf I og II á Ísafirði er þjón-
ustustofnun fyrir aldraða. Þar eru
72 leigu- og eignaríbúðir, auk
ýmiskonar þjónustu fyrir aldraða.
Dvalar- og hjúkrunarheimili
Tjörn er starfrækt á Þingeyri er
með rými fyrir 12 íbúa í herbergj-
um og íbúðum. Hjúkrunarheim-
ilið Sólborg er starfrækt á Flateyri
með rými fyrir átta íbúa. Aldraðir
sem þurfa mikla aðhlynningu er
dvelja á öldrunardeild Fjórðungs-
sjúkrahússins en skortur er á
rýmum á hjúkrunarheimilum.
Samkvæmt umsögn þjónustu-
hóps aldraðra sem starfar á
vegum bæjarstjórnar eru 37 ein-
staklingar í brýnni þörf fyrir að
dvelja á hjúkrunarheimili.
Í sveitarfélaginu eru 450 manns
yfir 67 ára aldri eða 11,3% af
heildarmannfjölda. Hlutfall eldri
borgara hefur farið hækkandi og
er líklegt að svo verði áfram að
því er fram kemur í greinargerð-
inni. – thelma@bb.is
Uppbyggingu hjúkrunarheim-
ilis á Ísafirði verði hraðað
Á Hlíf á Ísafirði eru 72 íbúðir ætlaðar öldruðum.