Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 7 Þrír nýútskrifaðir lögreglu- menn hafa nú hafið störf hjá lög- reglunni á Ísafirði og hafði einn til viðbótar bæst í hópinn í nóv- ember. Allar stöður lögreglu- manna á Vestfjörðum eru því mannaðar menntuðum lögreglu- mönnum. Einn þessara nýju svartstakka er Kolbrún Björg Jónsdóttir sem hafði aldrei áður komið Ísafjarðar. Eins og alþjóð veit er starfið krefjandi en á lög- regluvefnum segir að lögreglu- menn gegni störfum sínum með það að leiðarljósi að þjóna sam- félaginu af heiðarleika, hlut- lægni, réttsýni, nærgætni, trú- mennsku, þagmælsku og þekk- ingu. Eins og gefur að skilja er það vandasamt verk og eins og Kolbrún orðar það sjálf getur allt gert í þessu starfi. Bæjarins besta kíkti á Kolbrúnu á fyrstu vaktinni hennar á Ísafirði. – Hvaðan ertu og hvað kom til að þú gekkst í lið lögreglunnar á Ísafirði? „Ég er frá Akureyri og hef aldrei áður komið til Vestfjarða. Ég var að bíða eftir vinnu í Reyk- javík og það var hvergi vinnu að hafa svo ég ákvað að slá til, koma til Ísafjarðar og prófa eitthvað nýtt. Hér er ég reyndar í tíma- bundinni vinnu og veit ekki hversu lengi ég fæ vinnu.“ – Hvað er það við lögreglu- starfið sem heillaði þig? „Ég hef ætlað að verða lögga frá því að ég var pínulítil, það hefur alltaf verið draumastarfið. Ætli það sé ekki spennan sem heillar en maður veit aldrei hvert næsta verkefni er. Maður kynnist mörgu, bæði slæmu og góðu, og það er mjög gefandi að láta gott af sér leiða og geta hjálpað fólki sem á í vandræðum.“ – Kolbrún útskrifaðist úr Lög- regluskólanum 12. desember en það þarf að fylgja stífu pró- grammi til þess að útskrifast sem lögreglumaður. „Það eru mjög stífar æfingar og við látin læra mjög mikið. Námið skiptist í bóklegt, verk- legt, og síðan er mikil líkams- þjálfun. Þetta reynir mjög mikið á mann líkamlega en við þurfum að standast hlaupapróf, ýmis þrekpróf og alls kyns önnur bók- leg próf á fyrri önninni. Síðan tekur verið verknám í áttu mán- uði og svo tekur seinni önnin við. Á henni er bóklegt nám, mikil líkamsþjálfun og mikið af verklegum æfingum. Það eru sett upp margs konar verkefni fyrir okkur sem við þurfum síðan að leysa, einsömul eða fleiri saman. Námið sem tekur allt tæplega 1 ½ ár miðar allt að því að undirbúa okkur sem best fyrri þau verkefni sem við síðan þurfum að leysa þegar í raunveruleikann er kom- ið.“ – Kolbrún var nú ekki ókunnug lögreglustarfinu áður en hún fór í skólann. „Ég byrjaði í löggunni á Ak- ureyri í júní 2007 og fór svo um haustið í Lögregluskólann. Í jan- úar 2008 fór ég í starfsnám og var fjóra mánuði í Reykjavík og aðra fjóra á Akureyri. Að því loknu var svo fjögurra mánaða keyrsla aftur í skólanum. Skól- anum lauk 12. desember og síðan þá hef ég verið að leita mér að vinnu.“ – Hvernig leggst það í þig að vera komin til Ísafjarðar? „Mér líst mjög vel á þennan bæ og vinnufélagarnir eru alveg frábærir. Við erum þrjú að byrja núna, ég og tveir aðrir strákar sem útskrifuðust með mér úr Lögregluskólanum. Fólkið í bænum er mjög vingjarnlegt og hér er mjög fallegt. Mér var strax boðið að koma á æfingar með blakliðinu, Skellur, en ég spila með Þrótti í fyrstu deildinni í Reykjavík.“ – Eru ísfirsku blakararnir ekki ánægðir með að fá svona reynda manneskju í liðið? „Það á eftir að koma í ljós en ég verð að reyna að standa mig. Fyrsta æfingin er á eftir“, segir Kolbrún og hlær. Blaðamaður kveður þennan glaðlega og vin- gjarnlega lögreglumann og leyfir honum að halda áfram með störf sín. Á fyrstu vaktinni í nýju starfi

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.