Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 11 „Tófan er að útrýma öllu hér. Það sést enginn fugl lengur. Það er eins og maður sé í dauðum dal. Það er hvorki lóa, þröstur og ekki rjúpa,“ segir Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi á Laugabóli í Ísafjarðardjúpi en hún segir það afar slæmt að ekki sé gert neitt til að halda tófunni í skefjum. Hún segist hafa reynt að tala við yfirvöld en ekkert hafi verið gert. Aðspurð hvernig búskapur á Laugabóli hefur gengið í vetur segir Ragna hann ekki hafa geng- ið nokkurn skapaðan hlut. „Ég mjaðmabrotnaði fyrr í vetur og fór suður á Borgarholtsspítala og er nýkomin heim. Þetta tekur langan tíma að jafna sig,“ segir Ragna. Hún segist aðspurð lítast skelfilega á búskap í djúpinu næstu árin. „Þetta er allt að verða gamalt fólk og er ein og tvær manneskjur á hverjum bæ. Það er ekkert á að lítast, þetta er hörmung. Þetta er allt að fara í eyði,“ segir Ragna. Hún segist ekki vita hvort hún haldi áfram búskap á Lauga- bóli á næstu árin en henni þætti ekki ljúft að fara frá bænum. „En það kemur nú að því hjá mér eins og hjá öðrum,“ segir Ragna. Hún er með rúmlega 140 kindur. „Og ekkert annað dýr nema hundinn og köttinn. Svo er maður hjá mér til að hjálpa mér að hugsa um féð,“ segir Ragna. Það er annars mjög gott veður og lítill snjór á Laugabóli og er ekkert annað að gera en að bíða eftir vorinu að sögn Rögnu. – birgir@bb.is „Tófan veldur miklum skaða“ „Tófan er að útrýma öllu hér. Það sést eng- inn fugl lengur. Það er eins og maður sé í dauðum dal. Það er hvorki lóa, þröstur og ekki rjúpa,“ segir Ragna Aðalsteins- dóttir, bóndi á Laugabóli í Ísafjarðardjúpi. Finnbogi Sveinbjörnsson, for- maður Verkalýðsfélags Vestfirð- inga, hefur miklar áhyggjur af auknu atvinnuleysi í fjórðungn- um. „Þó talað sé um að atvinnu- leysi sé lægst á Vestfjörðum mið- að við annars á landinu verða menn að athuga að hér hefur at- vinnuleysi fimmfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Við erum að sjá töluna 82 á atvinnuleysisskrá sem var 16.-17. í janúar í fyrra. Það er því gríðarleg fjölgun og 3- 4 einstaklingar sem bætast við vikulega.“ Finnbogi þakkar þó fyrir að ekki hefur þurft að grípa til fjölda- uppsagna vegna efnahagskrís- unnar. „Við höfum verið það lán- söm á Vestfjörðum að ekki hafi komið til stóruppsagna í fjórð- ungnum. Ein hópuppsögn hefur verið vegna bankakrísunnar og því munu um 12 einstaklingar úr því fyrirtæki bætast við tölu at- vinnulausra um næstu mánaða- mót, þannig að við Vestfirðingar sjáum brátt þriggja stafa tölu á atvinnuleysisskránni sem hefur ekki sést hér mjög lengi. Við höfum staðið frammi fyrir því að atvinnuleysið hefur flutt úr fjórðungnum þangað sem þensl- an hefur verið. Nú er fólk frekar að flytja heim aftur en því miður getum við ekki boðið þeim þau störf sem við gjarnan hefðum viljað.“ Finnbogi segir að Vestfirðing- ar væru ef til vill að horfa á annað landslag ef tillögur Vest- fjarðaskýrslunnar hefðu gengið betur eftir. „Unnið var mjög gott starf við Vestfjarðaskýrsluna en því miður hafa þeir sem áttu að efna loforðin sem þar voru gefin ekki staðið við sitt. Þar af leiðandi höfum við ekki séð nema brot af þeim 85 störfum sem lofað var þrátt fyrir að komið sé vel á annað ár síðan skýrslan var kynnt fyrir Vestfirðingum.“ Þá vill Finnbogi benda fólki á að kynna sér rétt sinn hjá stéttar- félögum enda hafi sjaldan, eða jafnvel aldrei, verið eins mikil þörf á því að þekkja réttindi sín. „Mikið magn af upplýsingum er á vef stéttarfélaga“, bendir Finn- bogi á. – thelma@bb.is Atvinnuleysið á Vestfjörðum hefur fimmfaldast á einu ári Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.