Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Síða 12

Bæjarins besta - 22.01.2009, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Viðfangsefni prest fjölbreyttari úti á l Séra Agnes M. Sigurðardóttir hefur verið sóknarprestur í Bolungarvík síðustu fjórtán árin eða frá 1994 og prófastur í nærfellt áratug. Þar fetar hún í spor föður síns, séra Sigurðar heitins Kristjánssonar sóknarprests á Ísafirði, sem á sínum tíma var prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi. Sr. Agnes varð prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi árið 1999 og tók þá við þeirri stöðu af séra Baldri Vilhelmssyni í Vatnsfirði við Djúp. Árið 2005 voru síðan Ísafjarðarprófastsdæmi og Barðastrand- arprófastsdæmi sameinuð undir heitinu Vestfjarðaprófasts- dæmi, sem spannar Ísafjarðarsýslur, Barðastrandarsýslur og tvær sóknir í Dalasýslu (Staðarhólssókn og Skarðssókn). Allir vita að prestar messa, skíra börn, gefa saman hjón og syngja yfir látnum við útfarir. Mikið af starfi þeirra er samt unnið í kyrrþey og ekki fyrir opnum tjöldum. Það er sálgæslu- starfið meðal sóknarbarnanna. Og líklega vita ekki nærri allir hvað prófastur er og hvað hann gerir, þó að þeir kannist við titilinn. Hvað felst í starfi prófasts? Er það fyrst og fremst skrifborðsvinna, eða hvað? „Prófastar eru stundum kallaðir augu og eyru biskups í héraðinu“, segir sr. Agnes. „Við vinnum sem undirmenn biskupsins í umdæmum okkar. Við erum ekki yfirmenn prestanna heldur má segja að við séum þar fremstir meðal jafningja. Já, hjá okkur er vissulega mikil vinna við skrifborðið að fylgja eftir lögum og reglum og fylgja eftir beiðnum frá Biskupsstofu og annað slíkt. Heima í héraði höfum við sam- band við prestana og sóknarnefndirnar og starfsfólk kirkn- anna eftir atvikum. Prófastsstarfinu fylgja því töluverð ferða- lög. Árlega eru haldnir héraðsfundir sem prófastur boðar til og fer yfir stöðu mála frá síðasta fundi. Þar eru fengnar fréttir úr sóknunum og bornar saman bækur og kynntar nýjar regl- ur og ný lög. Jafnframt er þar oft einhver fræðsla um það hvað kirkjan hefur fram að færa og hvað kirkjan í héraði get- ur gert til að efla og bæta samfélagið.“ Séra Agnes vígðist til prests haustið 1981 og tók þá vígslu sem æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, en lögum samkvæmt varð æskulýðsfulltrúinn að vera prestsvígð manneskja. Því starfi gegndi hún næstu fimm árin. Árið 1986 fluttist hún að Hvanneyri í Borgarfirði og var sóknarprestur þar í prestakall- inu með fjórar sóknir næstu átta árin. Eftir það lá leiðin til Bolungarvíkur. – Varðandi prestsstarfið þekkja allir hinar föstu athafnir eins og skírnir, hjónavígslur og greftranir, fyrir utan almennar guðsþjónustur. En hlutverk og starf prestsins er miklu víð- tækara þótt þau verkefni séu ekki eins áberandi ... „Grunnþættir prestsstarfsins eru sálgæsla, boðun og fræðsla“, segir sr. Agnes. „Sálgæslustarfið fer fram innan fjögurra veggja og berst ekki þaðan út, er ekki opinbert. Í þetta starf fer mjög mismikill tími. Það geta komið dagar þeg- ar nánast allur dagurinn fer í slík mál og síðan koma dagar þegar ekkert slíkt kemur upp, eins og gengur. Þessi mál eru af margvíslegum toga. Hvað okkur prestana úti á landi varðar, þá eru hér færri fræðingar sem fólk getur leitað til en á suð- vesturhorni landsins, þannig að við fáum kannski fjölþættari viðfangsefni og höfum heldur ekki eins mikla möguleika að vísa fólki annað. Ég get trúað því að sálgæsla af ýmsu tagi geti verið frá þriðjungi og upp í vel yfir helminginn af vinnunni okkar.“ Boðunin felst í predikunum sem krefjast undirbúnings og hann tekur sinn tíma. „Við þurfum að lesa okkur til og fylgjast vel með því sem er að gerast í þjóðfélaginu og í heiminum og koma því til skila hvernig trúin og guðfræðin taka á þessum málum. Við þurfum að tala til samtímans á grunni hinna eldgömlu sanninda kristinnar trúar, sem hafa fylgt mannkyninu í tvö þúsund ár. Fræðslan fer einnig fram í predikunum en ekki síður í ferm- ingarfræðslunni og barnastarfinu. Sum árin hef ég verið með biblíulestra, sem eru líka fræðsla í leiðinni. Stundum flytur presturinn líka fræðsluerindi á fundum.“ – Varðandi sálgæsluna og slík viðfangsefni mætti e.t.v. fara almennum orðum án þess að binda það neitt sérstaklega við þinn núverandi söfnuð eða þitt hérað, heldur almenna reynslu þína frá því að þú vígðist til prests fyrir meira en aldarfjórðungi. Hvaða mál finnast þér erfiðust? „Fjölskyldumál eru erfiðust. Þau eru viðkvæmust og sárust hjá fólki og þess vegna finnast mér þau erfiðust. Það getur verið erfitt við að fást þegar hlutirnir ganga ekki upp í fjölskyldum af einhverjum ástæðum. Það getur verið ósætti, það getur verið óregla, það getur verið ofbeldi. Það er svo margt sem getur kom- ið upp í fjölskyldulífi.“ – Nú er talsverður munur bæði á helgisiðum og starfsháttum hjá kaþólsku kirkjunni og hinni lúthersku. Hjá kirkjudeildum lútherskra eru t.d. engir skriftastólar eins og hjá kaþólskum, en er einhver eðlismunur í því efni? „Vissulega höfum við ekki beinlínis skriftastól í lúthersku kirkjunni, en við prestarnir hlustum auðvitað á sóknarbörnin rétt eins og hinir kaþólsku, þó að hjá okkur sé ekki neitt skilrúm á milli eins og við sjáum í bíómyndum. Það er í rauninni enginn eðlismunur á þessum samtölum. Í báðum tilvikum er presturinn fyrst og fremst hlustandi. Sálgæslusamtöl bera mestan og bestan árangur þegar skjólstæðingurinn finnur sjálfur lausnina í sam- ræðunum.“ „Þegar mjög erfið og vandasöm mál koma til kasta presta, vísa þeir þá fólki til einhverra sérfræðinga á öðrum sviðum? „Presturinn er ekki meðferðaraðili en við höfum lært ýmislegt í grunnnámi okkar í guðfræðideildinni og síðan áfram í kirkj- unni, meðal annars gegnum handleiðslu og fleira. Við höfum lært nokkuð að gera okkur grein fyrir því hver grunnur vanda- málsins er, hvort það muni vera t.d. af læknisfræðilegum toga eða sálfræðilegum, þannig að við getum þá vísað því áfram í hendur þeirra sem best eru til þess færir. Við reynum að gera okkur grein fyrir því hvort við prestarnir getum sjálfir hjálpað eða hvort við getum best hjálpað með því að vísa annað.“ Fyrir utan guðfræðinámið og reynslusjóðinn í starfinu getur persónuleg lífsreynsla presta að sjálfsögðu verið þeim dýrmætt vegarnesti í sálgæslunni. Sr. Agnes segir að öll persónuleg reynsla gagnist í starfinu og auki skilninginn á líðan og reynslu annarra. Þegar hún er spurð hverjar séu helstu fagnaðarstundir hennar í starfi, hennar bestu stundir, þá svarar hún: „Þegar mér finnst ég hafa orðið að liði. Bestu stundir mínar í starfinu eru líklega þegar ég get komið því til leiðar að fólk sem ég er að vinna með finnur að trúin hjálpar, finnur að trúin gagn- ast í daglegu lífi.“ Sr. Agnes nefnir líka að stundum sé sagt að fólk sé ekkert nema vaninn. „Það á við í trúmálum sem öðru. Fólk seg um: Ég fer mjög sjaldan í kirkju, hugsa oft um að far en geri það svo yfirleitt ekki, en alltaf þegar ég kem, þá svo vel á eftir. Það eru margir jákvæðir í garð kirkjun þeir sitji ekki alltaf á bekk þegar messað er.“ Börn séra Agnesar M. Sigurðardóttur eru þrjú. Elst urður, 28 ára. Hann er kominn aftur heim til Íslands doktorsprófi í stærðfræði í Oxford. Margrét sem er 22 læra hagfræði og söng í Reykjavík. Baldur sem er tv heima í Víkinni í vetur. Hann er stuðningsfulltrúi í Gr anum ásamt fleiru og hugsar hvert skal stefna í framt – hlyn

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.