Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 14

Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Hverju á að trúa? Bloggið Á nokkrum dögum hef ég séð umfjöllun fjögurra hagfræðinga um leið út úr kreppunni. Tveir eru íslenskir og tveir erlendir. Allir hafa þeir eitthvað til mál- anna að leggja. Athyglisverður er munur á skoðun þeirra í gjald- miðilsmálum. Útlendingarnir tveir eiga það sameiginlegt að hafa varað við bankakreppu á Íslandi og fengið mikla gagnrýni fyrir. Nú, þegar þeir hafa reynst sannspáir, er leitað álits hjá þeim um fram- haldið. Útlendingarnir tveir eru sammála um það að bíða með breyt- ingar á gjaldmiðli. Vinna sig út úr kreppunni fyrst og huga að gjald- miðilsbreytingu síðar. - - - Íslendingarnir tveir eru hvor á sínum endanum. Annar vill einhliða upptöku strax, hinn telur að breyting gæti orðið til tjóns en krónan sé vörnin í kreppunni. Hverju eiga svo þeir að trúa sem ekki hafa lögmál hagfræðinnar á takteinum? Miðað við þá þróun sem víða má sjá í Evrulöndum hallast ég að áliti þeirra erlendu. Haraldur Hansson – Enginn er verri þótt hann vakni http://maeglika.blog.is/blog/maeglika/ Draumur? Á dögunum ræddi ég við sænsk- an blaðamann og einhvern indæl- asta ljóðaútgefanda Svía, Per Bergström, um íslenska menn- ingu, Nýhil og fleira. Þar ræddum við m.a. bankasamkrull íslenskra listamanna í þaula – með áherslu á Nýhil – en ég nefndi m.a. áður- nefnda bankaauglýsingu með Sjón og svo fótboltaauglýsing- una frægu, með Einari Kárasyni, Krumma í Mínus, Dóra DNA, Sigmundi Erni, Vidda í Trabant, Siv Friðleifs, Gísla Marteini og fleirum. Einhvern veginn ruglaðist það saman og Per sagði Sjón hafa verið í fótboltaauglýsingunni, og birtust þær upplýsingar í við- tali við Andra Snæ. Sjón er snöggur til og leiðrétti þetta undireins – segist aldrei hafa þegið fjárstuðning frá einkabönkunum fyrir sína vinnu, annað en margir aðrir íslenskir listamenn og rithöfundar. Mér er engin fróun í því að ljúga upp á fólk – og spyr því: Var mig að dreyma þessa bankaauglýsingu? Eiríkur Örn Norðdahl – Fjallabaksleiðin http://www.norddahl.org/ Kosningar? Nú hefur menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lýst þeirri skoðun sinni að líklega þurfi að kjósa áður en þetta kjörtímabil renni út, það megi þó ekki gera fyrr en eftir 1. nóvember á þessu ári. Með því móti fá spillingaröfl- in allt of langan tíma til að klára að rústa samfélagið okkar - að mínu mati. Ég vil kosningar í vor. Þorgerður Katrín sagði ann- ars að það væri rétt sem komið hefði fram að mörg mistök hefðu verið gerð við efnahagsstjórn Íslands, meðal annars það að tryggja ekki dreifða eignaraðild að bönkunum þegar þeir vor seldir. Því er ég sammála. Hún sagði líka að margt hefði verið rétt gert, eins og það að ná ríkssjóði hallalausum. Auðvitað er gott að vera skuldlaus en maður verður líka að hugsa um hvaðan peningarnir koma sem maður er að nota. Þetta er eins og að efnast á eiturlyfjasölu og hrósa sér svo af því að hafa notað hagnaðinn til að borga niður skuldir. Þeir fjármunir sem voru notaðir til að borga niður skuldir ríkissjóðs voru skatttekjur af viðskiptum sem svo eru búin að setja þjóðina á hausinn. Jóna Benediktsdóttir http://jonaben.blog.is/blog/jonaben/ Elsta berg landsins að finna á Vestfjörðum Elsta berg sem fundist hefur á landinu er að finna á annesjum í Ísafjarðarbæ. „Ísafjarðarbær liggur utan virku gosbelta lands- ins. Þar er að finna berg sem er allt að 14-15 milljón ára gamalt basalt frá tertíer á ystu nesjum. Ekki hefur fundist eldra berg á landinu. Hraunlögum hallar inn að gosbelti landsins eins og glöggt má sjá í fjallshlíðum á svæðinu“, segir í greinargerð að aðalskipu- lagi Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2008-2020. Þar kemur einnig fram að finna má fornar megin- eldstöðvar sem hafa mótað lands- lag svæðisins með fjölbreyttum bergtegundum, berggöngum og bergstöndum. Landslagið ein- kennist af hásléttum sem jöklar ísaldarinnar hafa grafið sig niður í og myndað firði og dali. Firðirnir eru oftast mjóir og þröngir með háum og bröttum fjallshlíðum sem ganga víða í sjó fram. Hvilftir og berggangar eru algengar í fjallshlíðum. Skriðujarðvegur er algengasti jarðvegur á Vestfjörðum. Lítið er um móajarðveg nema helst á heiðum og undirlendi er frekar takmarkað. Á landsvæði norðan Djúps, Hornströndum, Jökul- fjörðum og Snæfjallaströnd, eru tvær fornar megineldstöðvar er hafa mótað landslag á svæðinu með fjölbreytilegum bergtegund- um, berggöngum og bergstönd- um. – thelma@bb.is Launþegar í Bolungarvík þurfa að greiða 38,71% skatt af sínum launum í staðinn fyrir 37,2% þegar kemur að uppgjöri álagn- ingar fyrir árið 2009. Eins og greint hefur verið frá ákvað bæj- arstjórn Bolungarvíkur á síðasta fundi fyrir áramót að leggja á 10% álagningu á hámarksút- svarsprósentu launþega með lög- heimili í Bolungarvík fyrir tekju- árið 2009. Leyfileg útsvarsprósenta var 13.28% og því er útsvarsprósenta árið 2009 í Bolungarvík 14,61%. Launþegar í Bolungarvík greiða því samþykkt aukaálag á útsvar eftir uppgjörsálagningu 1. ágúst 2010. Sem dæmi þarf sá launþegi sem hefur 3.000.000 krónur í tekjur fyrir árið 2009 að greiða 43.488 krónur í aukaálag. Skattahlutfall í staðgreiðslu árið 2009 er 37,2% sem saman- stendur af 24,1 % tekjuskatti og meðaltalsútsvarsprósentu í land- inu sem er 13,1%, aukaálagið er ekki sett inn í staðgreiðsluprós- entuna heldur er þetta lagt á þegar uppgjör skatts fyrir árið 2009 á sér stað. Frá þessu var sagt á vef Bolungarvíkur en nánar upplýs- ingar um álagningu skatts er að finna á vefsíðu ríkisskattstjóra og hjá skattstofum. – thelma@bb.is Bolvíkingar greiða 38,71% skatt Erlend langtímalán Ísafjarðarbæjar skiptast þannig á gjaldmiðla: EUR: 5.455.955 USD: 452.516 JPY: 21.768.054 CHF: 278.150 GBP: 100.283 DKK: 151.914 SEK: 1.104.778 NOK: 340.220 Heildarskuldir Ísafjarðarbæjar í erlendri mynt voru 1,1 milljarður króna miðað við gengi gjaldmiðla 31. desember 2008. Samkvæmt því er gengistap sveitarfélagsins um 480 millj- ónir króna á síðasta ári. Verðtryggð íslensk lán hjá Ísafjarðarbæ verða 2,9 milljarðar króna ef fjárhagsáætlun síðasta árs, þar sem gert var ráð fyrir 419 milljóna króna lántökum, stenst. Þá er verðbótahækkun þeirra lána um 420 milljónir króna. Samkvæmt útreikningum blaðsins gætu langtímaskuldir Ísa- fjarðarbæjar verið orðnar tæpir fjórir milljarðar króna og gengistap og verðhækkun lána á árinu 2008 um 900 milljónir króna. Það er þó rétt að benda á að um áramót var gengið hátt og gera má ráð fyrir að gengisvísitalan fari niðurávið á árinu. Langtímaskuldir nálægt 4 milljörðum Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.