Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 15
Hraunlögum hallar inn að gosbelti landsins eins og glöggt má sjá í fjallshlíðum á svæðinu segir í greinargerð með aðalskipulagsdrögum fyrir Ísafjarðarbæ.
Ný dönsk
tekur upp
í Tanknum
„Við ætlum að taka upp
þar en upptökurnar eru part-
ur af lengra ferli sem við
erum að byrja á,“ segir Björn
Jörundur Friðbjörnsson, söng-
vari og bassaleikari í hljóm-
sveitinni Ný dönsk, aðspurð-
ur um orðróm þess efnis að
hljómsveitin ætli að taka upp
í Tanknum í Önundarfirði í
vetur.
„Það er ekki alveg rétt að
hljómsveitin ætli að taka upp
plötu heldur er um að ræða
nokkur lög. Við ætlum að
koma vestur og dvelja þar
og halda tónleika. Hvenær
það verður nákvæmlega
kemur í ljós síðar og verður
auglýst vel,“ segir Björn Jör-
undur.
Setja Íslands-
met í jógaiðkun
Laugardaginn 24. janúar
nk. er stefnt á Íslandsmet í
jógaiðkun á Ísafirði. Það er
Martha Ernstdóttir, jóga-
kennari á Ísafirði sem stend-
ur að atlögunni að Íslands-
metinu, í tilefni af alsherja
jógaástundunardeginum í
Bandaríkjunum, sem er sama
dag.
„Ég starfa við að kenna
jóga á Ísafirði og datt í hug
að hafa jógaástundunardag
á Ísafirði, sama dag og í Banda-
ríkjunum. Ég er búin að fá
íþróttahúsið á Torfnesi og
ég ætla að reyna að fá sem
flesta til að mæta og stunda
jóga og setja Íslandsmet í jóga-
iðkun,“ segir Martha. Frítt
er í íþróttahúsið fyrir þá sem
vilja stunda jóga með Mörthu
á jógadeginum og vonast
hún til að sjá sem flesta.
Erfitt að fresta fram-
kvæmdum sem vernda líf
Verið er að vinna í athuga-
semdum sem bárust vegna
umhverfismatsskýrslu vegna
fyrirhugaðra snjóflóðavarna
ofan Holtahverfis á Ísafirði
og að því loknu verður hún
lögð fram fyrir Skipulags-
stofnun. Engin athugasemd
barst frá íbúum í Holtahverfi
og að sögn Jóhanns Birkis
Helgasonar, bæjartækni-
fræðings Ísafjarðarbæjar,
bárust ekki margar athuga-
semdir frá stofnunum. Óvíst
er hvenær verkið verði boðið
út en samkvæmt tillögu að
framkvæmdinni er ráðgert
að hefjast handa árið 2009.
Aðspurður segist Jóhann
Birkir sér ekki vera kunnugt
um að því verði frestað vegna
efnahagsástandsins en um er
að ræða samstarfsverkefni
milli Ísafjarðarbæjar og
Ofanflóðasjóðs. „Það yrði
frekar erfitt að fresta fram-
kvæmdinni þar sem verið er
að vernda líf“, bætir hann
við. Heildarkostnaður við
snjóflóðavarnirnar er áætl-
aður 810 milljónir króna
miðað við verðlag í febrúar
2008. Ráðgert er að fram-
kvæmdirnar standi yfir í 3-4
ár. Jarðvinnu við þvergarð
ætti þó að geta verið lokið á
einu ári. Framkvæmdirnar
munu ekki hafa áhrif á íbúa-
fjölda Holtahverfis, verði
hins vegar ekki af byggingu
snjóflóðavarna og þess í stað
farið í að kaupa upp hús á
hættusvæðum, mun íbúum
fækka að því er fram kemur í
frummatsskýrslunni. Atvinna
mun aukast tímabundið með-
an á uppbyggingu varnanna
stendur. Ísafjarðarbær hefur
nú auglýst eftir athugasemd-
um við væntanlegar fram-
kvæmdir við snjóflóðavarnir
ofan Holtahverfis á Ísafirði.
„Rýmingar hafa ekki verið
algengar í Holtahverfi og
íbúar gert lítið úr snjóflóða-
hættu. Hættan er engu að
síður til staðar við vissar að-
stæður, með þeirri óvissu og
ótta sem því fylgir. Skoðanir
manna hafa ávallt verið
skiptar, þegar snjóflóðavarn-
ir hafa verið í undirbúningi.
Eftir að uppbyggingu þeirra
er lokið og einkum eftir að á
þær hefur reynt hefur
viðhorf til þeirra verið já-
kvæðara og íbúar talið sig
búa við meira öryggi en áð-
ur“, segir í skýrslunni.
Helstu þættir framkvæmd-
arinnar sem valda neikvæð-
um umhverfisáhrifum eru
sjónræns eðlis. Breytt ásýnd
landslags og raskað land-
svæði, sem þó hefur að hluta
verið raskað áður. Til mót-
vægis þessu verður umhverfi
varnargarðs skipulagt sem
útivistar og leiksvæði og
grætt upp með gróðri og
trjám. Jákvæðu þættirnir við
framkvæmdina er að hætta
af snjóflóðum verður innan
ásættanlegra marka og mun
því öryggistilfinning íbúa í
Holtahverfi gagnvart snjó-
flóðum aukast.
Holtahverfi.