Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Síða 16

Bæjarins besta - 22.01.2009, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Kvóti, siðleysi og sýndarmennska Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Vestfirska lamba- kjötið er langbest – segir Sigurður Arnfjörð Helgason, verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða og hótelrekandi á Núpi í Dýrafirði, sem eitt sinn var villingur í skóla á Núpi „Sagt var um Núpsskóla, að nemendurnir hefðu verið sam- bland af krökkum úr héraðinu og villingum úr Reykjavík. Það má segja að ég hafi tilheyrt báðum hópunum. Þegar ég var níu ára var ég þar meira sem sveitastrák- ur í Hjarðardal. Síðan kem ég í áttunda bekkinn gamla, sem er níundi bekkur í dag, og það var út af því að ég var þá á nokkrum árum orðinn vandræðagemsi í 101 Reykjavík. Og það er skemmst frá því að segja, að það er eins og það sé eitthvað við Núp. Ég náði mér aftur á strik í lærdómnum og róaðist eitthvað. Við getum sagt að það sé grunnurinn að lang- skólamenntun minni löngu síðar.“ Þetta segir Sigurður Arnfjörð Helgason, verkefnastjóri hjá Há- skólasetri Vestfjarða, sem sam- hliða því starfi tók í fyrravetur við rekstri hótelsins á Núpi í Dýrafirði. Hann er því kominn „heim“ að Núpi á nýjan leik, þótt í gerólíku hlutverki sé. „Ég skilgreini mig sem fyrstu kynslóð Vestfirðings sem fæddur er í 101 Reykjavík. Báðar ömmur mínar og annar afi minn eru að vestan og þar af leiðandi báðir mínir foreldrar. Móðir mín ólst upp til tólf ára aldurs á Patreks- firði. Faðir minn ólst upp fyrstu árin á Þingeyri. Ég var bara skyn- samur að koma til baka!“ Sigurður er með A.Sc.-gráðu í hótelstjórnun frá César Ritz, B.Sc.-gráðu í stjórnun frá Coastal Carolina University og MBA- gráðu frá Webster University í St. Louis í Bandaríkjunum. Hann hóf störf við Háskólasetur Vest- fjarða í september 2007. Sigurður er 42 ára að aldri og lærði ungur þjóninn á Hótel Sögu. Löngu seinna settist hann á skólabekk á nýjan leik og hafði nýlokið lang- skólanámi sínu þegar hann réðst til starfa hjá Háskólasetrinu. Tvöfaldur Sandari – Af hverju Arnfjörð? „Guðmundur langafi minn er fæddur og uppalinn í Lokinhömr- um í Arnarfirði og þaðan er nafn- ið tekið. Soffía amma mín ólst þar upp í nokkur ár en fluttist mjög ung til Þingeyrar. Mér finnst gaman að nefna, að ömmur mínar voru vinkonur á Þingeyri á uppvaxtarárum sínum og þess vegna kynntust foreldrar mínir í höfuðstaðnum eftir að ömmur mínar fluttust með mönn- um sínum á suðvesturhornið, önnur á Akranes og hin til Reykjavíkur. Ég á mjög mikið af ættingjum hérna fyrir vestan. Ásamt því að vera ættaður frá Lokinhömrum er ég það sem kallað er tvöfaldur Sandari, og þykir víst nokkur heiður. Föðurættin er frá Hrauni á Ingjaldssandi og móðurættin frá Brekku á Ingjaldssandi. Á æskuárum er maður nú ekki mikið að velta því fyrir sér hver sé hverra manna, en það vaknar með aldrinum. Það kom mér mjög á óvart hvað ég á mikið af skyldfólki hérna út um allt, sér- staklega í Dýrafirði og þar í kring. Brynjólfur langafi minn var bóndi á Brekku á Ingjaldssandi. Í útvarpinu í vetur var lesin frá- sögn af því þegar hann sótti lækni til Þingeyrar við annan mann og þótti mikil svaðilför. Þeir voru sólarhring í ferðinni og voru nálægt því að verða úti á leiðinni. Þá var langamma mín að eignast sitt fyrsta barn. Í þessari ferð gekk Brynjólfur fram hjá Núpi í báðum leiðum og hefur eflaust gert það margoft á sinni ævi. Hann byggði húsið sem núna er verið að gera upp í Klukkulandi í Núpsdal í Dýrafirði. Ættarsaga mín er á annarri hverri þúfu. Binna móðursystir mín var í mörg ár bóndakona, eins og það kallaðist hér áður, í Hjarðardal í Dýrafirði, og þar var ég sex sumur í sveit þegar ég var dreng- ur.“ – Og þaðan færðu lömbin sem verða að steikum á borðum hót- elgesta á Núpi. „Já, þar voru hæg heimatökin. Við Steini í Hjarðardal erum systrasynir. Hann hefur líka verið mér mjög hjálpsamur með að bjóða upp á veiðiferðir á gæs og fleira til að draga að ferðamenn. Og þegar ég nefndi við hann að fá að koma í heimsókn og velja mér kannski einhverja sauði í fjárhúsunum, þá var það meira en sjálfsagt.“ Í skólanum á Núpi – Hvernig var á Núpi? „Það var mjög gott að vera á Núpi. Fyrsta veturinn sem ég var þar var ég í barnaskólanum. Þá var kennari Svava Thoroddsen í Ytribæ, sem er einbýlishúsið fyrir neðan barnaskólann. Hún kenndi okkur börnunum í Mýrahreppi, en þann vetur var ég áfram hjá Binnu frænku minni í Hjarðardal eftir sumarvistina. Svava var mjög góður kennari. Ég var þá, níu ára gamall, búinn að vera í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, en ég tel mig hvergi hafa lært meira og betur en hjá Svövu. Eftir að ég kom vestur í hitteð- fyrra hitti ég við mismunandi tækifæri tvo af kennurum mínum á Núpi sem ég hafði ekki séð í 28 ár og kastaði á þá kveðju. Annar þeirra var Finnbogi Hermanns- son, síðar fréttamaður, og hinn var Valdi á Mýrum í Dýrafirði. Þeir mundu báðir vel eftir mér, Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra hefur, líkt og hér var spáð, aukið þorskvótann um 30.000 tonn. Það er stefnumarkandi pólitísk ákvörðun og er talin geta fært þjóðarbúinu auknar tekjur sem nemur 11 milljörðum íslenskra króna. Fyrir landsbyggðina hefur slík tekjuviðbót mikil áhrif, gangi hún eftir. Áður hefur verið varað við því að fisksala til útlanda kunni að dragast saman. Því miður virðist ástandið ekki gott eins og er. Sala á þorski til Evrópu hefur dregist saman og óvitað enn hve lengi íbúar álfunnar draga við sig í neyslu gæðaþorsks vegna bágs efnahagsástands. Heimurinn er að fást við mikil fjárhagsvandræði. Alvarleg kreppa sem nú stendur hefur áhrif í sjávarbyggðum á Íslandi. Gæðafiskur af Íslandsmiðum selst verr ef kreppir að heimilum í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Vonir um að auknar aflaheim- ildir færi okkur auknar tekjur gætu brugðist. En fleira kemur til. Um leið og Einar K. Guðfinnsson sýnir ákveðinn pólitískan kjark með því að heimila auknar veiðar má ekki gleyma því að orðspor Íslands og Íslendinga erlendis hefur beðið hnekki við hrun bankanna. Það mun taka langan tíma að vinna traust aftur. Því lengra sem líður frá hruni bankanna kemur æ betur í ljós full- komið siðleysi þeirra sem þar réðu. Enn verra er að gagnsleysi Fjármálaeftirlits hefur opinberast glöggt á sama tíma. Nánast verður því líkt við viljaleysi til að takst á við viðfangsefnin þegar raunveruleg þörf var aðgerða. Nú er það of seint. Ríkisstjórn ber mikla ábyrgð að hafa ekki greint getuleysi þessarar stofnunar sinnar. En ábyrgð alþingis er ekki síðri. Ekki var fylgst með því að lög um stofnunina dygðu til þess sem ætlunin var. Um Seðlabankann mætti hafa mörg orð. Eftir stendur að sá rammi sem tekinn var upp fyrir harða baráttu þáverandi formanns Alþýðuflokks, Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra, skapaði grundvöll fyrir skelfilegustu að- gerðir einkaframtaksins á Íslandi. Siðlausir bankamenn léku lausum hala meðan forseti lýð- veldisins og ríkisstjórn upphófu þá sem útrásarmenn. Siðferði er þessum mönnum framandi ef marka má fréttir síðustu daga um kaup fjársýslumanns frá Katar, sem ekki lagði krónu til kaupa á 25 milljarða hlut í Kaupþingi, en skildi bankann eftir með 37,5 milljarða tap ef rétt er. Sami maður og stuðlaði að kaupunum, einn stærsti eigandi Kaupþings sáluga heimtar milljarða vegna gjaldeyrisskiptasamninga. Hve djúpt sökkva menn í skort sið- ferðis og hve langt ætla stjórnmálamenn að ganga til móts við siðleysingja sýndarmennskunnar? Kvótaaukning hefði lofað góðu við aðrar aðstæður, en hver eru viðbrögð erlendis þar sem fiskur selst illa nú? Batnar orð- sporið? Vonandi verður Vestfirðingum og öðrum landsmönnum styrkur af þessari djarfmannlegu ákvörðun. Tíminn einn sker úr um það.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.