Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 18

Bæjarins besta - 22.01.2009, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Einar Hreinsson, starfsmaður Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði, byggir bát í hjáverkum í bílskúrnum heima hjá sér á Ísafirði. Báturinn er tæpir sex metrar á lengdina og faðmur á breiddina. Er báturinn aðallega byggður utan um tæplega hundrað ára gamla Wachman-vél sem afi hans átti. Hann notar vatnsheldan krossvið í bátinn og segir hönnun bátsins vera hugarburð sinn. Hann sveigir viðinn með þvingum og segir ekkert mál að sveigja þær og taki ekki of langan tíma. Hann segist hafa lesið bréf frá norskum skip- stjórum sem keyptu Wach- man vélar á sínum tíma og þá hafa þær náð sex til sjö mílum. Hann er annars ekki viss hvað hversu hratt báturinn á eftir að ganga en var sagt að vélin kæmist á sama hraða og þegar fjórir menn róa. Hann á eftir að byggja vélarhús utan um vélina og sæti fyrir fólkið. Aðspurður hvort það verði góð aðstaða fyrir dömur í bátnum segir hann þær fara líklegast ekki með í honum. Hann segist gera ráð fyrir að hægt verði að róa bátnum og hann ætl- ar líka að hafa segl á honum til öryggis. Vél- in er töluvert lengi í gang að sögn Einars og þarf að hita hana í klukkutíma með gas- lampa áður en hún er keyrð. Hann segist vonast til að sjósetja bátinn að vori en það hafi verið takmark hjá honum síðustu vor en hafi ekki gengið eftir en hann hóf smíði bátsins milli jóla og nýárs 2005. Hann ætlar sér að sigla á bátnum til Aðalvíkur og verður sú ferð hálfgerð pílagrímsför. – birgir@bb.is Ætlar í pílagrímsferð til Aðalvíkur Einar Þarf að hita vélina með gaslampa í klukkutíma áður en hún er keyrð. Einar Hreinsson og báturinn. Wachman-vélin.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.