Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.2009, Side 22

Bæjarins besta - 22.01.2009, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Lífs stíll Ekki enn kominn með tappa í eyrun. Golfarar brátt með eyrnartappa? Tækni og vísindiBreskir vísindamennvara við því, að smell- urinn þegar golfbolti er sleginn geti skaðað heyrn- ina. Einkum eru nýjustu ofurléttu títankylfurnar skað- vænlegar í þessu efni. Hálf- sextugur golfleikari fór til læknis og kvartaði um tinnitus (stöðugt suð fyrir eyrum) og heyrnarskerðingu. Maðurinn var sendur til rannsóknar á há- skólasjúkrahúsinu í Norwich og þar varð niðurstaðan sú, að nýja golfkylfan sem hann var farinn að nota væri orsökin. Maðurinn var þá búinn að spila golf þrisvar í viku í hálft annað ár með fínu títankylfunni sinni. Hvellurinn við höggið með slíkri kylfu er eins og skot- hvellur. Greint er frá niðurstöðum samanburðarrannsóknar á ólíkum golfkylfum í nýjasta hefti fagtímaritsins British Medical Journal (desember 2008). Þær niðurstöður taka af öll tvímæli: Venjulegar kylfur úr stáli eru hljóðlátari en títankylfurnar mjóu, en hljóðið af höggi með þeim mældist frá 112 og upp í 120 desibel. Læknarnir sem rann- sóknina gerðu segja þetta valda hættu á tímabundnum eða varanlegum skaða í innra eyra og leggja til, að golfleik- arar verji heyrnina t.d. með eyrnatöppum. Stjórnandi rann- sóknarinnar, sem sjálfur er for- fallinn golfleikari, viðurkennir hins vegar, að eitt kikkið í golf- inu sé einmitt smellurinn þegar kúlan er slegin. Kannski fáum við að sjá Tiger Woods með eyrnatappa eða jafnvel heyrnarskjól eins og gröfumaður þegar hann kem- ur til leiks á ný. Minni þörf er samt á slíkum ráðstöfunum þegar slegið er úr sandglompu og kannski er bara heilsusam- legast að lenda sem oftast í þeim. Svona golf er heilsu- samlegt fyrir heyrnina. Ísljós eftir Dagnýju Þrastardóttur Dagný Þrastardóttir listakona og hönnuður á Ísafirði hefur sótt ýmis námskeið og stundað nám í glerbræðslu og glerlist bæði hér- lendis og erlendis, m.a. í Edin- burgh College of Art, Design and Applied Arts. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði heima og erlendis. Verk hennar eru víða til sölu í galleríum. Þannig segir Dagný frá Ísljósi og hvernig það varð til (fæðingin var löng og erfið): Ísljós er í þremur stærðum. Það stærsta er um 100 cm, mið- stærðin tæplega 50 cm og sú minnsta um 30 cm. Nafnið kemur eiginlega af sjálfu sér því kúpull- inn er eins og grýlukerti í laginu. Birtan frá því er hálfhrímuð en liturinn sem endurkastast úr glerinu á vegginn er daufbleik- grænleitur geisli. Snúin peran myndar þennan geisla sem lýsir fallega upp vegginn. Sigga stóra systir var með verslun. Hún bað mig um að hanna og búa til eitthvað sem hún gæti sett hálsfestar á til sýn- ingar í búðinni, sem ég og gerði. Lagið á þessu var hálfhringur að neðan sem endaði í strýtu að ofan. En þetta var ansi óstöðugt svo ég gerði súlu undir þetta með botni og millibakka, ætlaði svo að líma Hönnun mín þessa trapisu ofan á og síðan myndi hún raða fallegum háls- menum á þetta. En, nei! Þetta var orðið ógurleg súla sem var ekki mjög meðfærileg, öll úr gleri. Ég horfði á þessa hluti uppraðaða og óstöðuga í nokkurn tíma, fékk svo pabba til aðstoðar og hann smíðaði fyrir mig uppi- stöðu með ljósafatningum í. Ég boraði á ýmsum stöðum og úr varð þessi svakalega ljósasúla, engum til gagns, en birtan var falleg. Eftir nokkurra mánaða pælingar tók ég trapisuna og sneri henni við og mátaði hana á vegg. Þetta kom vel út og þá fór hönn- unin á veggljósunum í gang. þyrfti að vera til vandamálabanki þar sem lausnum er safnað saman og síðan bara selt úr honum. Enn var eitt eftir og það var að hanna fallega ró framan á festing- una sem sést utan á ljósinu. Það eina sem var til í búðum er með kúlu og skiptilyklaútfærslu. Það var sama sagan þar, hún er líka gerð hér í heimabyggð af Stein- grími í Rennex. Svo þarf að fá CE-merkingu á ljós. Í það verkefni voru allir betri tæknikallar í ættinni fengnir til skrafs og ráðagerða, lögin lesin fram og aftur og á endanum fékk ég Konna til að klára dæmið. – hlynur@bb.is Grunnurinn var kominn en þá var eftir að finna út úr stærsta vandamálinu – hvernig á þetta að hanga á veggnum? Ég fékk Konna í Pólnum til liðs við mig, okkur tókst að hanna brakket fyrir perustæðið og koma fyrir á því krækjum sem er komið fyrir á kúplinum. Mér finnst það með ólíkindum að það skuli alltaf þurfa að finna upp hjólið! Það Dagný Þrastardóttir. Hafir þú ábendingu um einstaklinga sem eru að hanna skemmtilega hluti eða annað efni í lífs- stílsopnuna, hafðu þá samband í síma 456 4560 eða á netfanginu frettir@bb.is.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.