Bæjarins besta - 09.09.2010, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010
Albertína nýr
formaður FV
Albertína Friðbjörg Elías-
dóttir, bæjarfulltrúi í Ísa-
fjarðarbæ, var kjörin for-
maður stjórnar Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga á 55.
fjórðungsþingi Vestfirðinga
sem haldið var á Hólmavík
um helgina. „Ég hlakka mik-
ið til að vinna með sveitar-
stjórnarmönnum á Vestfjörð-
um. Það eru mörg tækifæri
framundan og þetta er ótrú-
lega spennandi vettvangur
sem tvímælalaust má efla
þótt Fjórðungssambandið
hafi staðið fyrir góðu starfi
undanfarin ár,“ segir hinn
nýi formaður.
„Þetta er spennandi starf
og ég mun leggja mig alla
fram að starfa vel að hags-
munum Vestfirðinga,“ bætir
Albertína við. Aðrir í stjórn
eru Friðbjörg Matthíasdóttir
í Vesturbyggð, Jón Jónsson
í Strandabyggð, Ómar Már
Jónsson í Súðavíkurhreppi
og Sigurður Pétursson í Ísa-
fjarðarbæ. Fráfarandi for-
maður sambandsins er Anna
Guðrún Edvardsdóttir bæj-
arfulltrúi í Bolungarvík en
hún hefur óskað eftir ársleyfi
frá þeim störfum vegna
náms.
– thelma@bb.is
Fjörutíu ára fermingarsystkini
Árgangur 1956 frá Ísafirði hélt
helgina hátíðlega og fagnaði því
að 40 ár eru liðin frá fermingu
þeirra. Ákveðið var að hafa nálg-
unina eða þemað „að gæla við
minningarnar“ eins og Sigurþór
Hallbjörnsson, eða Spessi ljós-
myndari, orðaði það. Hugmyndin
var að hópurinn myndi fara 40 ár
aftur í tímann. „Upp kom hug-
mynd að rölta um bæinn og fá
leiðsögumann en þá yrðum við
eins og túristar,“ sagði Spessi.
Árgangurinn ákvað því að hittast
í Tjöruhúsinu á föstudeginum til
þess að koma sér saman og rifja
upp gamlar minningar. Síðan
hittust þau aftur daginn eftir við
gamla sjúkrahúsið, gengu um
bæinn að öllum húsum sem þátt-
takendur höfðu búið í og skoðuðu
nágrennið og leiksvæði allra sem
voru í hópnum. „Síðan var farið
í Gamla bakaríið og fengið sér
kókoslengju, Napóleonsköku og
kringlu,“ sagði Spessi. Hópurinn
kom síðan við í gamla barna- og
gagnfræðaskólann til þess að sjá
hvað hafi breyst í gegnum tíðina.
„Til að kóróna þetta allt, þá
settum við saman hljómsveit sem
spilaði á skólaballi í gagnfræða-
skólanum í gamla daga,“ segir
Spessi og á þar við hljómsveitina
Trap sem hélt dansleik fyrir ár-
ganginn. Kristján Hermannsson
átti öll lögin, sem spiluð voru á þess-
um árum, skrifuð niður á blað
sem gerði hljómsveitinni kleift
að rifja upp gamla prógramið
fyrir árganginn. Ballið var haldið
í Krúsinni á Ísafirði og mættu
yngri og eldri árgangar einnig.
Að sögn Spessa var þátttakan í
kringum 50-60% eða um 27
einstaklingar og ein þeirra lagði
á sig að koma alla leið frá Dan-
mörku. „Hápunkturinn í ferðinni
var gangan um bæinn,“ sagði
ljósmyndarinn Spessi og bætti
við að ef einhver hefði verið
ósáttur í gamla daga, þá væri það
læknað í dag.
– asgeir@bb.is
Árgangur 1956 fagnaði 40 ára fermingarafmæli um helgina.