Bæjarins besta - 09.09.2010, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 9
na á hvíta-
asafninu?
fyrir Matthías Bjarnason. Ég var
með Þorvaldi á framboðsfundum
en Einar Kristinn var með Matt-
híasi.
Við Þorvaldur vorum eitt sinn
á framboðsferð um Barðaströnd
og byrjuðum á því að koma við
hjá Kristjáni á Breiðalæk. Hann
sýndi okkur bæði saumastofu og
þorskhausa þurrkunarverksmiðju.
Þarna voru nokkrar afskaplega
fallegar frúr að vinna, sem við
heilsuðum upp á. Ég segi svona
þegar við erum að fara: Það verð-
ur nú tveimur þorskhausum færra
hér þegar við Þorvaldur förum.
Þegar við erum komnir út segir
Þorvaldur íhugull á svip eitthvað
á þessa leið: Ólafur, ég held að
þetta sé nú ekki gott til afspurnar.
Núna fer þetta um alla sveit, að
meðframbjóðandi minn kalli mig
þorskhaus, mig sem er þingmað-
ur Vestfirðinga, forseti samein-
aðs þings og handhafi forseta-
valds að einum þriðja. Heldurðu
að það sé vænlegt til þess að
vinna atkvæði ef svona saga fer
á kreik? Þorvaldur var afskaplega
vandur að virðingu sinni en hafði
nú samt gaman af þessum stráks-
skap mínum.“
Þorvaldur Garðar
og baðhurðin
„Mig minnir að Árni Johnsen
alþingismaður hafi tekið eina
sögu eftir mér. Það var þegar við
Þorvaldur Garðar gistum hjá
Hilmari Jónssyni, sparisjóðs-
stjóra á Patreksfirði. Á neðri hæð
húss hans voru tvö gestaherbergi
og baðherbergi á milli þeirra.
Þorvaldur var mjög árrisull og
um klukkan sjö um morguninn
heyri ég að hann er kominn í
bað. Þegar hann er búinn í baðinu
fer hann að banka á baðhurðina
og kalla en ég spyr hvað sé að.
Ég er lokaður hérna inni, segir
Þorvaldur. Ég opnaði þá dyrnar
sem opnuðust inn en Þorvaldur
var að reyna að opna þær út. Þá
segir Þorvaldur: Þú verður að ná
í hann Hilmar strax því að við
verðum að fara að komast af stað.
Þorvaldur átti til að vera dálítið
viðutan. Þó að ég væri búinn að
opna dyrnar vildi hann samt fá
Hilmar strax til að opna.“
Pétur Pétursson læknir
„Árið 1986 samþykktum við í
meirihluta bæjarstjórnar að heim-
ila byggingu ratsjárstöðvarinnar
hér uppi á Bolafjalli.Mikil um-
ræða varð í bænum um þá ákvörð-
un bæjarstjórnar að leyfa þessa
framkvæmd. Í þessu máli voru
uppi alveg þverpólitískar skoðan-
ir. Tveir ágætir vinir mínir, þeir
Pétur Pétursson læknir og Krist-
inn H. Gunnarsson fyrrverandi
alþingismaður, voru í fararbroddi
fyrir því að mótmæla þessu harð-
lega. Hætta væri á því, að kæmist
þetta í framkvæmd yrðu Bola-
fjallið og Bolungarvík skotmark
óvinveittra þjóða og auðvelt skot-
mark fyrir kjarnorkusprengjur.
Efnt var til mikillar blysfarar í
mótmælaskyni og farið hér upp í
Bólin. Hulda Eggertsdóttir mág-
kona mín keypti sér ný vaðstígvél
til fararinnar og var fána- eða
blysberi. Nokkur fjöldi fólks sótti
samkomuna. Uppi í Bólum hélt
Pétur læknir mikla tölu og varaði
með sterkum orðum við því að
ráðist yrði í þessa framkvæmd.
Þess yrði ekki langt að bíða að
önnur hver kerling í Bolungarvík
yrði komin í ástandið og hér yrði
allt fullt af kolsvörtum negrum.
Það fór hins vegar svo, að það
kom aldrei neinn blökkumaður
og hér varð aldrei neitt „ástand“.
Hingað komu aldrei neinir Am-
eríkanar heldur aðeins tólf til fjór-
tán Íslendingar sem voru að vinna
hér við ratsjárstöðina. Vera má
hins vegar að einhverjar af kerl-
ingunum í Víkinni hafi orðið fyrir
vonbrigðum þegar spá Péturs
læknis rættist ekki. Ég sagði
seinna í gamni við Pétur að hann
hefði orðið að flýja Bolungarvík
vegna þess að spádómur hans
um „ástandið“ gekk ekki eftir.
Þegar við vorum að láta teikna
læknisbústaðinn hér í Bolungar-
vík vildum við sýna Pétri teikn-
ingu sem arkitektinn hafði gert.
Pétur gerði eina athugasemd: Ég
vil að eldhúsið verði svo lítið að
ég komist ekki þar fyrir líka. Ég
nenni ekki að hjálpa henni Möggu
að vaska upp.
Við Bolvíkingar eigum margar
góðar minningar um Pétur lækni.
Hann var með skemmtilegri
mönnum. Ég er nokkuð viss um
að hann hugsar oft til okkar. Við
berum einnig hlýjan hug til hans.“
Byrjaði ung-
ur í tónlistinni
– Segðu okkur nokkuð frá tón-
listarferli þínum.