Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.09.2010, Page 4

Bæjarins besta - 09.09.2010, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 Líf Ísfirðings í Flórens Nína Guðrún Geirsdóttir hélt til Ítalíu í byrjun árs til að vinna sem au-pair, en það felst í því að búa hjá fjölskyldu og passa börn. Nína Guðrún bjó í miðborg Flórens í Ítalíu hjá fjölskyldu og vann þar við að passa eina fimm ára stúlku. Á meðan var hún í ítölskuskóla auk þess sem að hún kláraði stúdentspróf frá Menntaskól- anum á Ísafirði í gegnum fjar- nám. Að fara sem au-pair til framandi landa hefur aukist meðal ungs fólks og Bæjarins besta tók Nínu Guðrúnu tali og forvitnaðist um dvölina. „Ég var þarna í hálft ár. Ég bjó í miðborg Flórens en borg- in er alveg inni í miðju landinu. Það getur orðið rosalega heitt þarna á sumrin en borgin er einmitt niðri í dal þar sem myndast mikill raki. Í júlí og ágúst fækkar mjög fólki í borginni því það fer á ströndina að flýja hitann. Ég vann við að passa eina stelpu og bjó inni á lítilli fjölskyldu í pínulítilli íbúð. Ég bjó reyndar í herbergi með stelpunni, sem var stund- um ævintýralegt. En ég var svo vel staðsett og gat labbað allt og var mjög heppin, því ég átti vinkonur sem þurftu að ferðast lengi til að komast í mið- bæinn.“ – Hvers vegna ákvaðst þú að fara út sem au-pair? „Ég var að klára menntaskól- ann og mig langaði að gera eitthvað nýtt og prófa að búa annars staðar og au-pair er fín leið til þess. Ég var í fjarnámi við Menntaskólann á Ísafirði á meðan og kom síðan heim í þrjá daga til að útskrifast. Það er vissulega munur á Ítalíu og Íslandi og fannst mér mjög gaman að ræða það við Ítali, var oft að monta mig af hreina vatninu okkar og loftinu. Þeir höfðu stundum áhyggjur af því að ég myndi ekki þola hitann sem kom í vor en það var aldrei neitt vesen. Það var t.d. kaldasti vetur í Flórens ein- mitt þegar ég kom þangað. Það snjóaði í fyrsta sinn í tugi ára en Ítalir eru ekki mikið fyrir að hita upp húsin sín þar sem það kostar mikið. Það komu því tímar þar sem maður svaf í tveimur peysum með teppi og sæng um vetur í Ítalíu á meðan að það var betra veður heima á Íslandi.“ – Er mikill munur á menn- ingunni frá því sem við þekkjum hér? „Já, það er mikill munur á hvernig þeir lifa og hugsa. Ítalir eru margir afslappaðir og hafa litlar áhyggjur af hlutun- um, þeir reddast bara. Þeir eru opnir og vingjarnlegir og hjálp- ast mikið að þó þeir þekkist ekki endilega mikið. Þeir vinna miklu minna en Íslendingar og setja alltaf fjölskylduna í for- gang. Báðir foreldrarnir koma oftast að sækja börnin á leik- skólann og stundum ömmur, afar og frændur. Ítalar eignast börn seint og algengast er að eiga bara eitt til tvö börn. Ítalar kunna vel að njóta lífsins og vín og matur eru alltaf ofarlega Flórens að sumri.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.