Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.09.2010, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 09.09.2010, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 13 Nýr maður í brúnni Halldór Halldórsson, fráfar- andi bæjarstjóri Ísafjarðarbæj- ar, afhenti í síðustu viku, eftir- manni sínum, Daníel Jakobs- syni, lykla að skrifstofu bæjar- stjóra. Gengið hafði verið frá ráðningu Daníels á bæjar- stjórnarfundi skömmu áður og hefur hann nú formlega tekið við störfum. „Það er tilhlökkun og tregi, en tilfinningin að af- henda Daníel lykilinn var af- skaplega góð,“ segir Halldór og bætir við að hér sé á ferð öflugur maður sem muni gera góða hluti sem bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar. „Ég tel mig vera að skila ágætu búi í hendurnar á Daníel.“ segir Halldór að lok- um. Eins og fram hefur komið var Daníel valinn úr hópi 29 umsækjenda um starfið. Var hann ráðinn út kjörtímabilið 2010 til 2016. „Nýjum mönnum fylgja nýj- ar áherslur,“ segir Daníel að- spurður hvort vænta megi breytinga undir hans stjórn. Samgöngumál, sjávarútvegur og trygging að okkar skammti í opinberum störfum eru meðal efna sem Daníel telur brýnt að vinna í. Hann tekur það fram að verkefnin eru mörg og litlu málin ekki síður mikilvæg en þau stóru. Daníel er fæddur árið 1973 og varði hluta sinna uppeldisára á Ísafirði, en hann er sonur hjón- anna Auðar Daníelsdóttur og séra Jakobs Hjálmarssonar sem starf- aði lengi sem sóknarprestur í bænum. Daníel er kvæntur Hólm- fríði Völu Svavarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Daníel var útibús- stjóri Landsbanka Íslands að Laugarvegi 77 í Reykjavík áður en hann varð bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar. Halldór Halldórsson starfaði sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæj- ar í 12 ár og var oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn síð- astliðin 8 ár. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfirðinga. Síð- ustu ár hefur hann einnig starf- að sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. – asgeir@bb.is Daníel tekur við lyklunum úr hendi Halldórs. Fjöldi kennsludaga hefur breyst sáralítið hjá Menntaskólanum á Ísafirði frá aldamótum. Á síðasta skólaári voru kennsludagarnir 149 og prófadagar 26. Hafði þá samanlagður fjöldi kennslu- og prófadaga fækkað um tvo frá fyrra ári. Hins vegar fækkaði vinnudögum kennara um viku milli skólaáranna 2008-2009 og 2009-2010 en þeir voru 179 á síðasta skólaári. Í kjarasamningum kennara er gert ráð fyrir samtals 175 kenn- slu- og prófadögum á starfstíma skóla og fjórum vinnudögum kennara að auki. Vinnudagar kennara í framhaldsskólum lands- ins á skólaárinu 2009-2010 reynd- ust vera frá 171 til 197. Meðal- fjöldi vinnudaga kennara var 181,1 og er það fækkun um 0,2 daga frá fyrra skólaári. Samanlagður fjöldi kennslu- daga og prófadaga nemenda í framhaldsskólum skólaárið 2009 -2010 var á bilinu 161 til 184 eftir skólum, en að meðaltali 175,2. Það er fjölgun um hálfan dag frá fyrra skólaári. Þetta kem- ur fram í upplýsingum frá fram- haldsskólunum til Hagstofu Ís- lands. Dagar sem einungis var varið til prófa og námsmats voru frá 0 til 32 að tölu. Flestir skólar eru með ákveðinn prófatíma en í öðr- um skólum fara próf fram á kennsludögum. Að meðaltali var 24 dögum varið til prófa og náms- mats og er það fækkun um einn dag frá síðastliðnu skólaári. Nán- ari upplýsingar um þetta er að finna á vef Hagstofunnar. Starfstíminn styttist Menntaskólinn á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.