Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.09.2010, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 09.09.2010, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 Uppstoppaður við hliðin birninum á Náttúrugrip – spjallað á léttari nótunum við Ólaf Kristjánsson fyrrverandi bæjarstjóra í Bolungarvík Mörg viðtöl bæði lengri og skemmri hafa verið tekin gegnum árin og áratugina við Ólaf Krist- jánsson fyrrverandi bæjarstjóra í Bolungarvík. Þar á meðal hefur undirritaður tekið nokkur, hið fyrsta fyrir nærfellt aldarfjórð- ungi í íhaldsblaðið Vesturland. Sammerkt með þessum viðtölum flestum er að þar hefur pólitíkin verið í fyrirrúmi enda kannski skiljanlegt á þeim tíma. Núna er Ólafur sestur í helgan stein fyrir hálfum áratug og því ekki óeðlilegt að slá á léttari strengi og rifja meðal annars upp eftirminnilegar örsögur af sam- ferðamönnunum. Enda hefur Ólafur vissulega jafnan verið þekktur fyrir gamansemi og léttleika dagfarslega. Og burtséð frá pólitíkinni hefur það verið – og er enn – hans líf og yndi að spila létta tónlist með góðum fé- lögum. Hér á eftir segir meðal annars af því. Nefna má, að Ólafur var löng- um í daglegu tali kallaður Óli málari, því að þá iðn lærði hann ungur, og enn fyrr var hann kall- aður Óli Böddu og þá kenndur við móður sína eins og altítt var. Á síðari áratugum hefur hann yfirleitt verið kallaður einfald- lega Óli Kitt. Og að sjálfsögðu líka Óli bæjó á sínum tíma. Ólafur Kristjánsson fæddist á Ísafirði í desember 1935 og er því hátt á 75. aldursári. Hann er alveg hreinræktaður Norður-Ís- firðingur, eins og hann orðar það. „Móðir mín, Bjarnveig Jakobs- dóttir, fæddist á Snæfjallaströnd- inni. Langafi minn og afi hennar var sá frægi Kolbeinn í Unaðsdal – Kolbeinn í Dal. Jakob faðir mömmu bjó á Skarði á Snæfjalla- strönd. Amma mín í móðurlegg var Símonía Sigurðardóttir. Mér þótti svo vænt um hana að ég vildi kvænast henni. Faðir minn, Kristján Friðbjörnsson, fæddist á Steinólfsstöðum í Veiðileysu- firði í Jökulfjörðum. Afi minn, Friðbjörn Helgason, missti ömmu mína Ragnheiði við fæðingu fimmta barns þeirra hjóna. Hann varð seinna eigandi að jörðinni Sútarabúðum í Grunnavík og kvæntist síðar mikilli gæðakonu, Solveigu Pálsdóttur frá Höfða í Grunnavíkursveit. Þau eignuðust 10 syni og eru margir þeirra bú- settir í Hnífsdal. Slóðir ætta minna eru í rauninni Snæfjallaströndin og Jökulfirðir. Kristján pabbi minn lærði mál- araiðn hjá Jóni Ólafi heitnum sem var faðir Búbba prentara á Ísafirði. Síðan fór hann í nám á málaraskóla í Kaupmannahöfn og bætti þar við sig tveimur árum. Ég kláraði sveinspróf í málaraiðn árið 1956 og var að mála hjá pabba. Þegar síðan fór að þrengja að árið 1957 og ekki mikið að gera í þessari iðn fyrir vestan, þá fór ég til Reykjavíkur og ætlaði að fara að þéna þar mikla pen- inga.“ Tónlistar- maður á Vellinum „Þá gerðist það að sú atvinna brást sem mér hafði verið lofað. Við Lillý mín vorum þá búin að eignast frumburðinn okkar. Ég var búinn að leigja íbúð í eitt ár og hafði greitt fyrirfram húsa- leigu til eins árs. Því var ekki mikið um fjármuni til að lifa af svo að ég þurfti að fara að leita að annarri atvinnu. Það endaði með því að ég hringdi í góðan vin minn sem hafði verið á Ísa- firði, Erich Hübner, pabba Her- dísar Hübner kennara á Ísafirði, og það varð til þess að ég fór að spila á Keflavíkurflugvelli. Það er honum að þakka að ég fór aftur að spila þegar við áttum ekki fyrir mat en ég hafði verið ákveðinn í því að hætta að spila á böllum. Þarna kynntist ég mönnum sem voru ýmist við nám í Tón- listarskólanum í Reykjavík eða tónlistarkennarar og í Sinfóní- unni. Þeir hvöttu mig til að fara í tónmenntakennaradeildina í Reyk- javík. Ég gerði það og lauk þaðan prófi 1962. Reyndar bætti ég við mig einu ári í tónfræði og til að kynnast blásturshljóðfærum. Hug- ur minn stóð nú til þess að búa á litlum stað og þá þurfti maður að þekkja inn á sem flest hljóðfæri eftir því sem kostur var.“ Ólafur verður þó fyrst og fremst að teljast jazzpíanisti. Hefði verið kallaður Óli kommi – Hvernig kom það til að þið settust að í Bolungarvík? „Það er gaman að segja frá því, að áður en við flytjum til Bol- ungarvíkur hafði Lúðvík Jóseps- son alþingismaður á Neskaup- stað [kaupstaðurinn var á sínum tíma kallaður Litla-Moskva vegna þess að þar réðu sósíalist- ar lögum og lofum um áratuga- skeið] samband við mig og vildi fá mig til að kenna tónlist fyrir austan. Ég hef grínast við vini mína á Austfjörðum að ég hefði eflaust verið kallaður Óli kommi hefði ég farið þangað. Taugarnar lágu hins vegar vestur og það var fyrir atbeina bæði Jónatans Einarssonar og Benedikts Bjarnasonar sem ég settist að í Víkinni. Við Bolvík- ingar stofnuðum síðan saman Tónlistarskólann í Bolungarvík árið 1964 og ég var skólastjóri hans allt til 1987 eða í 25 ár. Þá tók ég við stöðu bæjarstjóra af Guðmundi heitnum Kristjáns- syni sem lést um aldur fram, af- skaplega góður og mætur mað- ur.“ Margvísleg trúnaðarstörf – Þrátt fyrir það sem sagt var í upphafi mætti stikla á stóru varð- andi trúnaðarstörf þín og þátttöku í samfélagsmálum. „Fljótlega eftir að ég kom til Bolungarvíkur bað Jónatan mig að fara á framboðslista hjá Sjálf- stæðisflokknum við hreppsnefnd- arkosningar í Hólshreppi. Það var árið 1966. Það var svo merkilegt að þá kom aðeins fram einn listi, þannig að ég fór inn í hrepps- nefndina. Síðan var það í apríl 1974 sem Bolungarvík verður kaupstaður og þá breyttist hrepps- nefndin náttúrlega í bæjarstjórn. Þá var ég kosinn forseti bæjar- stjórnar og gegndi þeirri stöðu allt til 1987 þegar ég tók við sem bæjarstjóri. Ég hætti sem bæjarstjóri árið 2002 en var þá beðinn að gegna áfram starfi framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Bolungar- víkur, sem hafði fram að því verið á borði bæjarstjórans. Þetta hafði verið einn af fáum stöðum þar sem ekki var sérstakur fram- kvæmdastjóri. Þessu starfi gegndi ég síðan þar til ég varð sjötugur fyrir fimm árum. Árið 1974 fór ég í stjórn Fjórð- ungssambands Vestfirðinga og var þar í tíu ár, þar af stjórnarfor- maðurformaður í tvö ár. Aftur var ég þar í stjórn 2000-2002 og þá einnig stjórnarformaður eða síðustu ár mín í starfi bæjarstjóra. Eitt af lærdómsríkari og skemmti- legri verkefnum sem ég hef feng- ist við var þegar ég var settur í Orkunefnd Vestfjarða árið 1975 og í framhaldi af því kosinn í stjórn Orkubús Vestfjarða, en þar var ég formaður í átta ár. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga var ég í átta ár, í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga í átta ár en tólf ár í stjórn ráðgjafanefndar Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga. Ennþá er ég í stjórn Brunabótafélags Íslands og hef verið það frá 1995.“ Hjónarúmið hans Einars Guðfinnssonar – Vitað er að þú kannt ótal létt- ar sögur af kynnum þínum af samferðamönnum og samskipt- um við þá. „Í gegnum tíðina hef ég kynnst afskaplega mörgu skemmtilegu fólki. Þegar leitað er eftir léttum sögum frá mér er best að byrja á heimaslóðum. Ég byrja á Einari heitnum Guð- finnssyni hér í Bolungarvík. Við urðum snemma ágætir vinir. Ég var að mála hérna fyrst þegar ég kom og málaði fyrir hann bátana og skipin. Það var gaman að kynnast þessum manni. Ég komst fljótt að því að Einar var ákaflega raun- góður maður. Hann var líka meiri húmoristi en flestir létu sér detta í hug og gat verið gamansamur og hnyttinn í tilsvörum. Hann hafði gaman af því að glettast við menn „milli stríða“ eins og hann orðaði það. Ég man að ég var að mála fyrir hann nýja húsið þegar hann flutti úr Einarshúsi við Hafnargötu, sem áður var hús Péturs Odds- sonar athafnamanns. Einar flutti í nýtt og fallegt hús uppi á Holta- stíg. Hann átti gamalt hjónarúm sem honum þótti mjög vænt um. Geturðu ekki málað rúmið fyr- ir mig, Ólafur minn, því að ég er nú fremur nýtinn, sagði Einar. Ég spurði á móti hvort hann ætl- aði að bjóða henni Elísabetu eiginkonu sinni upp á að vera áfram í þessu gamla og þrönga rúmi. Þá svaraði hann: Heyrðu strákur, ef þú vissir hvað við erum búin að eiga unaðslegar nætur í þessu rúmi, þá myndirðu ekki láta þér detta í hug að segja þetta við mig. Farðu með rúmið upp eftir og málaðu það og við sofum áfram í því meðan ég lifi.“ Ólíkt viðhorf til reikninga „Einar var nokkuð aðhalds- samur. Hann var lengi formaður sóknarnefndar Hólssóknar í Bol- ungarvík og var mjög samvisku- samur og lagði metnað sinn í að hafa öll fjármál í lagi. Það var alveg til fyrirmyndar og hefði slíkt betur ríkt á Íslandi á síðari árum. Útrásarvíkingarnir svo- kölluðu fóru öðruvísi með fé heldur en hann. Eitt sinn kom ég með tvo reikn- inga til Einars. Annar var upp á tólf þúsund krónur fyrir að mála hurð og glugga í Hólskirkju. Hinn var upp á sex hundruð þúsund krónur fyrir að mála bátana hans. Einar sagði: Heyrðu, ég ætla að borga þér þennan reikning fyrir bátana en hitt þarf ég að athuga betur, ég borga ekki þessar tólf þúsund krónur fyrr en ég er sjálf- ur búinn að fara og skoða hvernig til hefur tekist varðandi kirkjuna, ég á hana ekki sjálfur. Þetta lýsti Einari vel, því að hann hugsaði vel um allt sem honum var trúað fyrir. Ef við vorum að mála þök á fasteignum hans og einhver var á leið upp stigann og við sáum á hatt koma á þakbrúnina, þá viss- um við að Einar Guðfinnsson var að koma og fylgjast með. Hann var vakinn og sofinn yfir öllu sem var að gerast.“ Þorskhausar á Barðaströnd „Stundum hef ég sagt sögur af fornvini mínum, Þorvaldi Garð- ari Kristjánssyni alþingismanni Vestfirðinga og forseta Samein- aðs Alþingis. Ég var á sínum tíma varaþingmaður og fékk eitt sinn að vera hálfan mánuð á þingi

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.