Bæjarins besta - 09.09.2010, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 15
Sælkeri vikunnar er Sveinn Þorbjörnsson á Ísafirði.
Sælkerinn
Kjúklingasúpa með mexíkósku ívafi
Nokkur orð frá Vá Vesthópnum til foreldra
Oft hafa foreldrar haft samband við meðlimi Vá Vesthópsins
með spurningar um uppeldi. Í sumum tilvikum er um að ræða
spurningar foreldra þar sem börn þeirra hafa misstigið sig og er þá
gjarnan leitað ráða. Í þessu sambandi langar Vá Vesthópinn til að
minna foreldra á eftirfarandi
Fyrirmyndir
Eitt af þeim hlutverkum sem við, foreldrarnir, höfum er að vera
börnunum okkar og annarra góðar fyrirmyndir. Athafnir hafa meira
að segja en orð í þessu sambandi og við skulum ekki láta okkur detta
til hugar að börnin okkar fylgi því sem við segjum ef við förum ekki
eftir því sjálf.
Tökum sem dæmi föður sem ekur sjaldnast á löglegum hraða og
notar ekki öryggisbelti. Ætli sonur hans, sem er að taka bílpróf, taki
varnaðarorðum föður síns alvarlega í þessu sambandi, þ.e.a.s. að aka
varlega, nota öryggisbelti og svo framvegis ? Forvarnir byrja heima.
Meiraprófsnámskeið
· leigubifreið · vörubifreið · hópbifreið · eftirvagn
Ísfirðingar og nágrannar ath!
Námskeið til aukinna ökuréttinda
hefst á Ísafirði 14. september nk.
Ath! Verkalýðsfélög veita allt að 100
þúsund króna styrk. Vinnumiðlanir
veita allt að 70 þúsund króna styrk.
Skráning í símum 892 6570 og 892 6571. Visa
og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða.
Ökuskóli S.G.
Sælkeri vikunnar býður upp á
kjúklingasúpu sem hann segir að
sé í miklu uppáhaldi á hans heim-
ili og er elduð við allskonar tæki-
færi. Einnig lætur hann fljóta með
uppskrift að gómsætri ostaköku
sem súkkulaðiunnendur geta
betrumbætt eftir eigin höfði.
Sveinn segir uppskriftina að kök-
unni vera einfalda og rosalega
góða.
Kjúklingasúpa
1 pakki Mexico súpa, blönduð
og hituð eftir leiðbeiningum á
pakkanum, gott að setja rjóma
í staðinn fyrir mjólk
1 dós kókosmjólk
4 kjúklingabringur
Doritos Snakkpoki
Sýrður rjómi og rifinn ostur
Súpa, blönduð og hituð eftir
leiðbeiningum á pakkanum, gott
að setja rjóma í staðinn fyrir
mjólk
Kjúklingur brytjaður í bita og
steiktur á pönnu og kryddað eftir
smekk, bætt í súpuna.
Gott að setja Doritos snakk í
skál, súpuna yfir og ofan á er
settur sýrður rjómi og rifinn
ostur.
Gómsæt ostakaka
1 pakki LU kanilkex
½ l rjómi
250 g flórsykur
250 g rjómaostur
Kexið mulið í botninn á eld-
föstu móti eða álíka, gott að setja
kaffi yfir. Flórsykri og rjómaosti
hrært saman, rjóminn þeyttur og
blandað saman við.
Gott að setja súkkulaði í
blönduna, til dæmis Maltesers
kúlur og Mars, brytjað niður.
Blöndunni er svo dreift jafnt
yfir kexið og látið standa yfir
nótt í kæli.
Verði lesendum sem reyna
þetta að góðu.
Ég skora á Jóhann Egilsson
tölvutröll í Snerpu til að vera
sælkeri næstu viku.
Guðmundar Helgasonar
múrarameistara
Seljalandsvegi 40, Ísafirði
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
legudeildar Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði.
Steinunn M. Jóhannsdóttir
Jóhann Einars Guðmundsson Júlíana B. Ólafsdóttir
Kristjana Guðmundsdóttir
Hulda Guðmundsdóttir Herbert Sveinbjörnsson
Bára Guðmundsdóttir Kristinn Þór Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Til sölu Urðarvegur 78
Til sölu er falleg 99m², þriggja herbergja íbúð
á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Verð 11,5 mkr. Frekari
upplýsingar á Fasteignasölu Vestfjarða, sími
456 3244, eignir@fsv.is,
www.fsv.is.