Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.12.2010, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 16.12.2010, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 Mikolaj í 2. sæti í Chopin-keppni Ungur ísfirskur tónlistarnemi, Mikolaj Ólafur Frach, náði afar góðum árangri í Chopin-keppni aðalræðisskrifstofu Lýðveldisins Pólland sem haldin var í Reykja- vík í lok nóvember. Keppnin var ætluð nemendum tónlistarskóla á Íslandi og haldin í tilefni al- þjóðlegs Chopin-árs. Keppt var um túlkun valinna tónverka eftir pólska tónskáldið Fryderyk Chopin (1810-1849) og var keppt í þremur hlutum, einleik á píanó, kammertónlist og söng. Mikolaj flutti Polonaise eftir Chopin í píanóhluta keppninnar og hlaut annað sætið ásamt öðrum nem- anda, en alls tóku 18 nemendur þátt í þeim hluta. Mikolaj lék einnig á píanó með yngri bróður sínum, Nikodem Júlíusi, í söng- hluta keppninnar, en þeir bræður voru yngstu þátttakendurnir. Mikolaj Ólafur er sonur pólsku tónlistarhjónanna Janusz og Iwonu Frach, sem hafa starfað við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá árinu 1994. Hann fæddist á Ísa- firði sumarið 2000 og er því að- eins 10 ára gamall. Hann hefur lagt stund á píanó í nokkur ár hjá móður sinni, hefur margsinnis komið fram á tónleikum skólans og leikið með strengjasveit skól- ans. „Mikolaj er afar duglegur og samviskusamur nemandi og vel að verðlaununum kominn,“ segir á vef TÍ í umfjöllun árangur- inn. Hann mun koma fram á tón- leikum í Salnum 17. desember kl.19 ásamt öðrum sigurvegurum keppninnar. Þess má geta að í sönghluta Chopin-keppninnar sigraði ung- ur bassasöngvari, Kristján Ingi Jóhannesson, en hann er ættaður frá Flateyri og foreldrar hans búa á Ísafirði. – thelma@bb.is Mikolaj Ólafur Frach stóð sig vel í Chopin-keppni fyrir skemmstu. Mynd: TÍ. Friðlöndin á Hornströndum og í Vatnsfirði eru meðal þeirra svæða sem Náttúrufræðistofnun Íslands og Landgræðsla ríkisins vilja að hafið verður að uppræta Alaska lúpínu og skógarkerfill. Stofnanirnar skiluðu nýlega inn tillögum til Svandísar Svavars- dóttur, umhverfisráðherra um hvernig hægt sé að takmarka tjón af völdum Alaska lúpínu og skógarkerfils í íslenskri náttúru. Lagt er til að hætt verði að deifa Alaska lúpínu í landinu nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum. Þá vilja stofn- anirnar að notkun lúpínu verði óheimil ofan 400 metra. Alaska lúpína og skógarkerfill eru fyrstu dæmin um ágengar framandi plöntutegundir sem breiðast út hér á landi og ógna líffræðilegri fjölbreytni. Stofnan- irnar mátu útbreiðslu plantnanna og komust að því að Alaska lúp- ínan er orðin mjög útbreidd og finnst víða á hálendinu og á landi sem er friðað. Lúpínan getur þó við réttar aðstæður reynst fyrir- taks landgræðsluplanta t.d. á viðamiklum gróðurvana auðn- um. Þegar hún nær hins vegar rótfestu í grónu landi er ólíklegt að sams konar plöntur og fyrir voru, muni þrífast þar að nýju. Skógarkerfill hefur ekkert land- græðslugildi og sækir sérstak- lega á næringarríkan jarðveg. Hann er hávaxinn og myndar þéttar breiður sem skyggja á og hindra vöxt annarra plantna. – kte@bb.is Sporna gegn Alaska lúpínu og skógarkerfli Alaska lúpínan hefur dreift sér í friðlöndum Hornstranda og Vatnsfjarðar.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.