Bæjarins besta - 16.12.2010, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 25
Útbreiðsla lúpínu misjöfn eftir svæðum
Útbreiðsla lúpínu og kerfils er
mjög misjöfn á milli svæða í
Ísafjarðarbæ. Útbreiðsla þessara
tegunda er til dæmis frekar lítil í
Súgandafirði samanborðið við
Skutulsfjörð og Dýrafjörð. „Því
ætti að vera hægt að stefna að
því að eyða þessum tegundum
strax algjörlega á Suðureyri áður
en útbreiðslan eykst á meðan vert
er að huga vel að því hvaða svæð-
um væri betra að byrja á hinum
stöðunum,“ segir í skýrslu með
kortlagningu Náttúrustofu Vest-
fjarða af útbreiðslu Alaskalúpínu
og kerfils á fyrirfram ákveðnum
svæðum í kring um bæi innan
Ísafjarðarbæjar. Þegar kortin eru
skoðuð sést að ærið verkefni er
fyrir höndum og segir NAVE
því mikilvægt að vinna skipulega
að hvaða svæðum skuli byrja á.
Í skýrslunni segir að Hnífsdal-
ur, Dýrafjörður, Önundarfjörður
og í kringum Ísafjörð séu þau
svæði sem setja þarf í forgang er
kemur að fyrsta áfanga útrýming-
ar á kerfli og lúpínu.
Í Hnífsdal skal fínkemba vel
svæðin með stökum plöntum,
bæði kerfils og lúpínu, og litlum
blettum og fjarlægja þær svo þær
nái ekki að dreifa úr sér. Bent er
á að lúpína er í gamalli námu í
hlíðinni rétt áður en komið er inn
í Hnífsdal. Einnig eru lúpínu-
blettir, fyrir aftan blokkirnar þeg-
ar komið er inn í bæinn, enn
frekar litlir svo þá væri gott að
taka með.
Hvað Ísafjörð varðar eru það
helst fjallshlíðar ofan bæjarins
sem ætti að huga að þar sem þeir
blettir geta dreift mjög hratt úr
sér. Einnig skal huga að minni
blettum og stökum plöntum til
dæmis í Dagverðardal innan
Holtahverfis í kring um námu og
Vegagerðina, leiðinni upp að
göngum, meðfram Skutulsfjarð-
arbraut og aðrir litlir blettir. Í
Tunguskógi væri æskilegt að
tryggja að þessar plöntur nái ekki
að yfirtaka svæðið upp með ánni
sem liggur frá tjaldsvæðinu og
upp á Seljalandsdal það svæði
hefur mikla tegundafjölbreytni
og er mikið notað til útiveru af
bæjarbúum og ferðamönnum. Auk
þess ætti að líta til helstu berja-
tínslusvæðanna. Stóru svæðin í
Tungudal ætti hins vegar ekki að
setja í forgang þau eru stór og
afmörkuð.
Í Önundarfirði er lagt að sett
verði í forgang svæðið frá gangna-
munna og þverunin yfir fjörðinn
auk einstaka plantna meðfram
veginum í átt að Flateyri blettir
innan Flateyrar. Hátt í fjallshlíð-
inni ofan Breiðadals er blettur
sem gæti breitt úr sér. Hann virð-
ist þó á svæði sem erfitt gæti
verið að nálgast. Nálægt Garð/
Hól er blettur og einnig nálægt
Tröð. Snjóflóðavarnargarðurinn
ætti ekki að vera forgangsverk-
efni í fyrsta áfanga.
Í Dýrafirði er það helst eyrin á
Þingeyri þar sem enn eru litlir
blettir t.d. við víkingasvæðið og
stakar plöntur. Bletturinn við
flugvöllinn er nokkuð afskekktur
og gæti auðveldlega dreift úr sér
í nærliggjandi svæði svo gott
væri að leggja áherslu á hann.
Aðrir minni blettir í firðinum eins
og þegar komið er niður af Gemlu-
fallsheiðinni. Þá eru blettir hátt í
hlíðum fyrir ofan Þingeyri og blett-
ur í skógi í suðurhlíð Sandafells.
Enn er ekki mikil útbreiðsla
kerfils og lúpínu í Súgandafirði.
Stefna ætti strax að allsherjar út-
rýmingu á svæðinu áður en
vandamálið verður stærra og
flóknara. Þá er lagt til að ef tími
vinnst að byrja á minni og af-
skekktari blettum og reyna að
einangra útbreiðsluna við færri
svæði.
Einnig er bent á í skýrslunni
að lúpína geti dreift sér hratt niður
gil og skorninga þar sem leysing-
arvatn geti borið fræin með sér.
„Því ætti að leggja áherslu á bletti
eins og til dæmis í bröttum fjalls-
hlíðum þar sem möguleiki er að
koma því við. Mikilvægt að
gleyma ekki að viðhalda þarf ár-
angri af fyrri áföngum samhliða
því að byrjað verði verður á síðari
áföngum. Í því sambandi má
nefna lúpína getur myndað tals-
verðan fræforða í jarðvegi og
kerfill getur verið snúinn viður-
eignar þótt fræ hans lifi ekki eins
lengi. Því gæti þurft að vakta
sömu svæðin í nokkur ár eftir
fyrsta átak þótt vinna við útrým-
ingu á þeim verði sífellt minni.“