Bæjarins besta - 16.12.2010, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 23
stærra þyrfti hann að senda mér
svolítið síðara hár næst! En hann
var alsæll held ég, og kærastan
líka,“ segir Ásta og kímir.
Hefur gaman
af handavinnu
Ásta kann ýmislegt fleira fyrir
sér í handavinnu en hárlistina,
þó hún vilji ekki kannast við að
vera meiri handavinnukona en
hver önnur. „Ég er kannski með
þessa þekkingu umfram ein-
hverja aðra. En ég hef líka lært
mjög mikið af gömlu konunum
sem ég hef verið að vinna með.
Þær hafa kennt mér ýmislegt í
prjónaskap, saumaskap og hekl-
eríi. Þær miðla sinni þekkingu.
Ég hef til dæmis lært af þeim
ýmis munstur sem eru kannski
hvergi til nema einmitt í kollinum
á þeim,“ segir Ásta.
Hún hefur þó sömuleiðis sótt
fjölda námskeiða í ýmsum teg-
undum handavinnu, lært að gera
leðurtöskur, þæfa ull, farið á
námskeið í dúkkugerð, glerlist-
um og leirsmíði. „Ég hef alltaf
haft gaman af handavinnu, alveg
frá því að ég var í skóla. Ég
hjálpaði þá bæði systur minni og
vinkonum með handavinnuna.
Ég verð alltaf að vera að gera
eitthvað meira en eitt,“ segir hún
og hlær við.
„Ég hef verið svolítið í þessu
öllu, gert leðurtöskur til að gefa í
gjafir og svo prjóna ég á barna-
börnin og svona,“ segir Ásta. „Ég
er meira að segja farin að prjóna
fingravettlinga, sem mér datt nú
ekki í hug að ég myndi nokkurn
tíma gera. Og svo heklaði ég
skírnarkjól fyrir unga konu fyrir
nokkrum árum. Ég hringdi nú
fyrst í tvær vinkonur mínar, en önn-
ur þeirra sagði mér að ég gæti
bara gert þetta sjálf. Ég sagði að
ég gæti það nú reyndar ekki, en
þá mætti hún bara til mín með
uppskrift. Úr því varð svo skírn-
arkjóll sem ég gaf,“ segir Ásta.
Ástarvettlingarnir
vinsælir
Hún hefur sömuleiðis prjónað
töluvert af ástarvettlingum svo-
kölluðum, sem eru sérstaklega
hentugir fyrir ástfangin pör. Þá
eru prjónaðir þrír vettlingar, einn
fyrir hvorn einstakling og svo
einn sameiginlegur sem parið
getur leiðst í.
„Ég vil hafa þá rauða, það er
nú einu sinni litur ástarinnar, og
svo hef ég saumað nöfnin í þau.
Sameiginlegi vettlingurinn verð-
ur svona eins og hjarta, sem hend-
urnar leiðast í,“ útskýrir Ásta.
„Þetta hef ég verið að gera í mörg
ár. Ég hef enga tölu á því hvað
þeir eru orðnir margir. Þeir eru
mjög vinsælir í brúðargjafir og
hafa farið út um allan heim frá
mér, en svo eru nú fleiri sem að gera
svona vettlinga,“ bendir hún á.
Það er nóg annað að gera hjá
Ástu handavinnan. Hún vinnur
fulla vinnu í aðhlynningu á
dvalarheimilinu á Þingeyri, sér
um félagsstarf aldraðra tvisvar í
viku og er þar að auki húsmóðir
og bóndakona á Hólum.
Ásta er reyndar fædd og upp-
alin á Ísafirði, en fluttist á Þing-
eyri á sautjánda aldursári. „Þá
var ég búin að kynnast bóndan-
um, þessum eina sanna,“ segir
hún og hlær við. Ásta og maður
hennar, Friðbert Jón Kristjáns-
son, bjuggu þá á Þingeyri í
nokkur ár, en fluttust síðar á Ísa-
fjörð og í Súðavík, á meðan Frið-
bert var á Bessanum. „Þegar
börnin voru að byrja í skóla
ákváðum við að flytja aftur á
Þingeyri svo þau gengju í skólann
þar. Svo varð hann bara bóndi,
þó hann hafi líka verið á sjó til að
byrja með,“ útskýrir Ásta, sem
hefur því í ýmis horn að líta á
bænum.
„Maðurinn minn sér nú reynd-
ar mest um útiverkin, en það
koma tímabil þar sem ég hjálpa
honum, eins og í sauðburðinum
á vorin. Þá kem ég alltaf einhvers
staðar að þó ég sé ekki í því að
taka á móti,“ útskýrir Ásta.
Þau hjónin eru þar að auki með
veðurathugunarstöð á bænum,
sem þarf að sinna á degi hverjum.
„Við sendum veðurtölur fjórum
sinnum á sólarhring og hjálpumst
að við að vinna það, ég, maðurinn
minn og sonur okkar sem býr hér
með okkur. Þetta er ekki orðið
sjálfvirkt ennþá – það þarf að
lesa af mælunum fjórum sinnum
á sólarhring og mæla úrkomu
þegar hún er einhver. Svo send-
um við tölurnar í gegnum tölvu,“
segir Ásta, sem segir sér ekki
leiðast.
„Ég finn mér alltaf eitthvað að
gera og það er nú sjaldan sem
maður situr alveg auðum hönd-
um. Nú er sláturtíðin líka nýbúin.
Þó að ég borði þetta ekki sjálf
hef ég gaman af því að vinna
þetta og gefa öðrum. Ég sauma
punga og geri slátur, sauma
vambir og geri vélindu og rúllu-
pylsu,“ segir Ásta, sem kveðst
hafa þó nokkurn áhuga á matseld,
enda starfaði hún áður bæði sem
heimilisfræðakennari í grunn-
skólanum og í mötuneyti.
Hefðin má ekki glatast
Ásta hefur gaman af að miðla
þeirri kunnáttu sem hún býr yfir
og segist því vera í viðbragðs-
stöðu fari svo að fleiri vilji sækja
námskeið í listsköpun með
mannshári. „Ef það verður áhugi
stekk ég bara til. Þær á Reykhól-
um höfðu líka einhvern áhuga á
að fá mig í heimsókn og það
getur vel verið að ég fari þangað
í vor. Ég bíð bara eftir að kallið
komi,“ segir hún og kímir. „Ég
er alveg til í að miðla öllu því
sem ég þekki, ef ég mögulega
get. Ég vil alls ekki að svona
gamlar hefðir gleymist og glat-
ist,“ segir Ásta að lokum.
– Sunna Dís Másdóttir