Bæjarins besta - 16.12.2010, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010
Nemandi í 9. bekk Grunnskól-
ans í Bolungarvík komst í hann
krappan á Spáni á dögunum þeg-
ar hann var þar á ferð ásamt sam-
nemendum sínum. Pilturinn var
staddur í matvöruverslun og ætl-
aði að greiða með 50 evru-seðli.
Honum var þá tilkynnt að seðill-
inn væri falsaður og var öryggis-
vörður kallaður til. „Hann var
yfirheyrður og tekin af honum
skýrsla. Allt fór þetta nú vel og
okkur skilst að það sé algengt
falsaðir peningar séu í umferð í
Evrópu enda var ekki nokkur leið
að sjá að seðilinn væri falsaður.
Allavega ekki í fljótu bragði,“
segir Steinun Guðmundsdóttir,
kennari í Bolungarvík, en hún
fór ásamt bekknum í ferðalagið.
Ferðin til Spánar var sú fyrsta
af fjórum sem 9. bekkur Grunn-
skóla Bolungarvíkur á fyrir hönd-
um, en í haust hlaut skólinn styrk
úr evrópska menntunarsjóðnum
Comenius. „Þrátt fyrir þetta litla
ævintýri gekk ferðin afskaplega
vel,“ segir Steinunn. „Við fórum
í heimsókn til skólakrakka í Ali-
cante en eitt af markmiðum verk-
efnisins er að kynnast nemendum
í öðrum löndum og kynna þeim
bæði land og þjóð. Þá er hluti af
verkefninu að kynnast fyrirtækj-
um sem selja Fair trade vottaðar
vörur og við getum sagt að þetta
ævintýri með falsaða seðilinn
hafi verið ágæt kennslustund í
sanngjörnum viðskiptaháttum,“
segir Steinunn. – kte@bb.is
Tekinn með fals-
aðan evruseðil
Landsbankinn hefur færst
Björgunarfélagi Ísafjarðar veg-
legt björgunarvesti að gjöf.
„Vestið hefur það fram yfir
önnur björgunarvesti að óupp-
blásið ber það um 100 Newton,
sem er sirka það sem þarf til að
halda uppi einum manni, en
uppblásið getur það haldið 150
Newton til viðbótar þannig að
maður getur auðveldlega hald-
ið á manni í fanginu og haldið
honum upp úr sjó,“ segir Jó-
hann Bæring Pálmason hjá
Björgunarfélaginu.
Inga Á. Karlsdóttir, útibús-
stjóri Landsbankans á Ísafirði,
segir ánægjulegt að færa Björg-
unarfélaginu jafn mikilvægan
búnað. Vestið er sambærilegt
þeim sem breskir og hollenskir
björgunarsveitarmenn nota og
komust sérfræðingar að þeirri
niðurstöðu að það hentar afar
vel við íslenskar aðstæður.
Björgunarfélagið á nú þegar
fimm slík vesti og segir Jóhann
Bæring sjötta vestið koma sér
vel. „Nú getum við mannað
tvo slöngubáta með fullbúnum
björgunarsveitarmönnum. Það
er komin góð reynsla á þessi
vesti, þau eru endingargóð og
sterk.“ – thelma@bb.is
Landsbankinn gef-
ur björgunarvesti
Ingiríður Á. Karlsdóttir við afhendingu björgunar-
vestisins ásamt Guðjóni Flosasyni og Jóhann
Ólafsyni hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar.
Ýmsu er ábótavant í aðgengismálum
Ýmsu er ábótavant hvað varðar
aðgengi fyrir fatlaða á Vestfjörð-
um. Þetta kom í ljós í úttekt Svæð-
isskrifstofu málefna fatlaðra á
Vestfjörðum þar sem farið var í
alla þéttbýliskjarna á Vestfjörð-
um og aðgengi kannað á þeim
stöðum sem almenningur þarf á
að halda auk þess sem aðgengi
var skoðað út frá sjónarhorni
ferðamannsins. Mismikið þurfti
að laga eftir stöðum. „Sums stað-
ar er það einungis smáatriði sem
þarf að lagfæra en annars staðar
vangar mjög mikið upp á. Sum
staðar hafði heimsókn starfsmann-
anna áhrif strax og ýmis atriði
lagfærð strax og var það mjög
ánægjulegt að sjá,“ segir í skýrslu
um úttektina sem kynnt var á
málþingi um málefni fatlaðra í
Edinborgarhúsinu á Ísafirði í síð-
ustu viku.
Í skýrslunni er að finna lista
yfir þau fyrirtæki og stofnanir
sem farið var í og hvort eitthvað
var þar athugunarvert eða ekki.
„Það vakti athygli hvað það voru
fá fyrirtæki sem hafa óaðfinnan-
legt aðgengi og hjá hve mörgum
fyrirtækjum vantar lítið uppá til
að vera með mjög gott aðgengi,“
segir í skýrslunni.
Farið var í allflestar þjónustu-
stofnanir í Ísafjarðarbæ, Bolung-
leg öllum. „Til að bygging henti
fötluðu fólki þarf hún að uppfylla
ákveðin skilyrði. Aðkoman þarf
að vera góð, það þarf að vera
greið leið að útidyrum, lágir eða
engir þröskuldar, útihurðir sem
auðvelt er að ganga um t.d. með
sjálfvirkri opnun, greinilega og
leiðandi merkingar, lyfta milli
hæða, sérinnréttum snyrting svo
eitthvað sé nefnt.
Skýrslan verður send til allra
sveitarfélaga á Vestfjörðum inn-
an tíðar auk þess sem unnið er að
því að hún verði aðgengileg á
netinu. – thelma@bb.is
arvík, Súðavík, á Hólmavík,
Drangsnesi og Reykhólum á
tímabilinu desember 2009 til
ágúst í ár. „Gott aðgengi auðveld-
ar þátttöku fatlaðs í samfélaginu
en þröskuldar og annað slíkt sem
þeir sem ekki eru fatlaðir taka
vart eftir geta verið mikill Þránd-
ur í götu fatlaðs fólks. Gott að-
gengi nýtist mörgum öðrum en
fötluðu fólki s.s. niðurteknar
gangstéttir auðvelda mörgum
hópum að komast aðveldar leiðar
sinnar s.s. fólki með barna-
vagna,“ segir í skýrslunni.
Bent á að þrátt fyrir að lög og
reglugerðir þar sem fram komi
að huga beri aðgengi með tilliti
til fatlaðs fólks sé víða pottur
brotinn varðandi aðgengismál.
Dæmi eru um nýjar byggingar
eða nýuppgerðar byggingar sem
ætlaðar almenningsnota uppfylla
ekki þau skilyrði að vera aðgengi-
Frá því að skrifað var undir samning um að kanna
aðgengi hreyfihamlaðra á Vestfjörðum. Á myndinni er
Sóley Guðmundsdóttir forstöðumaður Svæðisskrifstofu
Vestfjarða og Auður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur.