Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.12.2010, Blaðsíða 24

Bæjarins besta - 16.12.2010, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2010 Fram á nýjan veg Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Ísland og Íslendingar hafa átt við mörg vandamál að etja síð- ustu tvö árin og í skugga þeirra hefur öll ræða um framtíð lands- byggðarinnar horfið. Vestfirðir búa við mikla sérstöðu. Samgöngur verða ávallt nokkuð snúnar vegna veðurfars og vegalengda. En margt hefur gengið okkur í hag undanfarin ár. Bankahrunið hefur haft sín áhrif hér eins og annars staðar. Bolungarvík tengjast djarf- ir fjármálamenn sem verða til rækilegrar skoðunar hjá sérstökum saksóknara. Ekki er víst að þáttur þeirra auki veg Vestfirðinga. Öðru fremur sýnir þessi staðreynd okkur að alls staðar á okkar ágæta landi eru til menn sem af gróðafíkn skirrast ekki við að fara á svig við reglur og jafnvel lög, að minnsta kosti láta gott siðferði víkja fyrir peningasjónarmiðum. En nóg um það. Samgöngur hafa batnað mjög við nýja brú yfir Mjóafjörð, aðra yfir Reykjarfjörð, nýjan veg Gilsfjarðar og Steingrímsfjarðar og loks göng milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Draumar margra hafa ræst. En nú finnum við fyrir afleiðingum samdráttar af bankahruninu. Það vantar atvinnu. Flateyri sér fram á erfiðleika. Það vantar kvóta og vinnu. Það fækkar störfum í verktakageiranum og síðast en ekki síst er enn óljóst um framtíð heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum. Sá þáttur mun skýrast á næstu dögum. En allsstaðar eru störf í húfi. Mjög mæðir á ríkisstjórn og Alþingi varðandi uppbyggingu efnahags á Íslandi í framhaldi hruns og kreppu því samfara. Sannast sagna vantar framtíðarsýn. Of mikið ber á lausnum til styttri tíma. Okkur vantar að sjá ljósið við enda ganganna svo notað sé líkingarmál. Við viljum sjá, ekki bara að eitthvað sé framundan heldur líka að hverju skuli stefnt. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er erfitt og því miður hefur borið um of á því að sett séu fram málefni sem ekkert hafa með það að gera að koma ,,landinu á lappirnar”. Mörg málanna bera of mikinn keim af því að umræðu sé drepið á dreif. Það á við um dýrt Stjórnlagaþing, sem hefur ekkert umboð og kostar allt of mikið fé sem betur hefði verið varið til að byggja upp. Breytingar vegna Stjórnlagaþings ef einhverjar verða koma til um- fjöllunar að loknu kjörtímabili, sem ætlað er að standa til 2013. Af hverju er enn ekki til nein áætlun um það hvað Íslendingar hyggjast fyrir um dreifingu byggðar í landinu? Hvernig viljum við sjá ríkisfjármál eftir 5 eða 10 ár? Hvert ætlum við yfirleitt? Samþykkt hefur verið að sækja um inngöngu í Evrópusambandið en ekki er nein samstaða um það mál, engin vitræn umræða og óeining í ríkisstjórn. Þegar svo er komið, að ekki er hægt að fylgja eftir málum sem ríkisstjórn er mynduð um hverjar eru þá vonir um framtíðarsýn? Hver verður staða Vestfjarða í Evrópusamband- inu? Mun minna verða hugsað um þá sem hér búa? Breytist eitthvað til batnaðar eða breytist ekki neitt? Átti Stjórnlagaþing að draga athyglina frá vandræðagangi um Evrópusambandið? Hvenær hefst raunverulegt skuldauppgjör og hvernær getum við farið að sjá fram á veginn? Enn eru engin svör. Vestfirðingar gef- ast aldrei upp, en eiga litla möguleika í kjördæmi, eins og í stórum heimi sem hefur aðrar áherslur en okkar. Nýjan veg vantar. Stórt skref var stigið við virkjun Mjólkár 3 í Arnar- firði fyrir stuttu þegar hleypt var vatni á pípuna og vélin látin snúast. Seinnipartinn á sunnudag fyrir viku var afl- rofinn settur inn og fyrstu kwh framleiddar. Mjólká er í raun tvær virkjanir, eitt og tvö, en nú hefur þriðju virkj- uninni verið bætt við með sér stöðvarhúsi hátt uppi í fjalli. „Þó að þessi virkjun sé ekki stór er hún gott innlegg í orkuvinnslu á Vestfjörð- um,“ segir í tilkynningu á vef Orkubús Vestfjarða. Eins og fram hefur komið hafa miklar framkvæmdir staðið yfir í Mjólkárvirkjun. Byggt var nýtt stöðvarhús, lögð pípa og sett upp nýtt inntaksmannvirki. Á næsta ári verður svo Mjólká tvö stækkuð. Áætlað er að verkið kosti um einn milljarð króna og Orkubúið tekur engin lán. Mjólká 3 gangsett Frá Mjólká 3. Mynd: ov.is. Vestfirðingar voru í upphafi árs 7362 talsins og þar af voru um 709 íbúar með erlent ríkisfang eða sem nemur 9,6% af heildar íbúafjölda í fjórðungnum. Hlut- fallið hefur hækkað lítillega síð- astliðin þrjú ár en árið 2008 var það 8,2% og 9,5% á síðasta ári. Pólverjar eru langflestir þeirra erlendu ríkisborgara sem búa á Vestfjörðum eða 436 talsins eða um 60%. Hæst er hlutfallið í Tálknafjarðarhreppi þar sem yfir fimmtungur íbúanna er með erlent ríkisfang eða 64 af 299 íbúum sveitarfélagsins. Hlutfall- ið hefur hækkað nokkuð á Tálkna- firði en árið 2008 voru rúm 16% íbúanna með erlent ríkisfang. Næst hæst er hlutfallið í Bolung- arvík eða 17,1% og þar hefur hlut- fallið sömuleiðis farið hækkandi; árið 2008 voru tæp 12% með erlent ríkisfang og tæp 16% árið 2009. Í Árneshreppi er enginn íbúi með erlent ríkisfang og aðeins fimm erlendir ríkisborgarar eru í Kaldrananes- og Bæjarhreppi. Hlutfallið er sömuleiðis lágt í Strandabyggð þar sem fimm ein- staklingar af 499 íbúum sveitar- félagsins eru með erlent ríkis- fang. Erlendir ríkisborgar búsettir í Ísafjarðabæ er 337 talsins eða 8,6% íbúanna og þar af eru lang- flestir frá Póllandi eða 189. Er- lendum ríkisborgurum fækkaði nokkuð frá árinu 2009 þegar þeir voru 361 talsins og 9,1% íbú- anna. Hlutfall kynja er nokkuð jafnt í Ísafjarðarbæ, en erlendir karlmenn eru 175 og konur 162. – kte@bb.is Tæplega 10% íbúa á Vest- fjörðum með erlent ríkisfang Hlutfall erlendra ríkisborgara sem búsettir eru á Vestfjörðum hefur aukist undanfarin ár. smáar Til sölu er notuð Blomberg uppþvottavél og tvískiptur Vestfrost ísskápur. Upplýs- ingar í síma 844 0242. Til sölu er Suzuki Vitara árg. 2005, ekinn 55 þús. km. Upp- hækkaður. Ný nagladekk fylgja. Verð 2,1 millj. kr. Á sama stað eru til sölu fjögur nagladekk 13" 175/70 á kr. 20.000. Uppl. í síma 698 1850. Til leigu er 3ja herb. íbúð neð- arlega í Fjarðarstrætinu á Ísa- firði. Uppl. í síma 863 9932. Uppsetningu lokið í febrúar Eftir að dýpkun lýkur við Ísafjarðarhöfn verður dýpið þar orðið 9 metrar. Verkið var boðið út í síðustu viku. Dýpkunarefnið verður nýtt sem efniviður í uppfyllingu norðan Mávagarðs. „Í fyllingu tímans verður nýja spildan nýtt sem aðstaða fyrir olíubirgðastöð steinsnar frá nýju bryggjunni, sem er mikil framför frá því sem var,“ segir í frétt á vef Sigl- ingastofnunar.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.